Stjarnan lagði topplið Snæfells - KFÍ fallið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2011 21:04 Justin Shouse skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. Mynd/Valli Allt útlit er fyrir hörskuspennandi baráttu um deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla eftir að toppliðið, Snæfell, tapaði fyrir Stjörnunni á útivelli í kvöld, 94-80. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld. Njarðvík vann góðan útisigur á Haukum, 80-72, og Keflavík pakkaði saman KFÍ á heimavelli, 123-87. Tapið þýðir að KFÍ er fallið í 1. deildina en liðið er í neðsta sætinu með átta stig en liðið hefur tapað öllum tíu leikjum sínum á útivelli í vetur. Snæfell er þó enn á toppi deildarinnar með 32 stig, tveimur meira en KR en tvær umferðir eru eftir af deildinni. KR tekur einmitt á móti Snæfelli í lokaumferðinni og má gera ráð fyrir að úrslitin um deildarmeistaratitilinn ráðist í þeim leik. Í millitíðinni mætir Snæfell liði Hamars og KR-ingar etja kappi við ÍR-inga í Reykjavíkurslag. Báðir leikir fara fram á sunnudaginn en lokaumferðin svo á fimmtudaginn næstkomandi. Staðan í hálfleik í Garðabænum í kvöld var 46-36, Stjörnunni í vil, en nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi síðar í kvöld. Njarðvík fylgdi eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð með því að vinna Hauka í kvöld. Staðan í hálfleik var 41-37, Njarðvíkingum í vil, en þeir héldu forystunni allt til loka þó svo að Haukarnir hafi aldrei verið langt undan. Njarðvíkingar fóru langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú með átján stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur meira en Tindastóll og Fjölnir sem eru í 9.-10. sæti deildarinnar. Haukar eru enn með sextán stig í áttunda sætinu. Giordan Watson var frábær gegn Keflvíkingum og endurtók leikinn í kvöld Hann skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Tölfræði allra leikja kvöldsins má sjá neðst í greininni, sem og stöðu deildarinnar og þá leiki sem liðin eiga eftir fram að úrslitakeppni. Sigur Keflavíkur á KFÍ var öruggur eins og tölurnar bera með sér en alls skoruðu heimamenn 54 stig í fyrri hálfleik gegn 37 frá gestunum að vestan. Úrslit kvöldsins:Keflavík-KFÍ 123-87 (54-37)Keflavík: Thomas Sanders 23/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Gunnar Einarsson 16/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Andrija Ciric 15, Gunnar H. Stefánsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/13 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Magnús Þór Gunnarsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 2/6 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4 fráköst/3 varin skot.KFÍ: Nebojsa Knezevic 26/4 fráköst, Craig Schoen 23, Ari Gylfason 11, Carl Josey 10, Richard McNutt 7/12 fráköst/4 varin skot, Darco Milosevic 5, Pance Ilievski 3, Marco Milicevic 2.Stjarnan-Snæfell 94-80 (46-36)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.Haukar-Njarðvík 72-80 (37-41)Haukar: Semaj Inge 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Gerald Robinson 13/14 fráköst, Haukur Óskarsson 12, Sveinn Ómar Sveinsson 8/5 fráköst, Örn Sigurðarson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 4/5 fráköst, Emil Barja 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4/4 fráköst.Njarðvík: Giordan Watson 33/7 fráköst/9 stoðsendingar, Nenad Tomasevic 14/7 fráköst, Melzie Jonathan Moore 12/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 7, Friðrik E. Stefánsson 6/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Páll Kristinsson 2/4 varin skot.Staðan í deildinni: 1. Snæfell 32 stig 2. KR 30 3. Grindavík 28 4. Keflavík 28 5. Stjarnan 22 6. ÍR 18 7. Njarðvík 18 8. Haukar 16 -- 9. Tindastóll 14 10. Fjölnir 14 -- 11. Hamar 12 12. KFÍ 8Síðustu tvær umferðirnar:Sunnudag: Snæfell - Hamar ÍR - KR KFÍ - NjarðvíkMánudag: Grindavík - Fjölnir Tindastóll - Keflavík Stjarnan - HaukarFimmtudag: Njarðvík - Tindastóll Keflavík - Grindavík Fjölnir - ÍR KR - Snæfell Hamar - Stjarnan Haukar - KFÍ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Allt útlit er fyrir hörskuspennandi baráttu um deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla eftir að toppliðið, Snæfell, tapaði fyrir Stjörnunni á útivelli í kvöld, 94-80. