Sport Dönsku leikmennirnir fá ekki að vita stöðuna í hinum leiknum Keld Bordinggaard, þjálfari danska U-21 liðsins, hefur ákveðið að leikmenn sínir fái ekki upplýsingar um hvernig staðan er í hinum leik A-riðilsins á meðan leikurinn við Ísland fer fram í kvöld. Fótbolti 18.6.2011 16:00 Danskur sjónvarpsmaður: Væru mikil vonbrigði að komast ekki í undanúrslit Christian Høgh Andersen, sjónvarpsmaður á TV2 í Danmörku, reiknar með að leikmenn danska U-21 liðsins munu ekki vanmeta íslenska liðið fyrir leik liðanna í kvöld. Fótbolti 18.6.2011 15:00 Newcastle hafði betur gegn Liverpool í kapphlaupinu um Sylvain Marveaux Franski kantmaðurinn Sylvain Marveaux hefur skrifið undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Marveaux kemur á frjálsri sölu til liðsins en hann lék áður með Rennes. Liverpool var einnig á höttunum eftir Frakkanum. Enski boltinn 18.6.2011 14:45 Eyjólfur: Danir með leikmenn sem geta klárað leiki Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að danska liðið sé skipað sterkum einstaklingum sem geti klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Fótbolti 18.6.2011 14:00 Íslendingur í Álaborg: Búinn að breyta spánni Guðmundur Guðjónsson er búsettur hér í Álaborg með fjölskyldu sinni og hann hefur fylgst vel með gengi íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Fótbolti 18.6.2011 13:00 Laugardalsá opnuð Við vorum að fá fyrstu fréttir úr Laugardalsá en eins og menn vita opnaði laugardalsáin eftir hádegi í gær. Seinnipartin í gær var lítið að finna nema silung og eru komnir þónokkrir Urriðar. En strax í morgun komu tveir 10-12 punda laxar á land úr Dagmálafljóti og eru veiðimenn mjög ánægðir með veiðina.. Veiði 18.6.2011 12:19 Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! Veiði 18.6.2011 12:12 Veiðin að glæðast í vötnunum Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Veiði 18.6.2011 12:05 Danski landsliðsþjálfarinn: Þurfum að giska á nálgun íslenska liðsins Keld Bordinggaard, þjálfari danska U-21 landsliðsins, segir að hans þjálfarateymi hafi eytt miklum tíma í að hugsa um leikstíl íslenska liðsins. Fótbolti 18.6.2011 12:00 U-20 landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið valinn Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið þá tólf leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Sarajevo 14.-24. júlí. Körfubolti 18.6.2011 11:45 Arnór: Betra að spila fyrir fullum velli Arnór Smárason segir að danska liðið sé vel spilandi og með góða leikmenn sem þurfi að hafa gætur á. Hann segir þó að Íslendingar muni mæta dýrvitlausir til leiks. Fótbolti 18.6.2011 11:00 Umfjöllun: Sárgrætileg niðurstaða eftir glæsilegan sigur Ísland var ótrúlega nálægt því að komast áfram í undanúrslit á EM U-21 liða í Danmörku í kvöld eftir sigur á heimamönnum, 3-1. Ólympíudraumurinn er þar með úr sögunni. Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson skoruðu mörk Íslands í leiknum sem er nú úr leik á mótinu. Fótbolti 18.6.2011 10:59 Markvörður Dana: Ég hef yfirhöndina gegn Gylfa Mikkel Andersen, markvörður U-21 liðs Danmerkur, þekkir Gylfa Þór Sigurðsson vel, þar sem þeir voru samherjar hjá Reading áður en Gylfi gekk til liðs við Hoffenheim í Þýskalandi. Fótbolti 18.6.2011 08:00 Forseti Barcelona hótar að skera á öll tengsl við Real Madrid Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir á heimasíðu félagsins tilbúinn að skera á öll tengsl við erkifjendurna í Real Madrid. Hann segir hegðun Madridinga á síðasta tímabili hafa farið út fyrir öll velsæmismörk. Fótbolti 17.6.2011 23:00 Eto'o, Song og Assou-Ekotto fyrir aganefnd Kamerúnsku landsliðsmennirnir Samuel Eto'o hjá Inter, Alex Song hjá Arsenal og Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham hafa verið kallaðir fyrir aganefnd knattspyrnusambandsins í Kamerún. Þeir eiga að gera grein fyrir hegðun sinni í tengslum við leik landsliðsins gegn Senegal 4. júní síðastliðinn. Fótbolti 17.6.2011 22:00 Demba Ba kominn til Newcastle Framherjinn Demba Ba hefur gengið til liðs við Newcastle. Senegalinn sem er 26 ára skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Hann var á mála hjá West Ham á síðasta tímabili en var laus allra mála hjá félaginu. Enski boltinn 17.6.2011 21:00 Moggi í lífstíðarbann frá knattspyrnu Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdarstjóri ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af knattspyrnu af ítalska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 17.6.2011 20:00 Eyjólfur: Má búast við breytingum Eyjólfur Sverrisson hefur ekki útilokað að breyta til í leiknum gegn Danmörku á morgun, bæði hvað varðar leikkerfi og byrjunarlið íslenska U-21 liðsins. Fótbolti 17.6.2011 18:45 Fyrrum forseti FIFA í slæmum málum Siðanefnd Alþjóða ólympíunefndarinnar hefur hafið rannsókn á ásökunum sjónvarpsþáttar BBC á hendur João Havelange fyrrum forseta FIFA. Brasilíumaðurinn, sem er 95 ára gamall, er sakaður um að hafa þegið mútur. Fótbolti 17.6.2011 18:00 Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum. Golf 17.6.2011 17:44 Dalglish ósáttur við upphafsdag tímabilsins Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool er ósáttur við að enska úrvalsdeildin hefjist á laugardegi. Vikuna á undan eru flest landslið í eldlínunni og hann segir að eðlilegt hefði verið að hefja deildina á sunnudeginum. Enski boltinn 17.6.2011 17:00 Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal. Körfubolti 17.6.2011 16:00 Prúðara liðið gæti komist áfram Talsvert hefur verið fjallað um það í dönskum fjölmiðlum hvað muni gerast ef úrslit leikja í lokaumferð A-riðils á EM U-21 í Danmörku fara á ákveðinn veg. Fótbolti 17.6.2011 15:30 Tiger Woods er enn tekjuhæsti bandaríski íþróttamaðurinn Þrátt fyrir að bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafi ekki sýnt mikla takta á golfvellinum á undanförnum mánuðum er hann enn tekjuhæsti bandríski íþróttamaðurinn. Í samantekt Forbes tímaritsins var Woods rúmlega 62 milljónir bandaríkjadala í tekjur á árinu 2010 eða rétt um 7,2 milljarða kr.. Þar af eru aðeins 2,2 milljónir í verðlaunafé eða 250 milljónir kr. Golf 17.6.2011 15:00 Rúrik: Trúum enn á okkar möguleika Rúrik Gíslason segir að það væri skelfilegt ef Ísland myndi enda með núll stig og ekkert skorað mark á EM U-21 í Danmörku. Strákarnir mæta heimamönnum á morgun og ætla að sýna sitt rétta andlit þá. Fótbolti 17.6.2011 14:30 Hollenskir landsliðsmenn til Malaga Varnarmaðurinn Joris Mathijsen hefur samið til tveggja ára við spænska knattspyrnuliðið Malaga. Mathijsen fetar í fótspor markahróksins Ruud Van Nistelrooy sem gekk til liðs við Malaga fyrir skemmstu. Leikmennirnir koma báðir frá þýska félaginu Hamburg. Fótbolti 17.6.2011 14:00 Danir úr leik ef þeir tapa fyrir Íslandi Danir munu fylgjast vel með báðum leikjum í lokaumferð EM U-21 liða á morgun því úrslitin í báðum leikjum gætu haft mikið að segja. Danir eru úr leik ef liðið tapar fyrir Íslandi en sigur er þýðingarlaus ef úrslitin í leik Hvíta-Rússlands og Sviss eru þeim óhagstæð. Fótbolti 17.6.2011 13:30 Ruglmyndband með kylfingum slær í gegn á Youtube Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í "strákabandi“ og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube. Golf 17.6.2011 13:00 Hvorugt lið fær að æfa á keppnisvellinum í dag Hvorki íslenska U-21 landsliðið né það danska fær að æfa á keppnisvellinum í Álaborg þar sem völlurinn er mjög blautur eftir mikla rigningu í nótt. Fótbolti 17.6.2011 12:38 Jóhann Berg: Förum ekki til Íslands nema við skorum Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann sé orðinn leikfær og geti spilað með íslenska U-21 liðinu gegn Danmörku í lokaumferð riðlakeppni Evrópumeistaramótsins á morgun. Fótbolti 17.6.2011 12:30 « ‹ ›
Dönsku leikmennirnir fá ekki að vita stöðuna í hinum leiknum Keld Bordinggaard, þjálfari danska U-21 liðsins, hefur ákveðið að leikmenn sínir fái ekki upplýsingar um hvernig staðan er í hinum leik A-riðilsins á meðan leikurinn við Ísland fer fram í kvöld. Fótbolti 18.6.2011 16:00
Danskur sjónvarpsmaður: Væru mikil vonbrigði að komast ekki í undanúrslit Christian Høgh Andersen, sjónvarpsmaður á TV2 í Danmörku, reiknar með að leikmenn danska U-21 liðsins munu ekki vanmeta íslenska liðið fyrir leik liðanna í kvöld. Fótbolti 18.6.2011 15:00
Newcastle hafði betur gegn Liverpool í kapphlaupinu um Sylvain Marveaux Franski kantmaðurinn Sylvain Marveaux hefur skrifið undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Marveaux kemur á frjálsri sölu til liðsins en hann lék áður með Rennes. Liverpool var einnig á höttunum eftir Frakkanum. Enski boltinn 18.6.2011 14:45
Eyjólfur: Danir með leikmenn sem geta klárað leiki Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að danska liðið sé skipað sterkum einstaklingum sem geti klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Fótbolti 18.6.2011 14:00
Íslendingur í Álaborg: Búinn að breyta spánni Guðmundur Guðjónsson er búsettur hér í Álaborg með fjölskyldu sinni og hann hefur fylgst vel með gengi íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku. Fótbolti 18.6.2011 13:00
Laugardalsá opnuð Við vorum að fá fyrstu fréttir úr Laugardalsá en eins og menn vita opnaði laugardalsáin eftir hádegi í gær. Seinnipartin í gær var lítið að finna nema silung og eru komnir þónokkrir Urriðar. En strax í morgun komu tveir 10-12 punda laxar á land úr Dagmálafljóti og eru veiðimenn mjög ánægðir með veiðina.. Veiði 18.6.2011 12:19
Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! Veiði 18.6.2011 12:12
Veiðin að glæðast í vötnunum Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Veiði 18.6.2011 12:05
Danski landsliðsþjálfarinn: Þurfum að giska á nálgun íslenska liðsins Keld Bordinggaard, þjálfari danska U-21 landsliðsins, segir að hans þjálfarateymi hafi eytt miklum tíma í að hugsa um leikstíl íslenska liðsins. Fótbolti 18.6.2011 12:00
U-20 landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið valinn Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið þá tólf leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Sarajevo 14.-24. júlí. Körfubolti 18.6.2011 11:45
Arnór: Betra að spila fyrir fullum velli Arnór Smárason segir að danska liðið sé vel spilandi og með góða leikmenn sem þurfi að hafa gætur á. Hann segir þó að Íslendingar muni mæta dýrvitlausir til leiks. Fótbolti 18.6.2011 11:00
Umfjöllun: Sárgrætileg niðurstaða eftir glæsilegan sigur Ísland var ótrúlega nálægt því að komast áfram í undanúrslit á EM U-21 liða í Danmörku í kvöld eftir sigur á heimamönnum, 3-1. Ólympíudraumurinn er þar með úr sögunni. Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson skoruðu mörk Íslands í leiknum sem er nú úr leik á mótinu. Fótbolti 18.6.2011 10:59
Markvörður Dana: Ég hef yfirhöndina gegn Gylfa Mikkel Andersen, markvörður U-21 liðs Danmerkur, þekkir Gylfa Þór Sigurðsson vel, þar sem þeir voru samherjar hjá Reading áður en Gylfi gekk til liðs við Hoffenheim í Þýskalandi. Fótbolti 18.6.2011 08:00
Forseti Barcelona hótar að skera á öll tengsl við Real Madrid Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir á heimasíðu félagsins tilbúinn að skera á öll tengsl við erkifjendurna í Real Madrid. Hann segir hegðun Madridinga á síðasta tímabili hafa farið út fyrir öll velsæmismörk. Fótbolti 17.6.2011 23:00
Eto'o, Song og Assou-Ekotto fyrir aganefnd Kamerúnsku landsliðsmennirnir Samuel Eto'o hjá Inter, Alex Song hjá Arsenal og Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham hafa verið kallaðir fyrir aganefnd knattspyrnusambandsins í Kamerún. Þeir eiga að gera grein fyrir hegðun sinni í tengslum við leik landsliðsins gegn Senegal 4. júní síðastliðinn. Fótbolti 17.6.2011 22:00
