Sport

Fabregas skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona

Barcelona vann 5-0 sigur á Napoli í leik liðanna í árlegum leik um Joan Gamper bikarinn í kvöld en þetta var í 46. sinn sem Barcelona byrjar tímabilið á því að spila á þessu æfingamóti sem ávallt fer fram á Nývangi. Barcelona fór þarna illa með ítalska liðið en bæði liðin spila í Meistaradeildinni í vetur.

Fótbolti

Meira sjálfstraust hjá Hamilton

Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull.

Formúla 1

Góð kvöldveiði í Kleifarvatni

Fín veiði hefur verið í Kleifarvatni síðustu daga hjá þeim sem veiða helst á kvöldin og í ljósaskiptunum. Þá hefur urriðinn og bleikjan gengið nær landi tekið vel agn veiðimanna hvort sem um flugu eða beitu er að ræða.

Veiði

Manchester United áfram á sigurbraut eftir 3-0 sigur á Tottenham

Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið vann 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. United er með fullt hús á toppnum ásamt Manchester City og Wolves en er reyndar í 2. sætinu á eftir City þar sem United-liðið er með lakari markatölu.

Enski boltinn

Button elskar að keyra á Spa brautinni

Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst.

Formúla 1

Umfjöllun: Steindautt í Grindavík

Grindvíkingar og Víkingar gerðu steindautt markalaust jafntefli í leik liðanna í 16. umferð Pepsi-deild karla í Grindavík í kvöld. Það var því ekkert mark skorað í báðum innbyrðisleikjum liðanna í sumar því liðin gerðu líka markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Víkinni.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli niðurstaðan í Vesturbænum

KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en gestirnir mættu grimmir til leiks í þeim síðari og náðu að jafna metin. Guðjón Baldvinsson gerði mark KR-inga í leiknum og Ellert Hreinsson skoraði mark gestanna.

Íslenski boltinn

20 ár frá fyrsta Formúlu 1 móti Schumacher

Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan.

Formúla 1

Socrates lagður inn á sjúkrahús

Brasilíumaðurinn Socrates hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna innvortis blæðinga. Hann er 57 ára gamall og er einn frægasti leikmaður brasilíska landsliðsins undanfarna áratugi.

Fótbolti

Wenger dæmdur í tveggja leikja bann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að brjóta reglur þegar hann tók út leikbann í leik liðsins gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku.

Fótbolti

Vegna virkjunarmála í Þjórsá

Nú þegar það er komið á borðið að það standi til að virkja neðri hluta Þjórsár hafa viðbrögð manna verið blendin. Það er þó eitt sem vekur upp furðu, og það er að Landsvirkjun hefur sagt að allt verði gert til að tryggja eins lítinn skaða hjá laxastofni Þjórsár með því að gera stiga fyrir niðurgöngulax og einhver lausn er víst rædd sem á að forða seiðunum frá túrbínunum.

Veiði