Sport

Crouch gæti farið til QPR

Enski framherjinn Peter Crouch, leikmaður Tottenham Hotspurs, gæti verið á leiðinni til Queens Park Rangers, en frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum í dag.

Enski boltinn

Darren Clarke sigraði á Opna breska

Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag.

Golf

Liverpool á eftir Aly Cissokho

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist ekki vera hættur á leikmannamarkaðnum, en félagið leggur nú drög að 9 milljóna punda tilboði varnarmanninn, Aly Cissokho, frá Lyon.

Enski boltinn

Real Madrid sigraði LA Galaxy örugglega

Spænska liðið, Real Madrid, sigraði LA Galaxy, 4-1, í æfingarleik sem fram fór í Los Angeles í gær, en 57 þúsund áhorfendur sáu besta liðið í MLS-deildinni tapa gegn stjörnuprýddu liði Real Madrid.

Fótbolti

Umfjöllun: Grindavík vann mikilvægan sigur á ÍBV

Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eyjamenn, 2-0, í nokkuð bragðdaufum leik sem fram fór á Grindavíkurvelli. Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik úr vítaspyrnu, en þar var á ferðinni Jamie McCunnie. Scott Ramsey innsiglaði sigurinn í blálokinn með frábæru marki.

Íslenski boltinn

Þjálfari Zilina rekinn eftir tapið gegn KR

Tapið gegn KR í Evrópukeppninni fór heldur betur illa í forráðamenn slóvenska liðsins, Žilina, en félagið hefur rekið þjálfara liðsins, Paul Hapal og því mun nýr maður stýra liðinu í síðari leiknum.

Fótbolti

Sandro frá í þrjá mánuði

Sandro Ranieri, miðjumaður Tottenham Hotspurs, mun líklega missa af fyrstu tveimur mánuðum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa þurft á aðgerð á hné í gær.

Enski boltinn

Svíar hirtu bronsið á HM

Svíar unnu til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu kvenna eftir að hafa lagt Frakka, 2-1, í leiknum um þriðja sætið.

Fótbolti

Bjarni: Ætlum okkur að vera í efri hlutanum

"Þetta gefur manni svakalegt kick að skora sigurmarkið svona í lokin í virkilega jöfnum leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag. Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, gegn Breiðabliki með marki á lokaandartökum leiksins.

Íslenski boltinn