Handbolti

Sverre: Viljum klára mótið á sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Sverre Jakobsson segir að leikurinn gegn Króatíu í kvöld sé gott tækifæri til að byggja upp sjálfstraust í íslenska landsliðinu á ný.

Ísland mætir í kvöld Króatíu í leik um 5. sætið á HM í Svíþjóð. Strákarnir byrjuðu mjög vel á mótinu og unnu alla sína leiki í riðlakeppninni. En þeir töpuðu svo öllum leikjunum í milliriðlinum.

„Menn eru auðvitað þreytir og flestir eru að glíma við smávægileg meiðsli. En við erum einbeittir að því að klára þetta mót með sigri, alveg eins og við byrjuðum það," sagði Sverre í samtali við Hörð Magnússon í Malmö.

„Það hefur gengið á ýmsu í þessu móti hjá okkur. Vonbrigðin voru mikil eftir milliriðilinn en núna viljum við klára þetta almennilega og byggja upp sjálfstraust í hópnum."

„Það er þó ákveðinn bónus að fá að spila um fimmta sætið. Það gæti gefið okkur heimavallarrétt í undankeppni Ólympíuleikanna. En við við ætluðum okkur meira enda í góðri stöðu eftir riðlakeppninna."

„En úr því sem komið er getum við verið sáttir ef við náum þessu fimmta sæti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×