Sport Af hverju er Marta besta knattspyrnukona heims? - sjáið þetta Brasilíska knattspyrnukonan Marta hefur verið kosin besta knattspyrnukona heims undanfarin fjögur ár og það eru ekki miklar líkur á því að einhver knattspyrnukona nái henni niður af stallinum á næstunni. Fótbolti 1.2.2011 23:15 Kolbeinn valinn besti leikmaður helgarinnar í Hollandi Það kom ekki mörgum á óvart að Kolbeinn Sigþórsson skildi vera kosinn leikmaður helgarinnar í hollensku úrvalsdeildinni af hinu virta fótboltablaði Voetbal International. Fótbolti 1.2.2011 23:05 Carlo Ancelotti: Torres mun spila á móti Liverpool Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, staðfesti það í kvöld eftir 4-2 útisigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni að Fernando Torres muni spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á móti Liverpool á sunnudaginn kemur. Chelsea keypti Torres á 50 milljónir punda frá Liverpool í gær. Enski boltinn 1.2.2011 22:45 Houllier: Við töpuðum fyrir frábæru liði Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, horfði upp á sína menn tapa 3-1 á móti Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en United var komið í 1-0 eftir aðeins 50 sekúndna leik. Enski boltinn 1.2.2011 22:37 David Moyes: Fabregas átti að fá rauða spjaldið í hálfleik David Moyes, stjóri Everton, var allt annað en sáttur eftir 1-2 tap liðsins á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 1.2.2011 22:30 Wayne Rooney með tvö mörk í 3-1 sigri Manchester United Manchester United ætlar ekkert að gefa eftir í ensku úrvalsdeildinni og lék í kvöld sinn 29. deildarleik í röð án þess að tapa en 24 leikjanna hafa verið á þessu tímabili. Þetta er jöfnun á félagsmetið og United er því áfram með fimm stiga forskot á Arsenal sem vann einnig sinn leik í kvöld. Enski boltinn 1.2.2011 21:56 Chelsea og Arsenal komu bæði til baka og unnu Miðverðirnir John Terry hjá Chelsea og Laurent Koscielny hjá Arsenal skoruðu báðir mikilvæg mörk í sigrum sinna liða í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði lið voru að vinna sinn þriðja leik í röð í deildinni og eru áfram fimm stigum (Arsenal) og tíu stigum (Chelsea) á eftir toppliði Manchester United. Enski boltinn 1.2.2011 21:42 Torres tilbúinn í Liverpool-leikinn: Þetta eru örlög Fernando Torres verður orðinn löglegur þegar nýja liðið hans Chelsea tekur á móti gamla liðið hans Liverpool á Stamford Bridge á sunnudaginn. Chelsea keypti Torres á 50 milljón punda í gær og það munu margir bíða spenntir eftir því hvort spænski framherjinn fái að spreyta sig í stórleiknum á sunnudaginn. Enski boltinn 1.2.2011 21:00 LeBron James besti leikmaður vikunnar í þriðja sinn í vetur LeBron James hjá Miami Heat og Zach Randolph hjá Memphis Grizzlies voru valdir bestu leikmenn síðustu viku (24. til 30. janúar) í NBA-deildinni í körfubolta, James í Austurdeildinni og Randolph í Vesturdeildinni. Körfubolti 1.2.2011 20:15 Uppsala og Solna töpuðu bæði í kvöld Íslendingaliðin Uppsala Basket og Solna Vikings töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðin eru því áfram í miðri stigatöflunni, Uppsala með 26 stig í 5. sæti og Solna með 22 stig í 6. sæti. Körfubolti 1.2.2011 20:15 Kvennalið Keflavíkur styrkir sig með serbneskum bakverði Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin um titlana í kvennakörfunni en serbneski bakvörðurinn Marina Caran mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Körfubolti 1.2.2011 19:45 Woodgate í leikmannahópnum í fyrsta sinn í 14 mánuði Jonathan Woodgate gæti leikið með Tottenham í fyrsta sinn í 14 mánuði þegar liðið mætir Blackburn á miðvikudag í ensku úrvalsdeildinni. Woodgate hefur ekki spilað frá því í nóvember á síðasta ári þegar Tottenham vann Wigan 9-1. Enski boltinn 1.2.2011 19:00 Ferguson: Ég mun hætta í fótbolta þegar ég hætti hjá United Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að hann muni hætta