Sport

Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí

Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk.

Íslenski boltinn

Dani Alves: Meiri samstaða í United-liðinu eftir að Ronaldo fór

Daniel Alves, bakvörður Barcelona, segir að það hafi haft góð áhrif Manchester United liðið að selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid. Síðasti leikur Ronaldo fyrir UNited var þegar liðið tapði 2-0 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2009 en liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn.

Fótbolti

Norðurá í Skagafirði í sölu hjá SVAK

SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í Norðurá í skagafirði. Um er að ræða bleikjuveiði í júlí, ágúst og september. Mikil veiði var í Norðurá í fyrra sumar og til að mynda veiddust vel á annan tug bleikja þegar fluguveiðiskóli svak var haldin þar, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast stærri fiskar inn á milli og þá sérstaklega í júlí á meðan stórbleikjan er að ganga.

Veiði

Bleikjan farin að taka á Þingvöllum

Veiðivísir fékk fregnir af tveimur veiðimönnum sem lögðu leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum á laugardaginn og eyddu þar stórum hluta af deginum við veiðar. Það var víst afskaplega rólegt og þeir lítið varir þrátt fyrir að fara yfir helstu staðina svo sem Vatnskot, Nautatanga og Öfugsnáða. Þeir fóru í smá göngutúr frá Vatnskoti í vesturátt og þegar þeir komu að fyrstu víkinni breyttist vindáttinn aðeins og þá eins og hendi væri veifað fór allt af stað í vatninu.

Veiði

Geir vonast til þess að komast til London í kvöld

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn.

Fótbolti

Engar afbókanir erlendra veiðimanna

Þrátt fyrir að Ísland sé í öllum miðlum heimsins út af eldgosinu í Grímsvötnum virðast þeir erlendu veiðimenn sem hér eiga veiðileyfi í sumar pollrólegir yfir ástandinu. Upplýsingagjöfin í kringum þetta gos er mikið betri og skilvirkari þar sem reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli er klárlega að skila sér. Menn eru meðvitaðir um að gosið stendur líklega yfir í stuttann tíma og eru því ekki að hugsa um að afbóka ferðir sínar til Íslands.

Veiði

Messi: Hernandez myndi sóma sér vel í Barcelona-liðinu

Lionel Messi er á því spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid hljóti að hafa áhuga Javier Hernandez eftir frábæra frumraun hans með Manchester United á þessu tímabili. Hernandez hefur verið lykilmaður í góðum árangri United og Messi hefur hrifist af mexíkóska landsliðsframherjanum.

Fótbolti

Beckham: Ferguson getur stoppað Barcelona-liðið

David Beckham hefur mikla trú á liði Manchester United á móti Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley á laugardaginn. Beckham telur að ef einhver getur stoppað Barcelona-liðið þá sé það hinn 69 ára gamli stjóri United, Sir Alex Ferguson.

Fótbolti

Arsenal vill fá tíu milljónir evra fyrir Bendtner

Nicklas Bendtner mun fá leyfi til að yfirgefa Arsenal í sumar fái félagið tíu milljónir evra fyrir danska landsliðsframherjann eða rétt rúmlega 1,6 milljarð kr. Bendtner hefur sagt Arsene Wenger, stjóra Arsenal, að hann vilji komast í burtu frá félaginu.

Enski boltinn

Barcelona flýgur til London í kvöld út af eldgosinu

Barcelona-liðið mun fljúga til London í kvöld vegna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Þetta er tveimur dögum fyrr en áætlað var en ástæðan er að Barcelona-menn eru að reyna að forðast öskuskýið sem er á leiðinni yfir Bretland frá eldgosinu í Grímsvötnum.

Fótbolti

Tveir efnilegir til HK í handboltanum

HK fékk til sín tvo efnilega handboltamenn um helgina þegar Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson og ÍR-ingurinn Arnór Freyr Stefánsson ákváðu að semja við HK. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Handbolti

Sir Alex Ferguson hrósaði Ancelotti fyrir hugrekki

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var í gær valinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni í kosningu knattspyrnustjóranna. Skotinn notaði tækifærið til að lýsa yfir stuðningi sínum við Carlo Ancelotti sem var rekinn frá Chelsea aðeins klukkutíma eftir að tímabilinu lauk.

Enski boltinn

Leikmenn sjá rautt í leikjum Breiðabliks

Alls hafa farið fimm rauð spjöld á loft í fyrstu fimm leikjum Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar. Þeir fengu tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjum sínum og mótherjar þeirra hafa síðan fengið þrjú rauð spjöld í síðustu þremur leikjum.

Íslenski boltinn

Fylkismenn líklega með táning í markinu

Ísak Björgvin Gylfason, átján ára markvörður úr 2. flokki Fylkis, mun að öllum líkindum standa í marki Fylkis þegar liðið mætir bikarmeisturum FH í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar annað kvöld. Fjalar Þorgeirsson verður í banni og Bjarni Þórður Halldórsson er enn meiddur.

Íslenski boltinn

Heiðar er vongóður

Ekkert liggur enn fyrir um framtíð Heiðars Helgusonar hjá QPR sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Samningur Heiðars við félagið rennur út í sumar.

Enski boltinn