Handbolti

Alexander: Skil ekki hvað Dagur er að fara

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar

Járnmaðurinn Alexander Petersson segist vera í fínu standi og skilur ekki alveg gagnrýni Dags Sigurðssonar sem segir landsliðsþjálfarann þjösnast á Alexander.

"Ég held að menn séu svolítið þreyttir eftir langt mót. Við fengum samt tveggja daga frí og erum eins og nýtt liða aftur," sagði Alexander léttur.

"Ég var þreyttur eftir Frakkaleikinn og smá verkir. Ég hef sofið mikið og borðað mikið síðan og er góður," sagði Alexander sem hefur verið slæmur í hnénu sem hefur orðið þess valdandi að Dagur Sigurðsson kvartaði eins og flestir ættu að vita. Það skilur Alexander ekki.

"Hnéð er ágætt. Þetta er ekkert mál og ég er klár í slaginn. Ég veit ekki af hverju Dagur sagði þetta. Ég hef ekki talað við hann og hann heldur þetta kannski. Ég er góður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×