Sport

Wenger tók ekki í höndina á Dalglish í leikslok

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var alls ekki sáttur við að Liverpool skyldi skora úr vítaspyrnu og jafna metin þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir þann uppbótartíma sem aðstoðardómarinn hafði gefið til kynna á Emirates vellinum í dag. Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1-1, en bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum eftir að venjulegur leiktími var liðinn.

Fótbolti

Veigar Páll skoraði tvívegis í 3-2 tapleik Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Stabæk í dag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en það dugði ekki til í 3-2 tapleik liðsins gegn Molde á útivelli. Þetta eru fyrstu mörk Veigars á tímabilinu en Stabæk er með 6 stig eftir fimm leiki og er um miðja deild í áttunda sæti.

Fótbolti

Fer Tevez í ítalska boltann?

Samkvæmt ítalska dagblaðinu Corriere dello Sport verður það algjört forgangsatriði hjá Inter Milan að festa kaup á Carlos Tevez, fyrirliða Manchester City fyrir næsta tímabil.

Enski boltinn

Hildur Sigurðardóttir samdi við Snæfell

Hildur Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við Snæfell og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik næstu tvö árin. Hildur hefur verið lykilmaður í KR-liðinu undanfarin ár en hún er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og mun hún styrkja hið unga lið Snæfells gríðarlega. Jón Ólafur Jónsson skrifaði einnig undir tveggja ára samning við Snæfell í dag.

Körfubolti

Markasúpa á Ítalíu

Sex leikir fóru fram í seríu A á Ítalíu í dag og mörkin létu ekki á sér standa. Fiorentina og Juventus gerðu markalaust jafntefli í stærsta leik dagsins sem verður að teljast slæm úrslit fyrir bæði lið.

Fótbolti

Toure: Við ætlum okkur að skrifa nýja sögu

Yaya Toure hetja Manchester City er ákveðin í því að vinna enska bikarinn í lok leiktíðarinnar. Toure skoraði eina mark leiksins í gær gegn erkifjendunum í Machester United, en markið kom eftir slæm varnarmistök hjá þeim rauðklæddu.

Enski boltinn

Manassero með stáltaugar en McIlroy brotnaði á ný

Margir eru nú farnir að efast um að Rory McIlroy geti staðið undir því álagi sem fylgir því að vera í efsta sæti á lokadegi atvinnumóts í golfi. Norður-Írinn klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu um s.l. helgi með eftirminnilegum hætti þar sem hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn.

Golf

Wilshere er ekki aðeins fljótur - hann hleypur líka langt

Jack Wilshere leikmaður Arsenal er ekki aðeins góður i fótbolta því samkvæmt mælingum sem breska dagblaðið Daily Mail hefur framkvæmt í samstarfi við EA Sports er hann í sérflokki hvað varðar yfirferð og hraða í ensku úrvalsdeildinni. Niðurstöður mælinga sem gerðar voru á leiktíðinni voru birtar í dag og Wilshere er sá fljótasti í Arsenalliðinu og þar fyrir utan er hann sá sem hleypur mest í hverjum leik.

Enski boltinn

Ferguson segir að Scholes sé einn besti leikmaðurinn í sögu Man Utd

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Paul Scholes sé einn besti leikmaður félagsins frá upphafi en hann eigi einnig það til að missa algjörlega stjórn á skapi sínu líkt og í leiknum í gær gegn Manchester City. Scholes fékk rautt spjald í leiknum um miðjan síðari hálfleik eftir ruddalega tæklingu þegar Man Utd var marki undir og eftir það var á brattann að sækja.

Enski boltinn

Hamilton vann æsispennandi Kína kappakstur

Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull.

Formúla 1

FH varði titilinn með 3-0 sigri gegn Blikum í Meistarakeppni KSÍ

Bikarmeistaralið FH sigraði Íslandsmeistaralið Breiðabliks, 3-0, í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Pétur Viðarsson skoraði fyrsta mark leiksins rétt undir lok fyrri háfleiks. Matthías Vilhjálmsson bætti við öðru marki um miðja síðari hálfleik og þegar korter var eftir af leiknum skoraði Hannes Þ. Sigurðsson þriðja og síðasta mark FH-inga.

Fótbolti

AG tapaði fyrsta leiknum í vetur - Arnór með 5 mörk

Nordsjælland varð fyrst allra liða til þess að leggja stórlið AG frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðin áttust við í úrslitakeppninni. Nordsjælland sigraði 25-23 og skoraði Arnór Atlason 5 mörk fyrir AG og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 1.

Handbolti

Messi og Ronaldo skoruðu báðir - Barcelona er enn með 8 stig forskot

Stórliðin Real Madrid og Barcelona áttust við í hinum eina sanna El Clasíco á Bernabeu vellinum í Madrid. Barcelona í kvöld. Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, skoruðu mörkin en leikurinn endaði 1-1. Það gekk mikið á í síðari hálfleik þar sem að Real Madrid missti mann af velli með rautt spjald en lokakafli leiksins var frábær þar sem Real Madrid var síst lakari aðilinn - manni færri. Fylgst var með gangi mála á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is. Barcelona er með 85 stig í efsta sæti deildarinnar en Real Madrid er í öðru sæti með 77 stig.

Fótbolti

Einar: Ætlum ekki í sumarfrí strax

"Þetta fór ekkert sérstaklega vel, síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum voru vonbrigði eftir góðar fjörutíu mínútur fyrir það," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH.

Handbolti

Vilhelm: Frábær leikur hjá okkur

„Þetta gerist varla betra,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. HK vann frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla og jöfnuðu því einvígið 1-1.

Handbolti

Reynir Þór: Skora á alla Framara

"Það tók okkur töluverðan tíma að komast í gang í fyrri hálfleik, við þurftum að fá sjálfstraust aftur eftir þrjá tapleiki í röð," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram.

Handbolti

Atli: Versti leikur okkar undir minni stjórn

„Þetta er í raun slakasta frammistaða sem ég hef séð frá liðinu undir minni stjórn,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir að lið hans hafði steinlegið gegn HK, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta.

Handbolti

Kristinn: Getum unnið alla ef við erum klókir

„Við vissum það að ef við yrðum klókir og skynsamir þá ættum við virkilega góðan möguleika í Akureyri,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna, en staðan er 1-1 í einvíginu.

Handbolti

Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri

HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk.

Handbolti

Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik

"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.

Handbolti

Jóhannes Karl með þrumufleyg sem tryggði Huddersfield sigur

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði sigurmark Huddersfield á útivelli gegn Charlton í ensku 2. deildinni í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir Huddersfield sem er í öðru sæti deildarinnar á eftir Brighton sem er með 77 stig en Huddersfield er með 67 stig. Markið skoraði Jóhannes með skoti beint úr aukaspyrnu á 83. mínútu af um 30 metra færi.

Enski boltinn

Man City leikur til úrslita - Yaya Touré tryggði sigurinn

Manchester City og Manchester United áttust við í dag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley og tryggði Yaya Touré Man City 1-0 sigur með marki á 52. mínútu. Paul Scholes var rekinn af leikvelli í liði Man Utd í síðari háfleik. Man City hefur ekki leikið til úrslita um enska bikarinn frá árinu 1981 og liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 1976. Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.

Enski boltinn