Senna gladdi hjörtu Renault manna 30. ágúst 2011 17:32 Bruno Senna ók með Renault í gær. AP mynd: Frank Augstein Framkvæmdarstjóri Renault, Eric Boullier telur að Bruno Senna hafi staðið sig vel miðað við aðstæður í fyrsta Formúlu 1 mótið sínu með Renault í gær. Senna lenti þó í árekstri í fyrstu beygju eftir að hafa náð sjöunda sæti á ráslínu og þannig slegið í gegn og glatt hjörtu Renault manna. „Ég var ánægður að sjá starfsmenn okkar fagna eftir tímatökuna og brosa. Það hefur ekki gerst síðan í Malasíu. Það er mikilvægt að þeir sem leggja nótt við nýtan dag séu glaðir og ná þannig því besta út úr þeim", sagði Bouillier í frétt á autosport.com í dag. Senna klessti á Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso í fyrstu beygju og sá síðarnefndi féll úr leik, en Senna náði að halda áfram og lauk keppni í þrettánda sæti. „Veikileiki hans (Senna) er augljóslega sá að hann hefur lítið ekið síðan í janúar og hann þarf að fá meiri reynslu í að nýta möguleika bílsins. Styrkleiki hans er hvað hann er yfirvegaður og hvernig hann byggði upp hraðann og hve vel hann vann með tæknimönnum okkar." Þetta var erfitt fyrir hann. Hann var staðfestur seint sem ökumaður og veðrið hafði sitt að segja á erfiðri brautinni. Það verður líka erfitt fyrir hann í næsta móti á Monza, þar sem bíllinn er erfiður í meðförum vegna lítils niðurtogs. En sjálfstraust hans er komið í botn og ég er viss um að hann getur þetta", sagði Bouillier. Bouillier þurfti sjálfur að taka erfiða ákvörðun þegar hann ákvað að láta Nick Heidfeld víkja úr ökumannssæti fyrir Senna og hann sagðist taka ábyrgð á gerðum sínum. Hann sagði að það tæki tíma að byggja upp sjálfstraust hjá liði og gera breytingar og koma því á sigurbraut á ný. Formúla Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Renault, Eric Boullier telur að Bruno Senna hafi staðið sig vel miðað við aðstæður í fyrsta Formúlu 1 mótið sínu með Renault í gær. Senna lenti þó í árekstri í fyrstu beygju eftir að hafa náð sjöunda sæti á ráslínu og þannig slegið í gegn og glatt hjörtu Renault manna. „Ég var ánægður að sjá starfsmenn okkar fagna eftir tímatökuna og brosa. Það hefur ekki gerst síðan í Malasíu. Það er mikilvægt að þeir sem leggja nótt við nýtan dag séu glaðir og ná þannig því besta út úr þeim", sagði Bouillier í frétt á autosport.com í dag. Senna klessti á Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso í fyrstu beygju og sá síðarnefndi féll úr leik, en Senna náði að halda áfram og lauk keppni í þrettánda sæti. „Veikileiki hans (Senna) er augljóslega sá að hann hefur lítið ekið síðan í janúar og hann þarf að fá meiri reynslu í að nýta möguleika bílsins. Styrkleiki hans er hvað hann er yfirvegaður og hvernig hann byggði upp hraðann og hve vel hann vann með tæknimönnum okkar." Þetta var erfitt fyrir hann. Hann var staðfestur seint sem ökumaður og veðrið hafði sitt að segja á erfiðri brautinni. Það verður líka erfitt fyrir hann í næsta móti á Monza, þar sem bíllinn er erfiður í meðförum vegna lítils niðurtogs. En sjálfstraust hans er komið í botn og ég er viss um að hann getur þetta", sagði Bouillier. Bouillier þurfti sjálfur að taka erfiða ákvörðun þegar hann ákvað að láta Nick Heidfeld víkja úr ökumannssæti fyrir Senna og hann sagðist taka ábyrgð á gerðum sínum. Hann sagði að það tæki tíma að byggja upp sjálfstraust hjá liði og gera breytingar og koma því á sigurbraut á ný.
Formúla Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira