Sport

Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf

Gylfi Þór Sigurðsson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim síðan 5. febrúar þegar liðið tapaði 0-2 á útivelli á móti botnliði Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf rúmum hálftíma fyrir leikslok.

Fótbolti

Kenny Dalglish: Þetta snýst ekki allt bara um Rooney

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að sýnir menn geti ekki leyft sér að leggja alla áherslu á það að stoppa Wayne Rooney í stórleiknum á móti Manchester United á morgun. Rooney hefur fundið skotskóna sína í síðustu leikjum og hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Enski boltinn

ÍR með fjögur mörk og sigur gegn Stjörnunni

ÍR vann 4-3 sigur á Pepsi-deildarliði Stjörnunnar í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Árni Freyr Guðnason tryggði ÍR-ingum sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma effir að Stjarnan hafði verið 3-2 yfir þegar fimm mínútur voru eftir.

Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir komust ekki til Eyja

Leik ÍBV og Fram í N1 deild kvenna í handbolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þangað til á morgun. Nýkrýndir bikarmeistarar Framara komust ekki til Vestmannaeyjar vegna ófærðar og því varð að fresta leiknum um sólarhring.

Handbolti

Birmingham tapaði 1-3 fyrir WBA á heimavelli

Nýkrýndir deildarbikarmeistarar Birmingham voru skotnir niður á jörðina þegar þeir töpuðu 1-3 á heimavelli á móti West Bromwich Albion í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Birmingham eftir sigurinn á Arsenal á Wembley í úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn og tapið getur verið þeim dýrkeypt í harðri fallbaráttu deildarinnar.

Enski boltinn

Nasri: Arsenal verður enskur meistari

Samir Nasri, franski miðjumaðurinn hjá Arsenal, telur að Arsenal sé í dag það lið sem eigi mesta möguleikana á því að verða enskur meistari í vor og ástæðan sé sú að liðið eigi eftir léttustu leikjadagskrána. Arsenal getur minnkað forskot Manchester United í eitt stig með sigri á Sunderland í dag.

Enski boltinn

FIFA búið að banna hálsböndin

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að banna nýjasta tískufyrirbærið í enska boltanum því hálsböndin, kölluð "snoods" upp á enska tungu, verða bönnuð frá og með 1. júlí í sumar.

Enski boltinn

Yaya Toure kemur til varnar bróður sínum

Yaya Toure, bróðir og liðsfélagi Kolo Toure hjá Manchester City, hefur tjáð sig um það að Kolo Toure hafi fallið á lyfjprófi. Yaya Toure segir að bróður sinn sé heill á geðsmunum og hafi því ekki tekið nein ólögleg lyf.

Enski boltinn

Scott Parker og Arsene Wenger valdir bestir í febrúar

Scott Parker, miðjumaður West Ham og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, voru gær valdir besti leikmaðurinn og besti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni í febrúar en það er sérstök nefnd á vegum deildarinnar sem ákveður hverjir hljóta þessi mánaðarlegu verðlaun.

Enski boltinn

NBA: San Antonio vann 30 stiga sigur á Miami

San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma.

Körfubolti

Katrín jafnaði met Rúnars

Katrín Jónsdóttir jafnaði í gær met Rúnars Kristinssonar er hún lék sinn 104. A-landsleik þegar Ísland vann Kína, 2-1, á Algarve Cup. Rúnar lék á sínum tíma jafn marga leiki með A-landsliði karla. Hún getur bætt metið þegar að Ísland mætir Danmörku á mánudaginn.

Fótbolti

Ætla að vera áfram í Þýskalandi

Eftir sex góð ár hjá TuS N-Lübbecke er hornamaðurinn knái Þórir Ólafsson á förum frá liðinu. Honum var tjáð af stjórnarmanni félagsins að hann fengi ekki nýjan samning hjá félaginu þar sem hann hefur verið fyrirliði síðustu tvö ár.

Handbolti

Spjaldaglaðasti dómari HM-sögunnar fyrirlesari hjá íslenskum dómurum

Um helgina fer fram árleg landsdómararáðstefna sem er hluti af undirbúningi dómara fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum. Dómarar hafa verið við æfingar frá því 1. nóvember undir stjórn Egils Eiðssonar en auk þess hafa kennarar og nemendur úr Háskólanum í Reykjavík komið að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Dortmund enn á sigurbraut

Michael Rensing átti stórleik í marki Köln í kvöld en náði þó ekki að koma í veg fyrir enn einn sigur Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á eftir þeim

"Við vorum strax tveimur skrefum á eftir þeim,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. Snæfellingar voru teknir í bakaríið í kvöld þegar Stjarnan sigraði þá örugglega 94-80 í 20. umferð Iceland-Express deild karla.

Körfubolti

Teitur: Besti leikurinn okkar á tímabilinu

"Þessi sigur var aldrei í hættu og líklega besti leikur okkar á tímabilinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan bar sigur úr býtum gegn Íslandsmeisturum Snæfells, 94-80, í 20. umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund

Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna.

Körfubolti

Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum

Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins.

Fótbolti

Ancelotti búinn að ræða við Roma

Fyrrum félagi Carlo Ancelotti hjá ítalska landsliðinu, Ruggerio Rizzitelli, heldur því fram í dag að Ancelotti sé þegar búinn að ræða við forráðamenn Roma um þann möguleika að taka við liðinu.

Enski boltinn

Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur.

Íslenski boltinn