NBA: Dallas sópaði Lakers úr úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2011 09:05 Phil Jackson á leiknum í gær. Mynd/AP Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago. NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en Dallas vann seríuna 4-0. Fjórða leikinn vann liðið í nótt með stórum mun, 122-86, þar sem leikmenn Dallas fóru hreinlega á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jackson var búinn að gefa það út fyrir úrslitakeppnina að hann myndi hætta að henni lokinni eftir glæsilegan feril en hann hefur unnið meistaratitilinn alls ellefu sinnum. Jason Terry fór mikinn í leiknum og jafnaði met í úrslitakeppninni með því að setja niður níu þrista í leiknum. Dallas setti alls niður 20 í leiknum sem er einnig metjöfnun. Jackson vann meistaratitilinn alls sex sinnum með Chicago Bulls, þar sem Michael Jordan var í aðalhlutverki, og svo fimm sinnum með Lakers sem hefur orðið meistari síðustu tvö árin. Hann sagði eftir leik að það hefði tekið sinn toll á liðið að hafa spilað langt fram í júní tvö ár í röð. „Það var áskorun sem við gátum ekki sigrast á að þesu sinni,“ sagði Jackson sem ítrekaði að hann væri hættur. „Ég vonast svo innilega til að þetta hafi verið minn síðasti leikur á ferlinum. Þetta hefur verið frábær tími.“ Dallas mætir nú annað hvort Memphis eða Oklahoma City í úrslitum Vesturdeildarinnar en staðan í þeirri rimmu er 2-1, Memphis í vil. Terry var með 32 stig í leiknum, JJ Barea 22 og Peja Stojakobic var með 21 stig. Dirk Nowitzky var með sautján stig. Leikurinn var neyðarlegur fyrir Lakers, sérstaklega fyrir þá Jamar Odom og Andrew Bynum sem var báðum kastað úr húsi fyrir ljót pirringsbrot undir lok leiksins þegar úrslitin voru löngu ráðin. Atlanta vann Chicago, 100-88, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna í 2-2. Josh Smith átti stórgóðan leik en hann skoraði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann spilaði einnig glimrandi góðan varnarleik og gerði leikmönnum Chicago erfitt fyrir. Joe Johnson var stigahæstur hjá Altanta með 24 stig en Al Horford var einnig drjúgur með 20 stig. Derrick Rose fór sem fyrr fyrir sínum mönnum í Chicago en hann skoraði alls 34 stig í leiknum og gaf íu stoðsendingar. Carlos Boozer bætti við átján stigum fyrir Chicago.
NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira