Kvennalið Hamars hefndi fyrir tapið gegn KR í bikarnum um helgina með því að vinna sannfærandi sigur á KR í deildinni vestur í bæ í kvöld.
Jaleesa Butler fór algjörlega á kostum hjá Hamri en Margrét Kara var sterkust í KR-liðinu.
Keflavík vann síðan fínan útisigur á Haukum og er í öðru sæti A-riðils á meðan Hamar er efst á toppnum.
Úrslit:
Haukar-Keflavík 53-74 (19-22, 9-23, 14-12, 11-17)
Haukar: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 19/13 fráköst, Kathleen Patricia Snodgrass 16/14 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 6, Íris Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Margrét Rósa Hálfdánardótir 2.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 15/4 fráköst, Jacquline Adamshick 15/12 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Marina Caran 4/6 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2.
KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)
KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst/5 stolnir, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1.
Hamar: Jaleesa Butler 29/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir/6 varin skot, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/4 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3.