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld. Njarðvík vann góðan útisigur á Haukum, 80-72, og Keflavík pakkaði saman KFÍ á heimavelli, 123-87. Tapið þýðir að KFÍ er fallið í 1. deildina en liðið er í neðsta sætinu með átta stig en liðið hefur tapað öllum tíu leikjum sínum á útivelli í vetur. Snæfell er þó enn á toppi deildarinnar með 32 stig, tveimur meira en KR en tvær umferðir eru eftir af deildinni. KR tekur einmitt á móti Snæfelli í lokaumferðinni og má gera ráð fyrir að úrslitin um deildarmeistaratitilinn ráðist í þeim leik. Í millitíðinni mætir Snæfell liði Hamars og KR-ingar etja kappi við ÍR-inga í Reykjavíkurslag. Báðir leikir fara fram á sunnudaginn en lokaumferðin svo á fimmtudaginn næstkomandi. Staðan í hálfleik í Garðabænum í kvöld var 46-36, Stjörnunni í vil, en nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi síðar í kvöld. Njarðvík fylgdi eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð með því að vinna Hauka í kvöld. Staðan í hálfleik var 41-37, Njarðvíkingum í vil, en þeir héldu forystunni allt til loka þó svo að Haukarnir hafi aldrei verið langt undan. Njarðvíkingar fóru langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú með átján stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur meira en Tindastóll og Fjölnir sem eru í 9.-10. sæti deildarinnar. Haukar eru enn með sextán stig í áttunda sætinu. Giordan Watson var frábær gegn Keflvíkingum og endurtók leikinn í kvöld Hann skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Tölfræði allra leikja kvöldsins má sjá neðst í greininni, sem og stöðu deildarinnar og þá leiki sem liðin eiga eftir fram að úrslitakeppni. Sigur Keflavíkur á KFÍ var öruggur eins og tölurnar bera með sér en alls skoruðu heimamenn 54 stig í fyrri hálfleik gegn 37 frá gestunum að vestan. Úrslit kvöldsins:Keflavík-KFÍ 123-87 (54-37)Keflavík: Thomas Sanders 23/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Gunnar Einarsson 16/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Andrija Ciric 15, Gunnar H. Stefánsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/13 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Magnús Þór Gunnarsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 2/6 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4 fráköst/3 varin skot.KFÍ: Nebojsa Knezevic 26/4 fráköst, Craig Schoen 23, Ari Gylfason 11, Carl Josey 10, Richard McNutt 7/12 fráköst/4 varin skot, Darco Milosevic 5, Pance Ilievski 3, Marco Milicevic 2.Stjarnan-Snæfell 94-80 (46-36)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.Haukar-Njarðvík 72-80 (37-41)Haukar: Semaj Inge 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Gerald Robinson 13/14 fráköst, Haukur Óskarsson 12, Sveinn Ómar Sveinsson 8/5 fráköst, Örn Sigurðarson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 4/5 fráköst, Emil Barja 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4/4 fráköst.Njarðvík: Giordan Watson 33/7 fráköst/9 stoðsendingar, Nenad Tomasevic 14/7 fráköst, Melzie Jonathan Moore 12/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 7, Friðrik E. Stefánsson 6/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Páll Kristinsson 2/4 varin skot.Staðan í deildinni: 1. Snæfell 32 stig 2. KR 30 3. Grindavík 28 4. Keflavík 28 5. Stjarnan 22 6. ÍR 18 7. Njarðvík 18 8. Haukar 16 -- 9. Tindastóll 14 10. Fjölnir 14 -- 11. Hamar 12 12. KFÍ 8Síðustu tvær umferðirnar:Sunnudag: Snæfell - Hamar ÍR - KR KFÍ - NjarðvíkMánudag: Grindavík - Fjölnir Tindastóll - Keflavík Stjarnan - HaukarFimmtudag: Njarðvík - Tindastóll Keflavík - Grindavík Fjölnir - ÍR KR - Snæfell Hamar - Stjarnan Haukar - KFÍ
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira