Handbolti

Tap hjá Þóri og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórir Ólafsson. Mynd/Stefán
Þórir Ólafsson. Mynd/Stefán
Þórir Ólafsson og félagar í TuS N-Lübbecke máttu þola naumt tap á heimavelli, 26-27, gegn Gummersbach í dag. Staðan í hálfleik var 13-13.

Þórir komst ekki á blað að þessu sinni en hann fær lítið að spila hjá Markus Baur þjálfara sem vill ekki gera nýjan samning við hornamanninn knáa.

TuS N-Lübbecke siglir lygnan sjó í þýsku úrvalsdeildinni fyrir neðan miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×