Sport

Bent ætlar ekki að yfirgefa Aston Villa

Stuðningsmenn Aston Villa eru orðnir langþreyttir á að sjá bestu leikmenn liðsins selda frá félaginu á hverju ári. Þeir geta þó huggað sig við við að Darren Bent hefur ekki í hyggju af yfirgefa félagið.

Enski boltinn

Norðlingafljót opnar með 11 löxum

Norðlingafljót opnaði í vikunni og komu 11 laxar á land. Þessi á hefur nokkra sérstöðu þar sem laxinn gengur ekki í hana heldur er ekið frá Hafnará þar sem hann er veiddur í gildrur og ekið upp í fljótið.

Veiði

Veiðiflugur með kastnámskeið

Veiðiflugur héldu í vor kastnámskeið með Klaus Frimor sem hittu í mark hjá viðskiptavinum okkar og nú ætlum við að auka þjónustuna ennþá meira. Hilmar Hansson eigandi veiðiflugna verður með kastkennslu alla fimmtudaga í sumar á túninu fyrir neðan Langholtsskóla fyrir okkar viðskiptavini.

Veiði

Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið

Nú hafa nýjar tölur verið settar inná www.angling.is og það er athyglisvert að sjá hver veiðin hefur verið í þessari viku sem leið. Norðurá er ennþá efst og er fyrst ánna til að fara yfir 1000 laxa en það styttist í að Blanda og Þverá rjúfi þann múr líka. Veiðin greinilega farin af stað í Þverá og Blanda er líka á góðri siglingu.

Veiði

Tiger rekur kylfusveininn sinn

Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið.

Golf

Blikarnir björguðu andlitinu - myndir

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir frábæra frammistöðu og 2-0 sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því 5-2 samanlagt.

Fótbolti

Dylan: Spiluðum upp á stoltið

„Leikurinn í Noregi var mikil vonbrigði en við ákváðum að spila fyrir stoltinu í kvöld,“ sagði Dylan McAllister, markaskorari Blika, eftir sigurinn.

Fótbolti

Shaq móðgar Chris Bosh í fyrsta sjónvarpsinnslaginu

Frumraun Shaquille O´Neal sem NBA-sérfræðings í sjónvarpi hefur vakið óskipta athygli. Í fyrsta þættinum talaði Shaq um stjörnurnar tvær hjá Miami en ekki stjörnurnar þrjár. Shaq setur Chris Bosh ekki í sama hóp og LeBron James og Dwayne Wade.

Körfubolti

Neuer má ekki kyssa merki Bayern

Philipp Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn félagsins skilji ekki af hverju ákveðnir stuðningsmannahópar félagsins neiti að taka markvörðurinn Manuel Neuer í sátt.

Fótbolti

Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd

Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld.

Fótbolti

Melo á förum frá Juventus

Brasilíski landsliðsmaðurinn Felipe Melo er á förum frá Juventus. Hann er ekki inn í áætlunum nýja þjálfarans, Antonio Conte, og fær því að róa á önnur mið.

Fótbolti

Plankað við bakkann

Allt "plank" æðið hefur ekki farið framhjá neinum sem er tengdur við rafmagn síðustu vikurnar og veiðimenn hafa greinilega ekki farið varhluta af því. Við fengum þessa mynd lánaða frá Jón Þór Júlíussyni hjá Hreggnasa þar sem hann plankar við óþekktan veiðistað.

Veiði

Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun

Gott skot hefur komið í Svalbarðsá í morgun og það má því ætla að áin sé að vakna. Það virðist sem straumurinn síðast liðinn laugardag hafi gert sitt því fréttir eru að berast víða að um auknar laxagöngur og það verður gaman að sjá munin á veiðinni milli vikna. Það verða birtar nýjar tölur á morgun og þá sést best hvaða ár eru að skila sínu hingað til.

Veiði