afskiptum sínum af fótbolta þegar hann hættir sem stjóri United. Manchester United mætir Aston Villa á Old Trafford á eftir og hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu. Enski boltinn 1.2.2011 18:30 Bilað faxtæki "lokaði" á ein félagsskipti í gær Það má oft litlu muna þegar fótboltafélög eru að reyna að ganga frá félagsskiptum rétt áður en félagsskiptaglugginn lokar og stundum kemur eitthvað óvænt upp á sem veldur því að félagsskiptaglugginn lokar áður en menn ná að ganga frá sínum félagsskiptum. Þannig var það í Þýskalandi í gærkvöldi. Fótbolti 1.2.2011 18:00 Eiður Smári fær gamla Chelsea-númerið hjá Fulham Eiður Smári Guðjohnsen mun spila númer 22 hjá Fulham en þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Fulham. Eiður Smári lék eins og kynnugt er í númer 22 þegar hann var hjá Chelsea.Eiður æfði í fyrsta sinn með Fulham í dag og verður með liðinu á móti Newcastle á Craven Cottage á morgun. Enski boltinn 1.2.2011 17:15 Meistarinn sneggstur á fyrstu æfingu ársins Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á fyrstu æfingu keppnisliða í Valencia í dag. Næst fljótastur ökumanna á 2011 bíl var Fernando Alonso á Ferrari, en mörg lið notuðu 2010 bíla til að prófa hluti fyrir þetta tímabil. Formúla 1 1.2.2011 16:44 Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Golf 1.2.2011 16:30 Carroll segir að Newcastle hafi þvingað sig til að fara til Liverpool Andy Carroll, sem í gær var seldur fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle til Liverpool, segir að forráðamenn Newcastle hafi ekki viljað gera nýjan samning við sig og gefið það sterklega í skyn að hann ætti ekki framtíð fyrir sér hjá Newcastle. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins er ósammála og segir Carroll hafa sett fram kröfur sem voru óraunhæfar. Enski boltinn 1.2.2011 16:00 Eiður Smári segir leikstíl Stoke ekki hafa hentað sér Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Fulham seint í gærkvöldi en Stoke-lánar hann til Lundúna-liðsins út þetta tímabil. Eiður Smári fékk fá tækifæri hjá Tony Pulis, stjóra Stoke, og tjáði sig um veruna hjá Stoke í viðtali hjá Sky Sports í dag. Enski boltinn 1.2.2011 15:30 Heimsmeistari nýliði hjá Williams Pastor Maldonado verður liðsmaður Williams sem ökumaður í ár ásamt Rubens Barrichello, en fyrrnefndi kappinn er frá Venúzuela og varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Williams er við æfingar á nýjum bíl á Valencia brautinni á Spáni næstu daga og 2011 bíllinn var kynntur til sögunnar. Formúla 1 1.2.2011 14:58 Gunnar Heiðar laus allra mála hjá Esbjerg Gunnar Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum hefur komist að samkomulagi við danska liðið Esbjerg um starfslokasamning. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Gunnar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Esbjerg þar sem hann lék 26 leiki og skoraði 4 mörk. Fótbolti 1.2.2011 14:38 Danski landsliðsmarkvörðurinn Landin á leið til RN Löwen Niklas Landin markvörður silfurliðs Dana á heimsmeistaramótinu í handknattleik er á förum frá danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen. Handbolti 1.2.2011 14:30 Shearer undrandi á forráðamönnum Newcastle Alan Shearer markahæsti leikmaður Newcastle frá upphafi er undrandi á forráðamönnum síns gamla liðs að selja Andy Carroll frá félaginu án þess að fá framherja til þess að fylla hans skarð. Enski boltinn 1.2.2011 13:45 Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar. Körfubolti 1.2.2011 13:04 Redknapp var hársbreidd frá því að fá Adam frá Blackpool Harry Redknapp náði ekki að styrkja Tottenham liðið áður en lokað var fyrir félagaskiptin í gær á Englandi. Redknapp var með mörg járn í eldinum og formleg tilboð bárust frá Tottenham í fyrirliða Everton Phil Neville, Charlie Adam hjá Blackpool. Redknapp sagði í dag að það hefði aðeins munað nokkrum mínútum að Adam hefði gengið í raðir Tottenham. Enski boltinn 1.2.2011 12:30 Hverjir fóru hvert? - yfirlit yfir leikmannakaup og sölur á Englandi Alls voru 34 leikmenn sem skiptu um vinnustað í gær hjá enskum fótboltaliðum. Mest fór fyrir fréttum af félagaskiptum Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea og Andy Carroll frá Newcastle til Liverpool. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir öll félagaskiptin sem staðfest eru frá því á föstudag. Enski boltinn 1.2.2011 12:00 Gabriel Obertan vill fara frá Man Utd Franski leikmaðurinn Gabriel Obertan hefur óskað eftir því að fá að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hinn 21 árs gamli Obertan var keyptur frá Bordeaux í Frakklandi fyrir um 18 mánuðum og hann gerði fjögurra ára samning á þeim tíma. Enski boltinn 1.2.2011 11:30 Schumacher vill sigur á nýjum Mercedes Michael Schumacher og Nico Rosberg verða á nýjum Mercedes Formúlu 1 bíl, sem þeir sýndu með liði sínu á Valencia brautinni í dag í fyrsta skipti. Formúla 1 1.2.2011 11:23 Ryan Giggs besti leikmaður Man Utd frá upphafi að mati stuðningsmanna Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United völdu Ryan Giggs sem besta leikmann félagsins í kosningu sem birt er í tímaritinu Inside United. Goðsagnir á borð við Eric Cantona, George Best og Sir Bobby Charlton náðu ekki að komast upp fyrir Giggs sem hefur leikið með félaginu í tvo áratugi. Enski boltinn 1.2.2011 10:50 Chelsea tapaði 13 milljörðum á síðasta rekstrarári en keypti leikmenn fyrir 13,8 í gær Það gekk mikið á í gær á leikmannamarkaðinum í ensku knattspyrnunni en á miðnætti var lokað fyrir leikmannakaup og mörg lið vildu styrkja sig fyrir lokasprettinn á Englandi. Samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá eyddu ensk félagslið um 37 milljörðum kr. í leikmannakaup í janúar 2011 eða 200 milljónum punda en árið 2010 var þessi upphæð „aðeins“ 23 milljónir punda eða 4,3 milljarðar kr. Enski boltinn 1.2.2011 10:45 « ‹ ›
Af hverju er Marta besta knattspyrnukona heims? - sjáið þetta Brasilíska knattspyrnukonan Marta hefur verið kosin besta knattspyrnukona heims undanfarin fjögur ár og það eru ekki miklar líkur á því að einhver knattspyrnukona nái henni niður af stallinum á næstunni. Fótbolti 1.2.2011 23:15
Kolbeinn valinn besti leikmaður helgarinnar í Hollandi Það kom ekki mörgum á óvart að Kolbeinn Sigþórsson skildi vera kosinn leikmaður helgarinnar í hollensku úrvalsdeildinni af hinu virta fótboltablaði Voetbal International. Fótbolti 1.2.2011 23:05
Carlo Ancelotti: Torres mun spila á móti Liverpool Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, staðfesti það í kvöld eftir 4-2 útisigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni að Fernando Torres muni spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á móti Liverpool á sunnudaginn kemur. Chelsea keypti Torres á 50 milljónir punda frá Liverpool í gær. Enski boltinn 1.2.2011 22:45
Houllier: Við töpuðum fyrir frábæru liði Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, horfði upp á sína menn tapa 3-1 á móti Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en United var komið í 1-0 eftir aðeins 50 sekúndna leik. Enski boltinn 1.2.2011 22:37
David Moyes: Fabregas átti að fá rauða spjaldið í hálfleik David Moyes, stjóri Everton, var allt annað en sáttur eftir 1-2 tap liðsins á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 1.2.2011 22:30
Wayne Rooney með tvö mörk í 3-1 sigri Manchester United Manchester United ætlar ekkert að gefa eftir í ensku úrvalsdeildinni og lék í kvöld sinn 29. deildarleik í röð án þess að tapa en 24 leikjanna hafa verið á þessu tímabili. Þetta er jöfnun á félagsmetið og United er því áfram með fimm stiga forskot á Arsenal sem vann einnig sinn leik í kvöld. Enski boltinn 1.2.2011 21:56
Chelsea og Arsenal komu bæði til baka og unnu Miðverðirnir John Terry hjá Chelsea og Laurent Koscielny hjá Arsenal skoruðu báðir mikilvæg mörk í sigrum sinna liða í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði lið voru að vinna sinn þriðja leik í röð í deildinni og eru áfram fimm stigum (Arsenal) og tíu stigum (Chelsea) á eftir toppliði Manchester United. Enski boltinn 1.2.2011 21:42
Torres tilbúinn í Liverpool-leikinn: Þetta eru örlög Fernando Torres verður orðinn löglegur þegar nýja liðið hans Chelsea tekur á móti gamla liðið hans Liverpool á Stamford Bridge á sunnudaginn. Chelsea keypti Torres á 50 milljón punda í gær og það munu margir bíða spenntir eftir því hvort spænski framherjinn fái að spreyta sig í stórleiknum á sunnudaginn. Enski boltinn 1.2.2011 21:00
LeBron James besti leikmaður vikunnar í þriðja sinn í vetur LeBron James hjá Miami Heat og Zach Randolph hjá Memphis Grizzlies voru valdir bestu leikmenn síðustu viku (24. til 30. janúar) í NBA-deildinni í körfubolta, James í Austurdeildinni og Randolph í Vesturdeildinni. Körfubolti 1.2.2011 20:15
Uppsala og Solna töpuðu bæði í kvöld Íslendingaliðin Uppsala Basket og Solna Vikings töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðin eru því áfram í miðri stigatöflunni, Uppsala með 26 stig í 5. sæti og Solna með 22 stig í 6. sæti. Körfubolti 1.2.2011 20:15
Kvennalið Keflavíkur styrkir sig með serbneskum bakverði Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin um titlana í kvennakörfunni en serbneski bakvörðurinn Marina Caran mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Körfubolti 1.2.2011 19:45
Woodgate í leikmannahópnum í fyrsta sinn í 14 mánuði Jonathan Woodgate gæti leikið með Tottenham í fyrsta sinn í 14 mánuði þegar liðið mætir Blackburn á miðvikudag í ensku úrvalsdeildinni. Woodgate hefur ekki spilað frá því í nóvember á síðasta ári þegar Tottenham vann Wigan 9-1. Enski boltinn 1.2.2011 19:00
Ferguson: Ég mun hætta í fótbolta þegar ég hætti hjá United Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að hann muni hætta afskiptum sínum af fótbolta þegar hann hættir sem stjóri United. Manchester United mætir Aston Villa á Old Trafford á eftir og hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu. Enski boltinn 1.2.2011 18:30
Bilað faxtæki "lokaði" á ein félagsskipti í gær Það má oft litlu muna þegar fótboltafélög eru að reyna að ganga frá félagsskiptum rétt áður en félagsskiptaglugginn lokar og stundum kemur eitthvað óvænt upp á sem veldur því að félagsskiptaglugginn lokar áður en menn ná að ganga frá sínum félagsskiptum. Þannig var það í Þýskalandi í gærkvöldi. Fótbolti 1.2.2011 18:00
Eiður Smári fær gamla Chelsea-númerið hjá Fulham Eiður Smári Guðjohnsen mun spila númer 22 hjá Fulham en þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Fulham. Eiður Smári lék eins og kynnugt er í númer 22 þegar hann var hjá Chelsea.Eiður æfði í fyrsta sinn með Fulham í dag og verður með liðinu á móti Newcastle á Craven Cottage á morgun. Enski boltinn 1.2.2011 17:15
Meistarinn sneggstur á fyrstu æfingu ársins Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á fyrstu æfingu keppnisliða í Valencia í dag. Næst fljótastur ökumanna á 2011 bíl var Fernando Alonso á Ferrari, en mörg lið notuðu 2010 bíla til að prófa hluti fyrir þetta tímabil. Formúla 1 1.2.2011 16:44
Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Golf 1.2.2011 16:30
Carroll segir að Newcastle hafi þvingað sig til að fara til Liverpool Andy Carroll, sem í gær var seldur fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle til Liverpool, segir að forráðamenn Newcastle hafi ekki viljað gera nýjan samning við sig og gefið það sterklega í skyn að hann ætti ekki framtíð fyrir sér hjá Newcastle. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins er ósammála og segir Carroll hafa sett fram kröfur sem voru óraunhæfar. Enski boltinn 1.2.2011 16:00
