Sport

NBA: Spurs gefur ekkert eftir

Topplið Vesturdeildar NBA, San Antonio Spurs, vann í nótt sinn fjórða leik er það lagði Utah Jazz sem hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni.

Körfubolti

Masters: Staðan fyrir lokadaginn

Hinn 21 árs gamli Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi. McIlroy hefur verið í efsta sæti mótsins alla þrjá keppnisdagana og í 19 af síðustu 20 Mastersmótum hefur sigurvegarinn verið í síðasta ráshóp á þriðja keppnisdegi mótsins – líkt og McIlroy var í dag. Keppni hefst um miðjan dag á sunnudag og verður bein útsending á Stöð 2 sport og hefst útsending um kl. 19.

Golf

Masters: Rory McIlroy með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi en hann styrkti stöðu sína á þriðja keppnisdeginum. McIlroy, sem er aðeins 21 árs gamall, lék á 70 höggum í dag eða -2 en hann hefur verið í efsta sæti alla þrjá keppnisdagana. McIlroy er samtals á 12 höggum undir pari og hann hefur sýnt mikinn styrk fram til þessa á fyrsta risamóti ársins.

Golf

Detroit Pistons fær nýjan eiganda

Detroit Pistons tilkynnti í gær að milljarðamæringurinn Tom Gores hefði ákveðið að kaupa félagið sem er í miklum fjárhagsvandræðum. Karen Davidson eignaðist félagið 2009 er eiginmaður hennar, Tom, dó en hún vildi selja.

Körfubolti

Inter saxar á forskot Milan

Ítalíumeistarar Inter minnkuðu forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu niður í þrjú stig í kvöld. Inter vann þá heimasigur á Chievo, 2-0.

Fótbolti

Tap hjá Rúnari og félögum

Rúnar Kárason og félagar í þýska B-deildarliðinu Bergischer HC misstu af gullnu tækifæri í kvöld til þess að koma sér afar þægilega fyrir í toppsæti Suðurriðils. Bergischer tapaði þá fyrir Korsenbruich, 32-29.

Handbolti

Masters: Rástímar á þriðja keppnisdegi - Els verður einn í ráshóp

Keppni á þriðja keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi hefst kl. 14.35 í dag að íslenskum tíma en þá fer Ernie Els frá Suður-Afríku af stað –og er hann í þeirri óvenjulegu stöðu að vera einn í ráshóp. Aðeins 49 kylfingar hefja leik í dag og eru tveir í hverjum ráshóp – en Els leikur einn og mun dómari telja höggin hans. Bein útsending frá þriðja hringum hefst kl. 19.30 á Stöð 2 sport en síðasti ráshópur með þeim Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Jason Day frá Ástralíu fer af stað kl. 18.45.

Golf

Vettel: Keppnin verður löng og ströng

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu.

Formúla 1

Pistillinn: Ciao Carlo

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru.

Enski boltinn

Wenger: Annað sætið yrði ekkert stórslys

Eitthvað virðist baráttuþrekið vera farið að þverra hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, því hann er byrjaður að tala um að það verði ekkert stórslys fari svo að Arsenal endi í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Masters:Tiger Woods ætlar sér ekkert annað en sigur

Tiger Woods hefur ekki verið líkur sjálfum sér í golfíþróttinni undanfarna 17 mánuði. Í gær sýndi Woods gamla takta og þokaði sér í þriðja sætið á Mastersmótinu á Augusta vellinum og segir bandaríski kylfingurinn að allur undirbúningur hans á undanförnum mánuðum hafi miðað að því að toppa á réttum tíma í byrjun apríl 2011.

Golf

Tíu stiga forskot hjá Man. Utd - Eiður spilaði í 35 mínútur

Manchester United náði í dag tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann auðveldan sigur á Fulham, 2-0, á Old Trafford. United hefur engu að síður leikið tveimur leikjum meira en Arsenal en Lundúnaliðið þarf að vinna báða sína leiki til þess að minnka muninn aftur í fjögur stig.

Enski boltinn

Chicago tryggði sér sigur í Austurdeildinni

Chicago Bulls tryggði sér sigur í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt er liðið vann útisigur á Cleveland. Carlos Boozer atkvæðamestur hjá Bulls með 24 stig og 11 fráköst. Chicago mætir Indiana í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti