Sport

Kidd elsti bakvörðurinn til að byrja í lokaúrslitum NBA

Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld þegar Dallas Mavericks sækir lið Miami Heat heim. Jason Kidd, leikstjórnandi, Dallas-liðsins er kominn í lokaúrslitin í þriðja sinn á ferlinum og hann mun setja met á fyrstu sekúndu leiksins í kvöld sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt.

Körfubolti

Oddur fer ekki til Wetzlar

Ekkert verður af því að landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson gangi í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Wetzlar sem Kári Kristján Kristjánsson leikur með.

Handbolti

Pepsimörkin: Halldór Orri með fingurinn á lofti

Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar var til umfjöllunar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar vakti Magnús Gylfason athygli á því að Halldór hafi gefið stuðningsmönnum FH „fingurinn“ þegar hann fór útaf í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn

Rooney um Scholes: Sá besti sem ég hef spilað með eða á móti

Wayne Rooney segir að Paul Scholes sé besti leikmaðurinn sem hann hefur spilað með og á móti á sínum ferli en Scholes lagði skóna á hilluna í dag eftir magnaðan feril. Rooney og Scholes hafa spilað saman frá því að United keypti Wayne árið 2004 en þá var Scholes búinn að spila í United-liðinu í tíu ár.

Enski boltinn

Laxinn mættur í Blöndu

Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp.

Veiði

Hópur Guðmundar klár fyrir leikina við Lettland og Austurríki

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í 2 landsleikjum gegn Lettum og Austurríki sem fram fara í undankeppni EM 2012. Eru þetta síðustu leikir riðilsins og þarf íslenska liðið að sigra báða þessa leiki til þess að komast inn á EM í Serbíu.

Handbolti

Síðustu dagar Köldukvíslar framundan

Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana.

Veiði

Pepsimörkin: Mögnuð tilþrif í vítaspyrnunni hjá Alexander

Alexander Magnússon leikmaður Grindavíkur skoraði frábært mark úr vítaspyrnu í gær í 4-1 sigri liðsins gegn nýliðumm Þórs frá Akureyri. Alexander sýndi tilþrif sem hafa sjaldan sést í fótboltaleik á Íslandi og myndbandið hér fyrir ofan segir allt sem segja þarf um þessi tilþrif frá hægri bakverðinum.

Íslenski boltinn

Puyol á leið í aðgerð

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er á leið í aðgerð vegna meiðslum á hné sem voru honum til vandræða á nýafstöðnu tímabili.

Fótbolti

Pepsimörkin: Öll mörkin úr 6. umferð

Frábær tilþrif sáust í 6. umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem fram fór á sunnudag og mánudag. Öll mörkin og helstu atvikin voru sýnd í gær í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport og David Bowie sá um tónlistina að þessu sinni - Suffragette City frá árinu 1972.

Íslenski boltinn

Nýtt frítt veftímarit um sportveiði

Veiðislóð, tímarit um sportveiði og tengt efni er nú komið út. Það fjallar eins og fram hefur komið, um allrar handa sportveiði í fersku vatni og söltu. Síðar kemur skotveiði einnig inn í myndina.

Veiði

Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar?

Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins.

Veiði