Sport

39 ára markvörður hetja Ekvadora

Marcelo Ramón Ferrero átti stórleik í marki Ekvador í markalausu jafntefli gegn Paragvæ. Í fyrri leik dagsins gerðu Brasilía og Venesúela einnig markalaust jafntefli. Þetta er í fyrsta sinn í 58 ár sem tveimur leikjum dagsins lýkur markalausum.

Fótbolti

Liverpool ræður nýjan þjálfara

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur tilkynnt um ráðningu Englendingsins Kevin Keen í þjálfarateymi félagsins. Keen hefur undanfarin ár starfað við þjálfun hjá West Ham og stýrði liðinu í lokaleik síðasta tímabils eftir að Avram Grant var rekinn.

Enski boltinn

Kolbeinn skrifar undir hjá stórliði Ajax í dag

Íslenska ungstirnið, Kolbeinn Sigþórsson, skrifar í dag undir í fjögurra ára samning við hollensku meistarana í Ajax, en Kolbeinn hefur verið á mála hjá hollenska félaginu, AZ Alkmaar, síðan árið 2007 og staðið sig vonum framar.

Fótbolti

Markalaust jafntefli hjá Brasilíu

Stóru þjóðirnar byrja ekkert allt of vel á Copa America. Heimamenn í Argentínu urðu að sætta sig við jafntefli gegn Bólivíu í fyrsta leik og í kvöld urðu Brasilíumenn einnig að sætta sig við jafntefli.

Fótbolti

Messi fær á sig mikla gagnrýni

Lionel Messi, leikmaður argentínska landsliðsins, fær heldur betur að heyra það í fjölmiðlum ytra fyrir frammistöðu sína í opnunarleik mótsins þegar Argentína rétt svo náði að bjarga jafnteflinu gegn Bólivíu á föstudagskvöld.

Fótbolti

Kemur Valbuena í stað Nasri?

Arsenal er þegar farið að leita að eftirmanni Samir Nasri sem virðist vera á förum frá félaginu. Fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsenal ætli sér að kaupa Mathieu Valbuena í stað Nasri.

Enski boltinn

Norðurá komin í 400 laxa

Það hefur mikið breyst við Norðurá undanfarna tvo daga. Veiðin hefur tekið mikinn kipp í kjölfarið á fyrstu alvöru laxagöngum sumarsins.

Veiði

KR komið í undanúrslit

KR varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla. KR lagði þá Keflavík, 3-2, í stórskemmtilegum leik vestur í bæ.

Íslenski boltinn

ÍBV komið í undanúrslit

ÍBV er komið í undanúrslit Valitor-bikars karla eftir 1-2 sigur á Fjölni í Grafarvoginum. Leikurinn var hrútleiðinlegur og ekkert gerðist í honum fyrr en á síðustu 15 mínútunum.

Íslenski boltinn

Tevez fær ekki að fara frá Man. City

Ekkert varð af því að Man. City og Inter næðu að skipta á þeim Carlos Tevez og Samuel Eto´o. Þar sem skiptin gengu ekki upp ætlar City að halda Carlos Tevez þó svo hann vilji fara frá félaginu.

Enski boltinn

Ciudad Real færist nær Madrid

Spænska handboltastórveldið Ciudad Real mun að öllum líkindum flytja til Madrid á næstu vikum. Ekki tókst að safna nægu fé til þess að halda liðinu í Ciudad.

Handbolti