Handbolti

Berlin heldur áfram að elta Hamburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur og félagar unnu fínan sigur í kvöld.
Guðmundur og félagar unnu fínan sigur í kvöld.

Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og komu Íslendingar við sögu í fjórum leikjanna. Topplið Hamburg vann öruggan sigur á Wetzlar.

Lið Dags Sigurðssonar, Fuchse Berlin, er þrem stigum á eftir Hanmburg en Berlin lagði Rheinland. Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Berlin og Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk fyrir Rheinland.

Rhein-Neckar Löwen vann fimm marka sigur á Ahlen-Hamm þar sem Guðjón Valur sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Löwen. Ólafur Stefánsson lék ekki með Löwen vegna meiðsla.

Einar Hólmgeirsson var afar sterkur í liði Ahlen-Hamm og skoraði sjö mörk og minnti á sig fyrir framan landsliðsþjálfarann, Guðmund Guðmundsson.

Vignir Svavarsson skoraði sex mörk fyrir Hannover, Ásgeir Örn Hallgrímsson þrjú og Hannes Jón Jónsson tvö er liði steinlá gegn Flensburg.

Þórir Ólafsson og félagar í Lubbecke unnu fínan útisigur á Melsungen þar sem Þórir komst ekki á blað aldrei þessu vant.

Úrslit:

Fuchse Berlin-Rheinland  33-28

Melsungen-TuS N Lubbecke  30-33

Flensburg-Hannover  36-26

Rhein-Neckar Löwen-Ahlen Hamm  33-28

Hamburg-wetzlar  35-27




Fleiri fréttir

Sjá meira


×