Sport

Spánverjum boðið sæti Japans í Suður-Ameríkukeppninni

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja verða hugsanlega með í Suður-Ameríkukeppni landsliða í fótbolta sem fer fram í Argentínu í sumar. Japanar hafa þurft að draga sig út úr keppninni vegna náttúruhamfaranna heima fyrir og forráðamenn keppninnar leita því að landsliði til að fylla í skarðið.

Fótbolti

Fyrsta Formúlu 1 mótið stórkostleg upplifun hjá Paul di Resta

Skotinn Paul di Resta keppir í Malasíu um næstu helgi með Force India liðinu. Hann keppti í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á dögunum, en di Resta varð meistari í DTM mótaröðinni í fyrra með Mercedes. Hann og liðsfélagi hans Adrian Sutil frá Þýskalandi skiluðu sér báðir í stigasæti í Ástralíu.

Formúla 1

Leikmannasamtökin ósátt með kæruna á Rooney

Gordon Taylor, yfirmaður leikmannasamtakanna í enska fótboltanum, er ekki sáttur með þá ákvörðun aganefndar enska sambandsins að kæra Wayne Rooney fyrir blótsyrði sín í myndavélina í 4-2 sigri Manchester United á West Ham á Upton Park á laugardaginn.

Enski boltinn

Kviknaði í einkaþotu Lee Westwood

Breski kylfingurinn Lee Westwood komst heldur betur í hann krappann um helgina þegar einkaþota hans varð að nauðlenda er eldur kom upp í flugvélinni.

Golf

Rodman og Mullin teknir inn í Frægðarhöllina

Ólátabelgurinn Dennis Rodman er á meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, á þessu ári. Rodman er einn skrautlegasti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann var einnig afar farsæll.

Körfubolti

Vidic vill sækja gegn Chelsea

Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, vill að liðið mæti grimmt til leiks gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrri liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vidic vill að United sæki í leiknum.

Fótbolti

Grant dæmdur í tveggja leikja bann

Það eru fleiri en Wayne Rooney á leið í bann því aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur dæmt Avram Grant, stjóra West Ham, í tveggja leikja bann fyrir ummæli sem féllu eftir bikarleikinn gegn Stoke um miðjan síðasta mánuð.

Enski boltinn

Keflavík nældi í oddaleik - myndir

Leikur Keflavíkur og KR í Sláturhúsinu í Keflavík í gær var stórkostleg skemmtun. Annan leikinn í röð var framlengt hjá liðunum og aftur hafði Keflavík betur. Liðin þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitunum gegn Stjörnunni.

Körfubolti

Uconn vann háskólatitilinn í bandaríska körfuboltanum

Connecticut-háskólinn, eða Uconn Huskies, varð í nótt háskólameistari í körfubolta. Uconn lagði þá spútniklið Butler af velli, 53-41, í einum versta úrslitaleik í sögu keppninnar. Staðan í hálfleik var 22-19. Það var lélegasta hálfleiksstaða síðan 1946.

Körfubolti

Kolbeinn: Verð fljótur að jafna mig

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli í leik AZ Alkmaar um helgina. Eftir leikinn gaf þjálfari liðsins í skyn að meiðsli Kolbeins væru það alvarleg að hann spilaði kannski ekki meira í vetur.

Fótbolti

Verða stjörnurnar með á Bernabeu í kvöld?

Real Madrid og Tottenham mætast í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrir leikinn eru menn með miklar vangaveltur um hvort aðalstjörnur liðanna verða með í kvöld. Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir að glíma við tognun aftan í læri og stjórarnir Jose Mourinho og Harry Redknapp taka áhættu með því að nota þá í kvöld.

Fótbolti

Bíta Ljónynjurnar enn frá sér?

Annar leikur lokaúrslita í Iceland Express deild kvenna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld en þar tekur öskubuskulið Njarðvíkur á móti bikarmeisturum Keflavíkur.

Körfubolti

Hrafn: Maður verður að vera ánægður körfuboltans vegna

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var skiljanlega svekktur í leikslok eftir eins stigs tap í framlengdum leik á móti Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. KR hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð í undanúrslitaeinvígi liðanna og framundan er hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitaeinvíginu.

Körfubolti

Gunnar Einarsson: Sagan er bara að endurtaka sig frá 2008

Gunnar Einarsson var einn af fimm Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig eða meira þegar Keflvík vann 104-103 sigur á KR í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar tryggðu sér þar með oddaleik í einvíginu í DHl-höllinni á fimmtudaginn.

Körfubolti

Hörður Axel: Nú er öll pressan á KR

Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær rosalega mikilvægar þriggja stiga körfur í framlengingunni í 104-103 sigri Keflavíkur á KR í kvöld. Keflavík vann þar sinn annan leik í röð í framlengingu og tryggði sér oddaleik á fimmtudagskvöldið. Hörður Axel endaði leikinn með 16 stig og 7 stoðsendingar.

Körfubolti

Umfjöllun: Aftur vann Keflavík í framlengingu

Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka.

Körfubolti

Lehmann lögsækir landsliðsmarkvörð

Jens Lehmann var allt annað en sáttur með það þegar þýski landsliðsmarkvörðurinn Tim Wiese sagði að hann ætti heima í Prúðuleikurunum og ætti að fara að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. Lehmann hefur nú kært Wiese fyrir meinyrði og krefst skaðabóta.

Fótbolti

Smalling: Ég þarf ekki að sanna neitt

Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segist ekki þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut er Man. Utd mætir Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag.

Fótbolti