Sport

Berbatov kom United til bjargar - Almunia gaf mark

Tíu leikmenn Man. Utd unnu afar mikilvægan sigur á Bolton í dag, 1-0. Það var varamaðurinn Dimitar Berbatov sem skoraði eina mark leiksins eftir að United hafði misst mann af velli. Á sama tíma gerði Arsenal jafntefli gegn WBA. Fyrir vikið er Man. Utd komið með fimm stiga forskot í deildinni.

Enski boltinn

Tap hjá Þóri og félögum

Þórir Ólafsson og félagar í TuS N-Lübbecke máttu þola naumt tap á heimavelli, 26-27, gegn Gummersbach í dag. Staðan í hálfleik var 13-13.

Handbolti

Pétur Ingvarsson: Við mættum hingað til þess að sigra

Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka mætti með lið sitt vel undirbúið til leiks og snigilhraði var á sóknarleik liðsins. Allt samkvæmt áætlun því Haukarnir töpuðu með 42 stig mun í deildarleiknum gegn Snæfelli í vetur. "Við mættum hér til þess að vinna og ég get lofað því að við munum mæta með sama hugarfari í leikinn á Ásvöllum. Við fórum illa með þá í fyrri hluta leiksins en okkur gekk illa að skora gegn svæðisvörn þeirra. Færin komu en við nýttum þau ekki en við finnum út úr því fyrir næsta leik,“ sagði Pétur eftir 76-67 tap Hauka í Stykkishólmi í kvöld.

Körfubolti

Nonni Mæju: Það var ótrúlegt andleysi í byrjun

"Það var ótrúlegt andleysi í byrjun og það var eins og menn væru enn að hugsa um 42 stiga sigurinn gegn þeim í deildarkeppninni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn nýliðum Hauka í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Jón eða "Nonni Mæju“ var langt frá því að vera sáttur við leik liðsins þrátt fyrir sigurinn.

Körfubolti

Tiger hlær að eigin óförum

Kylfingurinn Tiger Woods kom ansi mörgum í opna skjöldu er hann ákvað að mæta í spjallþátt Jimmy Fallon. Fallon og kollegar hans hafa lítið annað gert síðustu 18 mánuði en gera grín að Tiger.

Golf

Ingi Þór var ósáttur þrátt fyrir sigurinn gegn Haukum

„Ég var virkilega vonsvikinn með hvernig leiðtogar liðsins voru stemmdir í leiknum. Það var greinilegt að umfjöllunin fyrir leikinn og stórsigur okkar gegn þeim í deildarkeppninni hafði áhrif á hugarfarið hjá okkur. Egill Egilsson skaut okkur inn í leikinn og við getum þakkað fyrir að hafa unnið Haukana að þessu sinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn Haukum í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

Körfubolti

Gunnar: Höfum annan leik

„Við höfum annan leik hérna á fimmtudaginn til að lagfæra þetta, ég var að gæla við að klára þetta í tveimur leikjum en núna er ekkert annað í stöðunni," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR eftir tap ÍR gegn Keflavík í Toyota höllinni í kvöld.

Körfubolti

Hörður Axel: Mikil pressa í Keflavík

„Þetta var gaman, þetta var það sem við ætluðum að gera og við unnum þennan leik" sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavík eftir 115-93 sigur gegn ÍR í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun: Öruggur sigur Keflavíkur í fyrsta leik

Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur.

Körfubolti

Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur

Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli.

Körfubolti