Eiður Smári segir leikstíl Stoke ekki hafa hentað sér Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Fulham seint í gærkvöldi en Stoke-lánar hann til Lundúna-liðsins út þetta tímabil. Eiður Smári fékk fá tækifæri hjá Tony Pulis, stjóra Stoke, og tjáði sig um veruna hjá Stoke í viðtali hjá Sky Sports í dag. Enski boltinn 1.2.2011 15:30
Heimsmeistari nýliði hjá Williams Pastor Maldonado verður liðsmaður Williams sem ökumaður í ár ásamt Rubens Barrichello, en fyrrnefndi kappinn er frá Venúzuela og varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Williams er við æfingar á nýjum bíl á Valencia brautinni á Spáni næstu daga og 2011 bíllinn var kynntur til sögunnar. Formúla 1 1.2.2011 14:58
Gunnar Heiðar laus allra mála hjá Esbjerg Gunnar Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum hefur komist að samkomulagi við danska liðið Esbjerg um starfslokasamning. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Gunnar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Esbjerg þar sem hann lék 26 leiki og skoraði 4 mörk. Fótbolti 1.2.2011 14:38
Danski landsliðsmarkvörðurinn Landin á leið til RN Löwen Niklas Landin markvörður silfurliðs Dana á heimsmeistaramótinu í handknattleik er á förum frá danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen. Handbolti 1.2.2011 14:30
Shearer undrandi á forráðamönnum Newcastle Alan Shearer markahæsti leikmaður Newcastle frá upphafi er undrandi á forráðamönnum síns gamla liðs að selja Andy Carroll frá félaginu án þess að fá framherja til þess að fylla hans skarð. Enski boltinn 1.2.2011 13:45
Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar. Körfubolti 1.2.2011 13:04
Redknapp var hársbreidd frá því að fá Adam frá Blackpool Harry Redknapp náði ekki að styrkja Tottenham liðið áður en lokað var fyrir félagaskiptin í gær á Englandi. Redknapp var með mörg járn í eldinum og formleg tilboð bárust frá Tottenham í fyrirliða Everton Phil Neville, Charlie Adam hjá Blackpool. Redknapp sagði í dag að það hefði aðeins munað nokkrum mínútum að Adam hefði gengið í raðir Tottenham. Enski boltinn 1.2.2011 12:30
Hverjir fóru hvert? - yfirlit yfir leikmannakaup og sölur á Englandi Alls voru 34 leikmenn sem skiptu um vinnustað í gær hjá enskum fótboltaliðum. Mest fór fyrir fréttum af félagaskiptum Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea og Andy Carroll frá Newcastle til Liverpool. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir öll félagaskiptin sem staðfest eru frá því á föstudag. Enski boltinn 1.2.2011 12:00
Gabriel Obertan vill fara frá Man Utd Franski leikmaðurinn Gabriel Obertan hefur óskað eftir því að fá að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hinn 21 árs gamli Obertan var keyptur frá Bordeaux í Frakklandi fyrir um 18 mánuðum og hann gerði fjögurra ára samning á þeim tíma. Enski boltinn 1.2.2011 11:30
Schumacher vill sigur á nýjum Mercedes Michael Schumacher og Nico Rosberg verða á nýjum Mercedes Formúlu 1 bíl, sem þeir sýndu með liði sínu á Valencia brautinni í dag í fyrsta skipti. Formúla 1 1.2.2011 11:23
Ryan Giggs besti leikmaður Man Utd frá upphafi að mati stuðningsmanna Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United völdu Ryan Giggs sem besta leikmann félagsins í kosningu sem birt er í tímaritinu Inside United. Goðsagnir á borð við Eric Cantona, George Best og Sir Bobby Charlton náðu ekki að komast upp fyrir Giggs sem hefur leikið með félaginu í tvo áratugi. Enski boltinn 1.2.2011 10:50
Chelsea tapaði 13 milljörðum á síðasta rekstrarári en keypti leikmenn fyrir 13,8 í gær Það gekk mikið á í gær á leikmannamarkaðinum í ensku knattspyrnunni en á miðnætti var lokað fyrir leikmannakaup og mörg lið vildu styrkja sig fyrir lokasprettinn á Englandi. Samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá eyddu ensk félagslið um 37 milljörðum kr. í leikmannakaup í janúar 2011 eða 200 milljónum punda en árið 2010 var þessi upphæð „aðeins“ 23 milljónir punda eða 4,3 milljarðar kr. Enski boltinn 1.2.2011 10:45