Sport

Rio og Capello hafa samið frið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, og varnarmaðurinn Rio Ferdinand hafa samið frið en afar kalt hefur verið á milli þeirra síðan Capello ákvað að taka fyrirliðabandið af Rio.

Enski boltinn

Bolton vill halda Sturridge

Bolton ætlar að leggja allt í sölurnar til þess að tryggja sér þjónustu framherjans Daniel Sturridge en hann sló í gegn hjá félaginu eftir áramót. Hann kom þá að láni frá Chelsea.

Enski boltinn

Sunderland vill fá Brown og Gibson

Það er búist við nokkrum breytingum á leikmannahópi Man. Utd í sumar og einhverjir leikmenn fá að róa frá félaginu. Í dag er greint frá því að Sunderland sé á eftir tveimur leikmönnum félagsins.

Enski boltinn

FIA samþykkir Barein mót 30. október

FIA samþykkti í dag óskir yfirvalda í Barein að Formúlu 1 mót fari fram í landinu á þessu keppnistímabili. Mótshaldarar fengu frest í tvígang til að sækja um mótshald og gerðu það á dögunum. FIA samþykkit í dag að mót færi fram 30. október samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1

Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní

Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR.

Veiði

Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada

Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra.

Formúla 1

Brad Friedel samdi við Tottenham

Bandaríski markvörðurinn Brad Friedel hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham en samningur hans við Aston Villa rann út nú í lok leiktíðarinnar.

Enski boltinn

Hill finnst rangt að halda mót í Barein

Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu.

Formúla 1

Dallas jafnaði metin í Miami

Dallas Mavericks jafnaði í nótt metin í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur á Miami á útivelli, 95-93, í frábærum leik. Staðan er því 1-1 í rimmu liðanna en næstu þrír leikir liðanna fara fram í Dallas.

Körfubolti

Van Persie: Leikmenn á Spáni og í Chelsea alltaf að betla gul spjöld

Arsenal-maðurinn Robin van Persie er allt annað en sáttur með hegðun leikmanna spænskra liða sem og leikmanna nágrannanna Arsenal í Chelsea. Hollenski framherjinn segir það óþolandi að leikmenn liða eins og Barcelona og Chelsea fái að setja svona mikla pressu á dómara sinna leikja með því að hópast að honum og heimta spjöld.

Enski boltinn

Aston Villa ætlar ekki að ráða Mark Hughes

Mark Hughes verður ekki næsti stjóri Aston Villa og er Hughes því atvinnulaus eftir að hann hætti sem stjóri Fulham fyrr í dag. Enskir miðlar höfðu skrifað mikið um að Hughes yrði eftirmaður Gérard Houllier hjá Villa en í kvöld varð ljóst að forráðamenn Aston Villa ætla að leita annað.

Enski boltinn