Sport

Þórir: Andinn hefur skánað

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson segir að íslenska landsliðið sé næstum búið að leggja vonbrigðin í milliriðlinum til hliðar og ætli sér sigur í kvöld.

Handbolti

Tiger gerði engin mistök á fyrsta golfhring ársins 2011

Tiger Woods lék vel á fyrsta hringnum á Farmers meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær en hann fékk þrjá fugla og gerði engin mistök. Woods lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann er samt sem áður í 22.-34. sæti.

Golf

Ferrari frumsýndi 2011 keppnisbílinn

Ferrari frumsýndi í dag nýjan Formúlu 1 bíl sem kallast Ferrari F 150 og verður ekið af Fernando Alonso og Felipe Massa á keppnistímabilinu, en 20 mót verða á dagskrá í ár. Fyrsta mótið er í Barein í mars. Frumsýningin var í Maranello á Ítalíu, í höfuðstöðvum Ferrari.

Formúla 1

Árni Þór til Bittenfeld

Árni Þór Sigtryggsson hefur skipt um lið í Þýskalandi og mun leika með TV Bittenfeld til loka leiktíðarinnar að minnsta kosti. Þar hittir hann fyrir annan Íslending - Arnór Þór Gunnarsson.

Handbolti

Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna

Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen.

Handbolti

Króatar frábærir þegar þeir nenna

Ísland mætir Króatíu í Malmö í kvöld í leiknum um fimmta sætið á HM. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti en verða að sætta sig við þennan leik, sem skiptir talsverðu máli upp á riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2012.

Handbolti

Betri mórall hjá íslenska liðinu

Fréttablaðið hitti þá Lars Christiansen, leikmann danska landsliðsins, og Staffan „Faxa“ Olsson, landsliðsþjálfara Svía, í gær og spurði þá út í leik Íslands og Króatíu.

Handbolti

Alexander er klár í slaginn og Guðmundur svarar gagnrýni Dags

„Við ætlum að sjálfsögu að gefa allt í leikinn gegn Króatíu,“ segir Alexander Petersson í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann Stöðvar 2 en Íslendingar leika um 5. sætið á HM gegn Króatíu og hefst leikurinn kl. 19.30 á föstudaginn. Alexander segir að hann hafi fengið góða hvíld undanfarnar tvö daga.

Handbolti

Norðmenn enduðu í 9. sæti eftir framlengdan leik gegn Serbíu

Norðmenn náðu 9. sætinu á HM í handbolta með 32-31 sigri gegn Serbíu en sá leikur fór í framlengingu líkt og leikurinn um 11. sætið fyrr í kvöld. Staðan var jöfn, 30-30, eftir venjulegan leiktíma. Håvard Tvedten tryggði Norðmönnum sigurinn með marki tveimur mínútum fyrir leikslok.

Handbolti

Njarðvíkingar rufu taphrinuna - stórsigur hjá Haukum gegn Grindavík

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og þar ber hæst sigur nýliða Hauka gegn Grindvíkingum á útivelli 82-63. Njarðvíkingar náðu að landa sigri eftir langa taphrinu en Njarðvíkingar sigruðu Stjörnuna 89-68. Mesta spennan var í leik Tindastóls og ÍR en þar hafði Tindastóll betur 78-69.

Körfubolti

Løke svarar fyrir sig: „Hlægilegt og dæmigert fyrir Noreg“

Frank Løke var í gær rekinn úr norska landsliðinu í handbolta fyrir brot á agareglum og mun hann ekki leika fleiri leiki fyrir Noreg á meðan Robert Hedin þjálfar liðið. Løke er allt annað en ánægður með framkomu landsliðsþjálfarans og telur að hann hafi verið rekinn fyrir það eitt að fara seint að sofa.

Handbolti

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans.

Golf