Sport

Fjögurra marka sigur á Þjóðverjum

Strákarnir okkar unnu flottan fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 27-23, í fyrri æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í kvöld. Frábær vörn og góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar lagði grunninn að sigrinum.

Handbolti

Zabaleta sleppur við bann

Pablo Zabaleta, leikmaður Manchester City, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið.

Enski boltinn

Sverre: Megum ekkert slaka á

Ísland mætir Þjóðverjum í Höllinni í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 18.45. Íslandi hefur gengið vel með Þýskaland á síðustu árum en Sverre Jakobsson segir það engu skipta í kvöld.

Handbolti

Oddur: Helmingsmöguleiki að ég komist á HM

Akureyringurinn Oddur Gretarsson er einn þeirra leikmanna sem þarf að berjast fyrir sæti sínu í HM-hópi Íslands. Þrír vinstri hornamenn eru í hópnum sem stendur en Guðmundur þjálfari tekur aðeins tvo með sér til Svíþjóðar.

Handbolti

Roy Hodgson hætti við blaðamannafund sinn í dag

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hætti við að halda fyrirhugaðan blaðamannafund sinn fyrir bikarleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Blaðamannafundur Hodgson átti að hefjast klukkan hálf tvö í dag en honum var frestað sextán mínútum fyrir tólf. Enskir fjölmiðlar voru fljótir til að líta á þetta sem vísbendingu um að tími Hodgson á Anfield sé að renna út.

Enski boltinn

Ungverjar og Austurríksmenn unnu sína leiki í gær

Ungverjaland og Austurríki eru með íslenska landsliðinu í riðli á HM í handbolta í Svíþjóð og þau voru bæði að spila æfingaleiki á heimavelli í gær. Ungverjar unnu sjö marka sigur á Tékkum og Austurríkismenn unnu annan daginn í röð eins marks sigur á Portúgal.

Handbolti

Blatter á von á að HM 2022 fari fram um vetur

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur staðfest að líklegt sé að HM í Katar árið 2022 muni fara fram að vetri til. Yrði það í fyrsta sinn sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu yrði ekki haldin yfir sumarmánuðina.

Fótbolti

Cassano í lélegu formi

Antonio Cassano er byrjaður að spila með AC Milan og lagði upp eina mark leiksins gegn Cagliari. Cassano lék aðeins í 15 mínútur enda er hann ekki búinn að vera duglegur að halda sér í formi.

Fótbolti

Hrafn: Nýja árið byrjar mjög vel

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR var ánægður með 19 stiga sigur liðsins á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. KR-ingar höfðu tapað tveimur útileikjum í röð og fjórum fyrstu fimm útileikjum tímabilsins en voru í heimavallargírnum í Garðabænum í kvöld.

Körfubolti