Demba Ba kominn til Newcastle Framherjinn Demba Ba hefur gengið til liðs við Newcastle. Senegalinn sem er 26 ára skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Hann var á mála hjá West Ham á síðasta tímabili en var laus allra mála hjá félaginu. Enski boltinn 17.6.2011 21:00
Moggi í lífstíðarbann frá knattspyrnu Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdarstjóri ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af knattspyrnu af ítalska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 17.6.2011 20:00
Eyjólfur: Má búast við breytingum Eyjólfur Sverrisson hefur ekki útilokað að breyta til í leiknum gegn Danmörku á morgun, bæði hvað varðar leikkerfi og byrjunarlið íslenska U-21 liðsins. Fótbolti 17.6.2011 18:45
Fyrrum forseti FIFA í slæmum málum Siðanefnd Alþjóða ólympíunefndarinnar hefur hafið rannsókn á ásökunum sjónvarpsþáttar BBC á hendur João Havelange fyrrum forseta FIFA. Brasilíumaðurinn, sem er 95 ára gamall, er sakaður um að hafa þegið mútur. Fótbolti 17.6.2011 18:00
Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum. Golf 17.6.2011 17:44
Dalglish ósáttur við upphafsdag tímabilsins Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool er ósáttur við að enska úrvalsdeildin hefjist á laugardegi. Vikuna á undan eru flest landslið í eldlínunni og hann segir að eðlilegt hefði verið að hefja deildina á sunnudeginum. Enski boltinn 17.6.2011 17:00
Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal. Körfubolti 17.6.2011 16:00
Prúðara liðið gæti komist áfram Talsvert hefur verið fjallað um það í dönskum fjölmiðlum hvað muni gerast ef úrslit leikja í lokaumferð A-riðils á EM U-21 í Danmörku fara á ákveðinn veg. Fótbolti 17.6.2011 15:30
Tiger Woods er enn tekjuhæsti bandaríski íþróttamaðurinn Þrátt fyrir að bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafi ekki sýnt mikla takta á golfvellinum á undanförnum mánuðum er hann enn tekjuhæsti bandríski íþróttamaðurinn. Í samantekt Forbes tímaritsins var Woods rúmlega 62 milljónir bandaríkjadala í tekjur á árinu 2010 eða rétt um 7,2 milljarða kr.. Þar af eru aðeins 2,2 milljónir í verðlaunafé eða 250 milljónir kr. Golf 17.6.2011 15:00
Rúrik: Trúum enn á okkar möguleika Rúrik Gíslason segir að það væri skelfilegt ef Ísland myndi enda með núll stig og ekkert skorað mark á EM U-21 í Danmörku. Strákarnir mæta heimamönnum á morgun og ætla að sýna sitt rétta andlit þá. Fótbolti 17.6.2011 14:30
Hollenskir landsliðsmenn til Malaga Varnarmaðurinn Joris Mathijsen hefur samið til tveggja ára við spænska knattspyrnuliðið Malaga. Mathijsen fetar í fótspor markahróksins Ruud Van Nistelrooy sem gekk til liðs við Malaga fyrir skemmstu. Leikmennirnir koma báðir frá þýska félaginu Hamburg. Fótbolti 17.6.2011 14:00
Danir úr leik ef þeir tapa fyrir Íslandi Danir munu fylgjast vel með báðum leikjum í lokaumferð EM U-21 liða á morgun því úrslitin í báðum leikjum gætu haft mikið að segja. Danir eru úr leik ef liðið tapar fyrir Íslandi en sigur er þýðingarlaus ef úrslitin í leik Hvíta-Rússlands og Sviss eru þeim óhagstæð. Fótbolti 17.6.2011 13:30
Ruglmyndband með kylfingum slær í gegn á Youtube Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í "strákabandi“ og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube. Golf 17.6.2011 13:00
Hvorugt lið fær að æfa á keppnisvellinum í dag Hvorki íslenska U-21 landsliðið né það danska fær að æfa á keppnisvellinum í Álaborg þar sem völlurinn er mjög blautur eftir mikla rigningu í nótt. Fótbolti 17.6.2011 12:38
Jóhann Berg: Förum ekki til Íslands nema við skorum Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann sé orðinn leikfær og geti spilað með íslenska U-21 liðinu gegn Danmörku í lokaumferð riðlakeppni Evrópumeistaramótsins á morgun. Fótbolti 17.6.2011 12:30