Sport

Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna

Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar.

Fótbolti

Andrés Már: Fylkistreyjan er ljót

Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson sem nýverið gekk til liðs við norska félagið FK Haugesund er í stuttu sjónvarpsviðtali á heimasíðu félagsins. Andrés Már lýsir yfir mikilli ánægju með búning norska félagsins en segir appelsínugulann Fylkisbúninginn ljótan.

Fótbolti

Zoltan Gera aftur til West Brom

Knattspyrnumaðurinn Zoltan Gera hefur gengið til liðs við West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gera þekkir vel til á Hawthorns-vellinum en hann spilaði með WBA á árunum 2005-2008.

Enski boltinn

Pastore á leið til PSG - yrði sjötti dýrasti í sögunni

Argentínumaðurinn Javier Pastore hefur staðfest að hann sé á leiðinni til franska knattspyrnufélagsins Paris Saint Germain. Kaupverðið á Pastore, sem leikið hefur með Palermo undanfarin ár, er talið vera um 43 milljónir evra eða sem nemur rúmum sjö milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti

Mata neitaði Tottenham - vill spila í Meistaradeildinni

Óvinafélögin Arsenal og Tottenham hafa verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Juan Mata hjá Valencia undanfarnar vikur. Á sunnudaginn rann út ákvæði í samningi Mata við Valencia sem heimilaði honum að fara ef 25 milljóna evra tilboð bærist í leikmanninn.

Enski boltinn

Dýrast á völlinn hjá Liverpool

Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur.

Enski boltinn

Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum

Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1.

Íslenski boltinn

Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012

Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull

Formúla 1

Rossi hafnaði Juventus

Ítalinn Giuseppe Rossi hefur tekið fyrir það að ganga til liðs við Juventus þar sem hann vill frekar spila með Villarreal í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti

Góð skot á Tannastaðatanga

Það er víðar en í stóru ánum sem menn setja í laxa þessa dagana. Sindri Már Pálsson gerði ágætis túr í Sogið, nánar tiltekið á Tannastaðatanga, um daginn þegar hann og afi hans lönduðu tveimur flottum löxum og misstu einhverja. Núna þegar Sogið er aðeins seinna í gang en í venjulegu ári eru menn í góðri laxavon á þessu svæði og þeir sem lenda í göngum geta gert góða veiði.

Veiði

Sigurður Eggertsson til liðs við Fram

Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

Handbolti

Heidfeld stóð ógn af eldinum

Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum

Formúla 1

Stekelenburg samdi við Roma

Hollenski markvörðurinn Marten Stekelenburg hefur gengið til liðs við ítalska félagið Roma frá Ajax í heimalandinu. Kaupverðið er sagt vera um 6,3 milljónir evra.

Fótbolti

Ætlar City að klófesta Nasri?

Samir Nasri gæti verið á leið til Manchester City fyrir 22 milljónir punda ef marka má frétt í enska götublaðinu The Sun í dag. Nasri var fyrr í sumar sterklega orðaður við Manchester United.

Enski boltinn

126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá

Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum.

Veiði

24 laxar á einum degi í Svalbarðsá

Ótrúlegur gangur er í Svalbarðsá þessa dagana en hollið sem byrjaði veiðar í gær er komið í 32 laxa eftir eina og hálfa vakt og þar af veiddust 24 laxar í dag. Vert er að taka fram að í hópnum er ungir og efnilegir fluguveiðimenn sem eiga bróðurpartinn af aflanum. Meðfylgjandi myndir eru af ungum veiðimönnum sem eru í skýjunum með árangurinn eftir fyrsta einn og hálfa daginn.

Veiði