Sport

Hughton tekur líklega við WBA

Chris Hughton verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins WBA en hann var rekinn frá Newcastle fyrr í vetur. Talið er að forráðamenn WBA greini frá ráðningu hans í dag en WBA hefur verið í viðræðum við Hughton undanfarna daga.

Enski boltinn

Cleveland tapaði 26. leiknum í röð og jafnaði met

Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum.

Körfubolti

Adriano neitaði að blása í áfengismæli og missti prófið

Brasilíski framherjinn Adriano er manna duglegastur að koma sér í vandræði utan vallar og nú síðast missti hann bílprófið þegar hann var heima í Brasilíu. Adriano er nýkominn aftur til Ítalíu til að spila með Roma en var í Brasilíu í meðferð vegna axlarmeiðsla.

Fótbolti

Lampard hrósaði Wilshere

Frank Lampard bar fyrirliðabandið hjá Englandi í fyrsta skipti á ferlinum í kvöld er England sótti Dani heim á Parken. England vann leikinn, 1-2.

Fótbolti

Hrafn: Stjarnfræðilega lélegur fyrri hálfleikur hjá okkur

„Ég er alveg hundfúll en það má segja að við höfum lagt grunninn af þessu tapi með stjarnfræðilega lélegum fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn Hamar í kvöld en leiknum lauk með öruggum sigri Hamars 54-65.

Körfubolti

Ágúst: Höfðum yfirhöndina allan leikinn

„Þetta var ekki mjög fallegur körfuboltaleikur,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir sigurinn í kvöld. Hamar hélt áfram uppteknum hætti í Iceland-Express deild kvenna þegar þær unnu KR ,54-65, í 15.umferð. Hamarsstúlkur eru enn taplausar í deildinni og eru með 30 stig í efsta sætinu.

Körfubolti

Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri

Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn.

Körfubolti

Ragnar á leið til æfinga hjá Emsdetten

Handknattleikskappinn Ragnar Snær Njálsson verður líklega ekki áfram í herbúðum þýska C-deildarliðsins Bad Neustadt og ekki er loku fyrir það skotið að hann endi í herbúðum Íslendingaliðsins Emsdetten.

Handbolti

Heidfeld kallaður til æfinga sem mögulegur staðgengill Kubica

Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið beðinn að prófa Lotus Renault sem mögulegur staðgengill Robert Kubica hjá liðinu, samkvæmt tilkynningu frá liðinu. Liðið æfir Jerez brautinni á Spáni í fjóra daga í þessari viku. Kubica meiddist eins og kunnungt er í óhappi á s.l. sunnudag og verður frá keppni þar til annað kemur í ljós.

Formúla 1

Zlatan Ibrahimovic: Er að gera út af við mig á öllum þessum hlaupum

Zlatan Ibrahimovic kvartar mikið undan álaginu hjá AC Milan en þessi snjalli sænski knattspyrnumaður á mikinn þátt í frábæru gengi liðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Zlatan kom til AC Milan frá Barcelona fyrir tímabilið og hefur skorað 13 mörk og gefið 10 stoðsendingar í 22 leikjum í ítölsku A-deildinni í vetur. AC Milan er á toppnum.

Fótbolti

Vieira: Tevez er eins góður og Thierry Henry var

Patrick Vieira hrósaði Carlos Tevez mikið í viðtali við Daily Star í dag og segir að Argentínumaðurinn sé jafnmikivægur fyrir Manchester City og Frakkinn Thierry Henry var fyrir Arsenal á sínum tíma. Henry raðaði inn mörkum á meðan Arsenal raðaði inn titlum á átta árum hans hjá félaginu.

Enski boltinn

Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni

Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma.

Enski boltinn

Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica

Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn.

Formúla 1

Capello líkir Jack Wilshere við Baresi, Maldini og Raúl

Jack Wilshire, miðjumaður Arsenal, verður í fyrsta sinn í byrjunarliði enska landsliðsins í kvöld þegar Englendingar mæta Dönum í vináttulandsleik á Parken í Kaupmannahöfn. Fabio Capello hefur mikla trú á stráknum og ætlar að byggja enska landsliðið í kringum hann.

Enski boltinn

Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg

Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina.

Fótbolti