Sport

Haukur Ingi: Við vildum meira

Haukur Ingi Guðnason átti ágætis innkomu hjá Grindavíkuliðinu þrátt fyrir að hafa spilað lítin fótbolta undanfarin misseri. „Ég er ánægður með að spila fótbolta við svona frábærar aðstæður. Við vildum samt meira og auðvitað fer maður í alla leiki til þess að ná í 3 stig. Það sást líka í seinni hálfleik því bæði lið vildu sigurinn og þá opnaðist leikurinn meira,“ sagði Haukur Ingi.

Íslenski boltinn

Atli Viðar: Virkilega mikilvægur sigur

„Einhvern myndi kalla þetta vinnusigur en það eru stigin þrjú sem skipta máli.Við vorum ekki alveg upp á okkar besta í kvöld en sem betur fer náðum við að tryggja okkur sigur,“ sagði Atli Viðar Björnsson, markaskorari FH, eftir leikinn.

Íslenski boltinn

Heimir: Ég er mjög ósáttur með strákana

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur með sína menn eftir 1-1 jafntefli við Val á Hásteinsvellinum í dag. Valsmenn voru mun sterkari í leiknum og Heimir viðurkennir að sínir menn eigi bara að vera ánægðir með stigið.

Íslenski boltinn

Góð veiði í veiðivötnum

Í 7. viku veiddust 1917 fiskar í Veiðivötnum. Alls hafa 16846 fiskar veiðst það sem af er sumri og þrjár vikur eftir af stangveiðitímanum. Mest veiddist sem fyrr í Litlasjó, 742 fiskar komu á land í 7. viku. Í Stóra Fossvatni var besta vika sumarsins, 405 fiskar veiddust. Þar kom einnig á land stærsti fiskurinn úr vatninu þetta sumari, 7,2 pd. Stórir fiskar veiddust víðar, 12 pd fiskur kom á land í Hraunvötnum og 6 pd fiskur í Eskivatni, sem er óvenjulegt fyrir þetta smábleikjuvatn.

Veiði

Veiðin að glæðast í Varmá

Veiðin í Varmá-Þorleifslæk er farin að glæðast, yfir 20 sjóbirtingar hafa verið skráðir í veiðibók undanfarið ásamt fjórum löxum. Veiðimenn sem hafa verið að veiða síðustu daga hafa m.a. orðið varir við mikið af fiski stökkvandi í Reykjafossi.

Veiði

Bayern München tapaði fyrir Mönchengladbach

Borussia Mönchengladbach gerði sér lítið fyrir og sigraði stórliðið, Bayern München, 1-0, á Allianz Arena, heimavelli Bayern í dag. Eina mark leiksins gerði Igor de Camargo þegar um hálftími var eftir af leiknum.

Fótbolti

Chelsea gefst ekki upp á Modric

Chelsea er greinilega ekki tilbúið að gefast upp á Luca Modric, miðjumanni Tottenham, og hafa lagt fram enn eitt tilboðið í leikmanninn. Fyrr í sumar hafði Tottenham hafnað tilboði upp á 27 milljónum punda, en nú ætlar Roman Abramovich, eigandi Chelsea, að bjóða enn betur.

Enski boltinn

Ferguson: Áttum sigurinn skilið

"Mér fannst frammistaða leikmannanna vera frábær út allan leikinn,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., eftir sigurinn gegn Man. City í leiknum um Samfélagsskjöldin. Manchester United vann magnaðan sigur, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir.

Enski boltinn