Sport

Kröfurnar miklar eftir góðærið

Það eru stórlaxar að skjóta upp kollinum út um allt, nú síðast höfðum við spurnir af einum 101 cm í Hofsá, þar sem veiði hefur gengið alveg bærilega.

Veiði

Kári orðinn leikmaður Aberdeen

Kári Árnason er genginn í raðir skoska liðsins Aberdeen en hann kemur til félagsins frá enska liðinu Plymouth. Hann var rekinn frá Plymouth fyrir að vilja fá útborgað.

Fótbolti

Corinthians hafnar orðum Mancini

Skrípaleikurinn í kringum Carlos Tevez heldur áfram. Í gær greindi Roberto Mancini, stjóri Man. City, frá því að City væri búið að ná samkomulagi við Corinthians um kaupverð á leikmanninum. Í dag hafna forráðamenn Corinthians þessum fréttum.

Enski boltinn

Eiður Smári fékk stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu

Eiður Smári Guðjohnsen fékk sannkallaðar stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu í gær þegar hann kom til Grikklands. Hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning við AEK í dag. Um tvö þúsund manns tóku á móti honum á flugvellinum þar sem fólkið söng sigursöngva, hyllti nýju hetjuna sína og kallaði: „Guðjohnsen, Guðjohnsen.“

Fótbolti

Darren Clarke djammaði í alla nótt

Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun.

Golf

Birgir Leifur mætir ekki í titilvörnina á Íslandsmótinu

Birgir Leifur Hafþórsson mun ekki mæta í titilvörnina á Íslandsmótinu í höggleik sem hefsta á fimmtudaginn á Hólmsvelli í Leiru. Birgir Leifur fékk boð um að taka þátt á áskorendamóti sem fram fer á Englandi á sama tíma og valdi hann að þiggja það boð og tilkynnti hann mótsstjórn um ákvörðun sína í dag.

Golf

Ótrúlegt mark með hælspyrnu

Awana Diab landsliðsmaður Sameinuðu arabísku furstadæmanna fullkomnaði 6-2 sigur á Líbanon með afar skondinni vítaspyrnu. Sjón er sögu ríkari.

Fótbolti

Um 2000 manns tóku á móti Eiði Smára

Það er óhætt að segja að Eiður Smári hafi fengið rosalegar móttökur við komuna til Aþenu í dag. Um 2000 eldheitir stuðningsmenn AEK börðu á trommur og öskruðu honum til heiðurs þegar Eiður Smári ók frá flugvellinum fyrir stundu.

Fótbolti

Fólkið öskrar: Guðjohnsen Gudjohnsen

Það er allt að verða vitlaust á flugvellinum í Aþenu þar sem stuðningsmenn AEK bíða eftir því að bera Eið Smára Guðjohnsen augum. Stuðninsmenn öskra og berja á trommur í reykmekki. Fólkið öskrar „Guðjohnsen, Guðjohnsen,...“

Fótbolti

Harpa og Edda María komnar aftur heim

Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðstyrk fyrir seinni umferðina því liðið hefur endurheimt tvo fyrrum liðsmenn sína, Hörpu Þorsteinsdóttur frá Breiðabliki og Eddu Maríu Birgisdóttur frá ÍBV. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn