Handbolti

Næstum því gjaldþrota félag getur orðið Evrópumeistari í kvöld

Arnar Björnsson skrifar
Róbert Gunnarsson var síðasti Íslendingurinn til þess að spila með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson var síðasti Íslendingurinn til þess að spila með Gummersbach. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýska handboltaliðið Gummersbach getur í kvöld orðið Evrópumeistari bikarhafa i handbolta. Gummerbach vann fyrri leikinn við franska liðið Tremblay með tveggja marka mun í Frakklandi.  

En félagið stendur illa fjárhagslega og hefur enn ekki fengið keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.  Danska Ekstra-blaðið skrifar um framtíð félagsins í dag.

Gummersbach vantar rúmar 350 milljónir íslenskra króna til að keppa í deildinni að öðrum kosti verður liðið sem 12 sinnum hefur unnið þýska meistaratitilinn að spila í þriðju efstu deild. Félagið þarf að greiða þessa upphæð á næstu dögum til þess að forðast gjaldþrot.

Margir Íslendingar hafa spilað með liði Gummersbach í gegnum tíðina en þar á meðal eru Kristján Arason, Róbert Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Sverre Jakobsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×