Sport

Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK

Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu.

Handbolti

Togaði í djásnið á Dos Santos

Þó svo mörkin láti á sér standa í Copa America er ekkert gefið eftir í leikjum mótsins og menn í mótinu beita öllum brögðum til þess að stöðva andstæðinginn. Það fékk Mexíkóinn Giovani Dos Santos að reyna í leiknum gegn Síle.

Fótbolti

Myndasyrpa frá leikvangi Twente sem hrundi

Einn maður lést og margir slösuðust þegar þakið á leikvangi hollenska fótboltaliðsins FC Twente hrundi í gær. Talið er að þakið hafi hrunið vegna þess að tveir burðarbitar kiknuðu. Ekki er vitað hvers vegna það gerðist.

Fótbolti

Bielsa tekur við Bilbao

Argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa mun taka við sem þjálfari spænska félagsins Athletic Bilbao í kjölfar þess að Jose Urrutia vann forsetakosningar félagsins.

Fótbolti

Motta verður áfram hjá Inter

Þrátt fyrir miklar vangaveltur síðustu vikur verður ekkert af því að Thiago Motta fari frá ítalska liðinu Inter. Leikmaðurinn vill ekki fara frá liðinu.

Fótbolti

Kobe gæti farið til Tyrklands

Svo gæti farið að fjölmargir leikmenn NBA-deildarinnar spili í Evrópu í vetur. Það er nefnilega verkbann í NBA-deildinni sem stendur og ef það ílengist munu margir fara til Evrópu í millitíðinni.

Körfubolti

Eiður orðaður við Swansea

Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Enski boltinn

Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum.

Enski boltinn

Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff

Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry.

Enski boltinn

Zidane mun vinna náið með Mourinho

Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð.

Fótbolti

Veiðisagan úr Krossá

Við sögðum frá því hér fyrr í dag að agætis kippur hefði komið í Krossá. Hér er smá pistill frá Daníel sem var ásamt félögum sínum við veiðar:

Veiði

Myndasyrpa frá Copa America

Keppni á Copa America stendur nú sem hæst. Ljósmyndarar AFP hafa verið á ferðinni á öllum leikjum keppninnar og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta. Í kvöld verður leikið í C-riðli þar sem að Úrúgvæ og Chile eigast við. Sá leikur hefst kl. 22.35. Hinn leikur kvöldsins er Perú - Mexíkó og hefst hann kl. 00.35. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2.

Fótbolti

Massa stal senunni á Silverstone

Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi á blautri braut. Rigndi mikið á æfingunni. Massa náði besta tíma í blálokin, eftir að nokkrir ökumenn höfðu skipst á efsta sætinu á lokasprettinum á æfingunni.

Formúla 1

Adebayor brjálaður út í forráðamenn Man. City

Framherjinn Emmanuel Adebayor er enn í stríði við félag sitt, Man. City. Adebayor fær ekki að fara með liðinu til Bandaríkjanna í dag og hann segir að félagið hafi ekki þor til þess að segja honum beint út að hann sé ekki velkominn hjá félaginu.

Enski boltinn

Ytri Rangárnar bæta við sig

Alls veiddust 14 laxar í Ytri Rangá í gær og er það einum fleiri frá deginum áður. Þetta eru góð tíðindi því ekki nema tveir dagar síðan það komu einungis fimm laxar á land.

Veiði

Fluguveiði ekki bara karlasport

Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu.

Veiði

Rólegt í Dölunum

Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir.

Veiði

Eriksson skoðar Hargreaves

Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann sé að íhuga að gera samning við miðjumanninn Owen Hargreaves sem Man. Utd lét róa í sumar. Hargreaves hefur gert ýmislegt til að sanna að hann sé í formi og meðal annars nýtt sér Youtube til að auglýsa sig.

Enski boltinn