Sport

Aron og Alfreð unnu þýska bikarinn - myndir

Aron Pálmarsson fór á kostum þegar Kiel varð í dag bikarmeistari í annað skiptið á þremur árum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Kiel vann leikinn með sex marka mun, 30-24, og Aron var einn af þremur markahæstu leikmönnum Kiel-liðsins með sex mörk.

Handbolti

Kristján: Spiluðum skynsamlega

Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna var að vonum sáttur með 2-0 sigur sinna manna í rokinu í Grindavík í kvöld en Valsmenn eru eina liðið með fullt hús eftir tvær umferðir í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn

Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt

Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi.

Formúla 1

Zlatan Ibrahimovic meistari áttunda tímabilið í röð

Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð í gærkvöldi ítalskur meistari með félögum sínum í AC Milan og hélt þar með áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Þetta er í níunda sinn á ferlinum sem Zlatan verður meistari með sínu félagi en hann hefur nú fagnað meistaratitli á hverju ári frá og með tímabilinu 2003-2004.

Fótbolti

Fernando Torres á bekknum hjá Chelsea á móti United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á eftir. United getur nánast tryggt sér meistaratitilinn með sigri en Chelsea getur aftur á móti komist á toppinn á markatölu vinni þeir leikinn.

Enski boltinn

19. meistaratitillinn á leiðinni á Old Trafford - United vann Chelsea

Manchester United á Englandsmeistaratitilinn vísan eftir 2-1 sigur á Chelsea í hálfgerðum úrslitaleik milli tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í dag. United skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins og yfirspilaði Chelsea-menn stóran hluta fyrri hálfleiksins en Chelsea setti smá spennu í leikinn með því að minnka muninn í seinni hálfleik.

Enski boltinn

Aron markahæstur þegar Kiel vann þýska bikarinn

Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik þegar hann og félagar hans í Kiel urðu þýskir bikarmeistarar eftir sex marka sigur á Flensburg-Handewitt, 30-24, í bikarúrslitaleiknum í Hamburg. Alfreð Gíslason gerði því Kiel að bikarmeisturum í annað skiptið á þremur árum.

Handbolti

Stoke vann seinheppið Arsenal-lið

Stoke hélt áfram frábæru gengi á heimavelli sínum á árinu 2011 þegar liðið vann 3-1 sigur á seinheppnu Arsenal-liði í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tvö marka Stoke-liðsins komu í fyrri hálfleik þar sem varnarleikur lærisveina Arsene Wenger var ekki til að hrópa húrra fyrir og þriðja mark Stoke kom í næstu sókn eftir að Arsenal hafði minnkað muninn.

Enski boltinn