Sport Hughton tekur líklega við WBA Chris Hughton verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins WBA en hann var rekinn frá Newcastle fyrr í vetur. Talið er að forráðamenn WBA greini frá ráðningu hans í dag en WBA hefur verið í viðræðum við Hughton undanfarna daga. Enski boltinn 10.2.2011 09:30 Cleveland tapaði 26. leiknum í röð og jafnaði met Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum. Körfubolti 10.2.2011 09:00 Adriano neitaði að blása í áfengismæli og missti prófið Brasilíski framherjinn Adriano er manna duglegastur að koma sér í vandræði utan vallar og nú síðast missti hann bílprófið þegar hann var heima í Brasilíu. Adriano er nýkominn aftur til Ítalíu til að spila með Roma en var í Brasilíu í meðferð vegna axlarmeiðsla. Fótbolti 9.2.2011 23:45 Lampard hrósaði Wilshere Frank Lampard bar fyrirliðabandið hjá Englandi í fyrsta skipti á ferlinum í kvöld er England sótti Dani heim á Parken. England vann leikinn, 1-2. Fótbolti 9.2.2011 23:19 West Ham að vinna kapphlaupið um Ólympíuleikvanginn BBC-fréttastofan greindi frá því í kvöld að West Ham hefði unnið slaginn um Ólympíuleikvanginn í London og félagið tæki því við vellinum eftir ÓL árið 2012. Enski boltinn 9.2.2011 22:45 Hrafn: Stjarnfræðilega lélegur fyrri hálfleikur hjá okkur „Ég er alveg hundfúll en það má segja að við höfum lagt grunninn af þessu tapi með stjarnfræðilega lélegum fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn Hamar í kvöld en leiknum lauk með öruggum sigri Hamars 54-65. Körfubolti 9.2.2011 22:30 Ágúst: Höfðum yfirhöndina allan leikinn „Þetta var ekki mjög fallegur körfuboltaleikur,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir sigurinn í kvöld. Hamar hélt áfram uppteknum hætti í Iceland-Express deild kvenna þegar þær unnu KR ,54-65, í 15.umferð. Hamarsstúlkur eru enn taplausar í deildinni og eru með 30 stig í efsta sætinu. Körfubolti 9.2.2011 22:15 England lagði Dani - Messi hafði betur gegn Ronaldo Ashley Young tryggði Englandi sigur á Dönum á Parken, 1-2, eftir að Englandi hafði lent undir í leiknum er Daniel Agger skoraði fyrir Dani. Fótbolti 9.2.2011 22:04 Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Körfubolti 9.2.2011 21:58 Arnór markahæstur í enn einum sigri AGK Íslendingaliðið AG Köbenhavn er enn á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir fínan útisigur á AaB, 26-31. Handbolti 9.2.2011 21:32 Berlin heldur áfram að elta Hamburg Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og komu Íslendingar við sögu í fjórum leikjanna. Topplið Hamburg vann öruggan sigur á Wetzlar. Handbolti 9.2.2011 21:05 Hamar hefndi fyrir bikartapið Kvennalið Hamars hefndi fyrir tapið gegn KR í bikarnum um helgina með því að vinna sannfærandi sigur á KR í deildinni vestur í bæ í kvöld. Körfubolti 9.2.2011 21:04 Ragnar á leið til æfinga hjá Emsdetten Handknattleikskappinn Ragnar Snær Njálsson verður líklega ekki áfram í herbúðum þýska C-deildarliðsins Bad Neustadt og ekki er loku fyrir það skotið að hann endi í herbúðum Íslendingaliðsins Emsdetten. Handbolti 9.2.2011 20:00 Heidfeld kallaður til æfinga sem mögulegur staðgengill Kubica Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið beðinn að prófa Lotus Renault sem mögulegur staðgengill Robert Kubica hjá liðinu, samkvæmt tilkynningu frá liðinu. Liðið æfir Jerez brautinni á Spáni í fjóra daga í þessari viku. Kubica meiddist eins og kunnungt er í óhappi á s.l. sunnudag og verður frá keppni þar til annað kemur í ljós. Formúla 1 9.2.2011 19:53 Tollverðir eyðilögðu HM-skyrtu Trezeguet frá 1998 HM-treyja Frakkans David Trezeguet frá því í úrslitaleik HM 1998 var eyðilögð af tollvörðum í Frakklandi á leið sinni til manns sem hafði borgað 7350 evrur fyrir treyjuna eða 1,1 milljón íslenskra króna. Fótbolti 9.2.2011 19:15 Zlatan Ibrahimovic: Er að gera út af við mig á öllum þessum hlaupum Zlatan Ibrahimovic kvartar mikið undan álaginu hjá AC Milan en þessi snjalli sænski knattspyrnumaður á mikinn þátt í frábæru gengi liðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Zlatan kom til AC Milan frá Barcelona fyrir