Umfjöllun: Fram vann og hleypti mikilli spennu í fallslaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 19. september 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira