Sport

Mancini haggast ekkert: Tevez fer ekki á láni

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ítrekað það að það komi ekki til greina að lána Carlos Tevez í janúar. Tevez dvelur nú í Argentínu á meðan að City-menn leita af kaupanda en argentínski framherjinn hefur ekkert spilað eða æft með City síðan eftir heimsfræga neitun sína í München í lok september.

Enski boltinn

Svona á að hamfletta rjúpurnar

Nú styttist í Jólin og margir eflaust búnir að skjóta sér rjúpur jólamatinn. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga góða að til að kenna þeim handtökin við að hamfletta rjúpurnar.

Veiði

Varmá ekki í söluskrá SVFR

Glöggir lesendur söluskrár SVFR hafa rekið augun í að Varmá er ekki undir silungsveiðikaflanum. Ástæðan er óvissa um leigu á veiðiréttinum.

Veiði

Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH

Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild.

Íslenski boltinn

Baron Davis: Valdi New York frekar en Miami og Lakers

Baron Davis, alskeggjaði leikstjórnandinn sem var á sínum talinn í hópi með öflugustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar er búinn að finna sér nýtt lið eftir að Cleveland Cavaliers losaði samning hans undan launaþakinu og lét hann fara.

Körfubolti

Lagerbäck: Get ekki valið alla leikmenn í fyrsta leikinn

Lars Lagerbäck var í stuttu viðtali við heimasíðu KSÍ í dag þar sem var farið yfir tvo fyrstu landsleikina undir hans stjórn. KSÍ tilkynnti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila við Japan 24. febrúar næstkomandi en áður hafði verið gefið út að liðið mætir Svartfjallalandi fimm dögum síðar.

Íslenski boltinn

Chris Paul og Billups byrja vel með Clippers - unnu Lakers

Chris Paul og Chauncey Billups léku sinn fyrsta leik með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 114-95 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en það er mikil spennna fyrir einvígi þessara liða í vetur eftir komu sterkra leikmanna til Clippers.

Körfubolti

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Lagerbäck verður í Japan

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Norsku tvíburasysturnar mikilvægar

Norsku tvíburasysturnar Kristine Lunde-Borgersen og Katrine Lunde Haraldsen voru lykilmenn í árangri norska kvennalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta í Brasilíu.

Handbolti

Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji

Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn.

Fótbolti

Terry ekki alvarlega meiddur

Forsvarsmenn Chelsea hafa staðfest að meiðsli John Terry séu ekki alvarleg en hann haltraði af æfingu liðsins í morgun. Terry ætti að geta spilað gegn Tottenham á fimmtudag.

Enski boltinn

Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona

Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur.

Fótbolti

Leonardo: Paris St Germain ætlar ekki að stela Tevez

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu Paris St Germain, segir að félagið ætli ekki að stela Carlos Tevez af hans gamla félagi AC Milan. Leonardo segist samt hafa áhuga á argentínska framherjanum ef að ítalska félagið hættir við að reyna að fá Tevez frá Manchester City.

Fótbolti