Framfarir hjá Mercedes að mati Rosberg 19. september 2011 16:44 Nico Rosberg ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu. AP mynd: Antonio Calanni Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu. Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira