Handbolti

Króatar skelltu sér út á lífið í Malmö í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leik gegn Króatíu á EM í Austurríki í fyrra.
Snorri Steinn Guðjónsson í leik gegn Króatíu á EM í Austurríki í fyrra. Nordic Photos / AFP

Svo virðist sem að sumir af leikmönnum landsliðs Króatíu í handbolta hafi ekki of miklar áhyggjur af leiknum gegn Íslandi á HM í Svíþjóð í kvöld.

Liðin mætast í leik um 5. sæti keppninnar í Malmö í kvöld en í gær ákváðu einhverjir þeirra að skella sér út á lífið.

Á heimasíðunni ibs.is má sjá mynd af leikmönnum Króatíu á ónefndum skemmtistað í gær.

Blaðamenn síðunnar gengu á þá félaga og spurði hvort þeim þætti í lagi að fá sér bjór daginn fyrir leik.

Svarið sem þeir fengu var að þeir væru að drekka léttbjór. Síðar kom í ljós að léttasti bjórinn sem var seldur á barnum var upp á 5,2 prósent.

Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem að leiknum verður lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×