Sport

Sjúkraþjálfari sem varð að knattspyrnustjóra

Nigel Adkins hefur náð afar eftirtektarverðum árangri á stuttum ferli sem knattspyrnustjóri. Í dag stýrir hann Southampton sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar en fyrir rúmum fimm árum starfaði hann sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe í C-deildinni.

Enski boltinn

Fer Þórir með Noreg í úrslit?

Þórir Hergeirsson á möguleika á því að koma norska kvennalandsliðinu í úrslitaleikinn á HM þegar Noregur mætir Spáni í undanúrslitum á HM kvenna í Brasilíu í kvöld.

Handbolti

Jóhann Berg og félagar í AZ fóru áfram í Evrópudeildinni

Hollenska félagið AZ Alkmaar tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evróudeildarinnar með því að gera 1-1 jafntefli á heimavelli á móti úkraínska liðinu Metalist Kharkiv í kvöld. Metalist var þegar búið að tryggja sigur í riðlinum en AZ náði öðru sætinu á markatölu.

Fótbolti

Töp hjá bæði Helga og Loga

Íslendingaliðin 08 Stockholm HR og Solna Vikings töpuðu bæði í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR voru búnir að vinna sex leiki í röð og áttu möguleika á því að komast upp í annað sæti deildarinnar. Loga Gunnarssyni og félögum í Solna Vikings liðinu hefur gengið illa á útivelli í vetur og það breyttist ekki á móti toppliði Borås Basket.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27

FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin.

Handbolti

Birmingham og Tottenham úr leik - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld

Ensku liðin Birmingham og Tottenham duttu bæði út úr Evrópudeildinni í kvöld og fóru því sömu leið og Fulham í gær. Stoke var því eina enska liðið sem komst upp úr sínum riðli. Rubin Kazan, Club Brugge, AZ Alkmaar og Udinese voru síðustu liðin til þess að tryggja sæti í 32 liða úrslitunum í lokaumferðinni í kvöld.

Fótbolti

Fimmti leikurinn í röð án sigurs hjá FCK

FC Kaupmannahöfn náði ekki að enda á sigri í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kövld það var þegar ljóst fyrir lokaumferðina að FCK sæti eftir í B-riðlinum og að Standard Liege og Hannover 96 færu í sextán liða úrslitin. FCK tapaði 0-1 á heimavelli á móti belgíska félaginu Standard Liege.

Fótbolti

Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni

Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK.

Fótbolti

Westwood grátlega nálægt því að koma í hús á 59 höggum

Englendingurinn Lee Westwood lék ótrúlegt golf á tælenska meistaramótinu í dag og var aðeins einu höggi frá því að koma í hús á 59 höggum. Hann lék holurnar 18 sem sagt á 60 höggum eða 11 undir pari. Hann er með fimm högga forskot eftir daginn.

Golf

Rossi ætlar að ná EM næsta sumar

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er bjartsýnn á að ná fullri heilsu á nýja árinu og hann verði kominn í nógu gott stand til þess að komast í ítalska landsliðið fyrir EM næsta sumar.

Fótbolti

Totti íhugar að yfirgefa Roma

Francesco Totti hefur komið öllum í opna skjöldu á Ítalíu með því að viðurkenna að hann íhugi nú að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með allan sinn feril.

Fótbolti

Arsenal óttast ekki að missa Van Persie

Forráðamenn Arsenal segjast ekki hafa neinar áhyggjur af því að Hollendingurinn Robin van Persie yfirgefi herbúðir félagsins næsta sumar. Van Persie er samningsbundinn til 2013. Persie hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og skorað 23 mörk í öllum keppnum það sem af er vetri.

Enski boltinn

Carroll fær bónus í janúar

Andy Carroll fær tæpar 30 milljónir króna í svokallaðan tryggðarbónus eftir áramótin. Breytir engu þó svo hann hafi aðeins verið 13 sinnum í byrjunarliði Liverpool frá því hann var keyptur á 35 milljónir punda frá Newcastle.

Enski boltinn