tímabilið og hefur skorað 13 mörk og gefið 10 stoðsendingar í 22 leikjum í ítölsku A-deildinni í vetur. AC Milan er á toppnum. Fótbolti 9.2.2011 18:30 Mario Gomez: Chelsea bauð 42 milljónir evra í mig í janúar Mario Gomez, framherji Bayern Munchen, segir að Chelsea hafi reynt að kaupa sig frá þýska liðinu í janúarglugganum. Bayern hafnaði tilboði Chelsea upp á 35,7 milljónir punda og keypti í staðinn Fernando Torres fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool. Enski boltinn 9.2.2011 17:45 James Hurst lék vel með 19 ára landsliði Englendinga í gær James Hurst, fyrrum leikmaður Eyjamanna, átti mjög góðan leik í hægri bakverðinum þegar 19 ára landslið Englendinga mætti Þjóðverjum í vináttulandsleik í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 1-0 en spilað var á heimavelli Chesterfield. Fótbolti 9.2.2011 17:00 Vieira: Tevez er eins góður og Thierry Henry var Patrick Vieira hrósaði Carlos Tevez mikið í viðtali við Daily Star í dag og segir að Argentínumaðurinn sé jafnmikivægur fyrir Manchester City og Frakkinn Thierry Henry var fyrir Arsenal á sínum tíma. Henry raðaði inn mörkum á meðan Arsenal raðaði inn titlum á átta árum hans hjá félaginu. Enski boltinn 9.2.2011 16:30 Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma. Enski boltinn 9.2.2011 16:00 Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. Formúla 1 9.2.2011 15:42 Bendtner: Walcott-sagan má ekki endurtaka sig með Wilshere Daninn Nicklas Bendtner hefur varað Englendinga við því að þeir verða að fara betur með Jack Wilshere en þeir gerðu með Theo Walcott á sínum tíma. Wilshere byrjar inn á í fyrsta sinn með enska landsliðinu á móti Dönum í kvöld. Enski boltinn 9.2.2011 15:30 Ný auglýsing Njarðvíkinga: Ekkert klísturskjaftæði hér - myndband Njarðvíkingar eru búnir að hysja upp um sig buxurnar og farnir að vinna leiki í Iceland Express deild karla. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið upp úr fallsæti og upp í 9. sæti í deildinni. Það er því léttara yfir mönnum og það má nú sjá dæmi um það inn á Youtube-vefnum. Körfubolti 9.2.2011 15:00 Bent og Rooney byrja líklega saman frammi á móti Dönum Darren Bent fær væntanlega tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Dönum í kvöld en Fabio Capello mun líklega tefla fram honum og Wayne Rooney saman í framlínu enska liðsins á Parken. Enski boltinn 9.2.2011 13:30 Björgvin Hólmgeirsson dæmdur í eins leiks bann Björgvin Þór Hólmgeirsson verður ekki með Haukaliðinu á móti HK í N1 deild karla á morgun því hann var dæmdur í eins leiks bann af Aganefnd HSÍ í gær. Handbolti 9.2.2011 13:00 Stelur Manchester United þessum strák af Porto? - myndband Honum hefur verið líkt við Lionel Messi og þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum heims. Hinn 17 ára gamli Juan Manuel Iturbe hefur farið á kostum með argentínska 20 ára landsliðinu í Suður-Ameríkukeppni 20 ára og yngri sem nú stendur yfir í Perú. Enski boltinn 9.2.2011 12:30 Tíu íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferðinni í Evrópu á næstunni Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn verða á ferð um Evrópu næstu helgar í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins. Tíu aðilar, þrjú dómarapör og fjórir eftirlitsmenn hafa fengið úthlutað verkefni á næstunni. Handbolti 9.2.2011 12:00 Capello líkir Jack Wilshere við Baresi, Maldini og Raúl Jack Wilshire, miðjumaður Arsenal, verður í fyrsta sinn í byrjunarliði enska landsliðsins í kvöld þegar Englendingar mæta Dönum í vináttulandsleik á Parken í Kaupmannahöfn. Fabio Capello hefur mikla trú á stráknum og ætlar að byggja enska landsliðið í kringum hann. Enski boltinn 9.2.2011 11:30 Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina. Fótbolti 9.2.2011 10:53 Richard Keys og Andy Gray komnir með nýjan spjallþátt - í útvarpi Andy Gray og Richard Keys hafa fundið sér nýja vinnu eftir að Sky-Sjónvarpsstöðin rak þá á dögunum fyrir karlrembu ummæli sín um kvenkyns-dómara. Atvikið gerðist utan útsendingar á leik Wolves og Liverpool þegar Sian Massey var aðstoðardómari. Enski boltinn 9.2.2011 10:45 « ‹ ›
Hughton tekur líklega við WBA Chris Hughton verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins WBA en hann var rekinn frá Newcastle fyrr í vetur. Talið er að forráðamenn WBA greini frá ráðningu hans í dag en WBA hefur verið í viðræðum við Hughton undanfarna daga. Enski boltinn 10.2.2011 09:30
Cleveland tapaði 26. leiknum í röð og jafnaði met Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum. Körfubolti 10.2.2011 09:00
Adriano neitaði að blása í áfengismæli og missti prófið Brasilíski framherjinn Adriano er manna duglegastur að koma sér í vandræði utan vallar og nú síðast missti hann bílprófið þegar hann var heima í Brasilíu. Adriano er nýkominn aftur til Ítalíu til að spila með Roma en var í Brasilíu í meðferð vegna axlarmeiðsla. Fótbolti 9.2.2011 23:45
Lampard hrósaði Wilshere Frank Lampard bar fyrirliðabandið hjá Englandi í fyrsta skipti á ferlinum í kvöld er England sótti Dani heim á Parken. England vann leikinn, 1-2. Fótbolti 9.2.2011 23:19
West Ham að vinna kapphlaupið um Ólympíuleikvanginn BBC-fréttastofan greindi frá því í kvöld að West Ham hefði unnið slaginn um Ólympíuleikvanginn í London og félagið tæki því við vellinum eftir ÓL árið 2012. Enski boltinn 9.2.2011 22:45
Hrafn: Stjarnfræðilega lélegur fyrri hálfleikur hjá okkur „Ég er alveg hundfúll en það má segja að við höfum lagt grunninn af þessu tapi með stjarnfræðilega lélegum fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn Hamar í kvöld en leiknum lauk með öruggum sigri Hamars 54-65. Körfubolti 9.2.2011 22:30
Ágúst: Höfðum yfirhöndina allan leikinn „Þetta var ekki mjög fallegur körfuboltaleikur,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir sigurinn í kvöld. Hamar hélt áfram uppteknum hætti í Iceland-Express deild kvenna þegar þær unnu KR ,54-65, í 15.umferð. Hamarsstúlkur eru enn taplausar í deildinni og eru með 30 stig í efsta sætinu. Körfubolti 9.2.2011 22:15
England lagði Dani - Messi hafði betur gegn Ronaldo Ashley Young tryggði Englandi sigur á Dönum á Parken, 1-2, eftir að Englandi hafði lent undir í leiknum er Daniel Agger skoraði fyrir Dani. Fótbolti 9.2.2011 22:04
Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Körfubolti 9.2.2011 21:58
Arnór markahæstur í enn einum sigri AGK Íslendingaliðið AG Köbenhavn er enn á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir fínan útisigur á AaB, 26-31. Handbolti 9.2.2011 21:32
Berlin heldur áfram að elta Hamburg Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og komu Íslendingar við sögu í fjórum leikjanna. Topplið Hamburg vann öruggan sigur á Wetzlar. Handbolti 9.2.2011 21:05
Hamar hefndi fyrir bikartapið Kvennalið Hamars hefndi fyrir tapið gegn KR í bikarnum um helgina með því að vinna sannfærandi sigur á KR í deildinni vestur í bæ í kvöld. Körfubolti 9.2.2011 21:04
Ragnar á leið til æfinga hjá Emsdetten Handknattleikskappinn Ragnar Snær Njálsson verður líklega ekki áfram í herbúðum þýska C-deildarliðsins Bad Neustadt og ekki er loku fyrir það skotið að hann endi í herbúðum Íslendingaliðsins Emsdetten. Handbolti 9.2.2011 20:00
Heidfeld kallaður til æfinga sem mögulegur staðgengill Kubica Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið beðinn að prófa Lotus Renault sem mögulegur staðgengill Robert Kubica hjá liðinu, samkvæmt tilkynningu frá liðinu. Liðið æfir Jerez brautinni á Spáni í fjóra daga í þessari viku. Kubica meiddist eins og kunnungt er í óhappi á s.l. sunnudag og verður frá keppni þar til annað kemur í ljós. Formúla 1 9.2.2011 19:53
Tollverðir eyðilögðu HM-skyrtu Trezeguet frá 1998 HM-treyja Frakkans David Trezeguet frá því í úrslitaleik HM 1998 var eyðilögð af tollvörðum í Frakklandi á leið sinni til manns sem hafði borgað 7350 evrur fyrir treyjuna eða 1,1 milljón íslenskra króna. Fótbolti 9.2.2011 19:15
Zlatan Ibrahimovic: Er að gera út af við mig á öllum þessum hlaupum Zlatan Ibrahimovic kvartar mikið undan álaginu hjá AC Milan en þessi snjalli sænski knattspyrnumaður á mikinn þátt í frábæru gengi liðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Zlatan kom til AC Milan frá Barcelona fyrir tímabilið og hefur skorað 13 mörk og gefið 10 stoðsendingar í 22 leikjum í ítölsku A-deildinni í vetur. AC Milan er á toppnum. Fótbolti 9.2.2011 18:30
Mario Gomez: Chelsea bauð 42 milljónir evra í mig í janúar Mario Gomez, framherji Bayern Munchen, segir að Chelsea hafi reynt að kaupa sig frá þýska liðinu í janúarglugganum. Bayern hafnaði tilboði Chelsea upp á 35,7 milljónir punda og keypti í staðinn Fernando Torres fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool. Enski boltinn 9.2.2011 17:45
James Hurst lék vel með 19 ára landsliði Englendinga í gær James Hurst, fyrrum leikmaður Eyjamanna, átti mjög góðan leik í hægri bakverðinum þegar 19 ára landslið Englendinga mætti Þjóðverjum í vináttulandsleik í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 1-0 en spilað var á heimavelli Chesterfield. Fótbolti 9.2.2011 17:00
Vieira: Tevez er eins góður og Thierry Henry var Patrick Vieira hrósaði Carlos Tevez mikið í viðtali við Daily Star í dag og segir að Argentínumaðurinn sé jafnmikivægur fyrir Manchester City og Frakkinn Thierry Henry var fyrir Arsenal á sínum tíma. Henry raðaði inn mörkum á meðan Arsenal raðaði inn titlum á átta árum hans hjá félaginu. Enski boltinn 9.2.2011 16:30
Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma. Enski boltinn 9.2.2011 16:00
Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. Formúla 1 9.2.2011 15:42
Bendtner: Walcott-sagan má ekki endurtaka sig með Wilshere Daninn Nicklas Bendtner hefur varað Englendinga við því að þeir verða að fara betur með Jack Wilshere en þeir gerðu með Theo Walcott á sínum tíma. Wilshere byrjar inn á í fyrsta sinn með enska landsliðinu á móti Dönum í kvöld. Enski boltinn 9.2.2011 15:30
Ný auglýsing Njarðvíkinga: Ekkert klísturskjaftæði hér - myndband Njarðvíkingar eru búnir að hysja upp um sig buxurnar og farnir að vinna leiki í Iceland Express deild karla. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið upp úr fallsæti og upp í 9. sæti í deildinni. Það er því léttara yfir mönnum og það má nú sjá dæmi um það inn á Youtube-vefnum. Körfubolti 9.2.2011 15:00
Bent og Rooney byrja líklega saman frammi á móti Dönum Darren Bent fær væntanlega tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Dönum í kvöld en Fabio Capello mun líklega tefla fram honum og Wayne Rooney saman í framlínu enska liðsins á Parken. Enski boltinn 9.2.2011 13:30
Björgvin Hólmgeirsson dæmdur í eins leiks bann Björgvin Þór Hólmgeirsson verður ekki með Haukaliðinu á móti HK í N1 deild karla á morgun því hann var dæmdur í eins leiks bann af Aganefnd HSÍ í gær. Handbolti 9.2.2011 13:00
Stelur Manchester United þessum strák af Porto? - myndband Honum hefur verið líkt við Lionel Messi og þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum heims. Hinn 17 ára gamli Juan Manuel Iturbe hefur farið á kostum með argentínska 20 ára landsliðinu í Suður-Ameríkukeppni 20 ára og yngri sem nú stendur yfir í Perú. Enski boltinn 9.2.2011 12:30
Tíu íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferðinni í Evrópu á næstunni Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn verða á ferð um Evrópu næstu helgar í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins. Tíu aðilar, þrjú dómarapör og fjórir eftirlitsmenn hafa fengið úthlutað verkefni á næstunni. Handbolti 9.2.2011 12:00
Capello líkir Jack Wilshere við Baresi, Maldini og Raúl Jack Wilshire, miðjumaður Arsenal, verður í fyrsta sinn í byrjunarliði enska landsliðsins í kvöld þegar Englendingar mæta Dönum í vináttulandsleik á Parken í Kaupmannahöfn. Fabio Capello hefur mikla trú á stráknum og ætlar að byggja enska landsliðið í kringum hann. Enski boltinn 9.2.2011 11:30
Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina. Fótbolti 9.2.2011 10:53
Richard Keys og Andy Gray komnir með nýjan spjallþátt - í útvarpi Andy Gray og Richard Keys hafa fundið sér nýja vinnu eftir að Sky-Sjónvarpsstöðin rak þá á dögunum fyrir karlrembu ummæli sín um kvenkyns-dómara. Atvikið gerðist utan útsendingar á leik Wolves og Liverpool þegar Sian Massey var aðstoðardómari. Enski boltinn 9.2.2011 10:45