Sport

Tekið á móti strákunum með danssýningu

Strákarnir okkar ferðuðust í eina tvo tíma í dag frá smábænum Vrsac til Novi Sad sem er næststærsta borg Serbíu. Hér búa um 650 þúsund manns. Það var lítið um að vera í hinum 30 þúsund manna bæ Vrsac en allt annað er upp á teningnum hér.

Handbolti

Strákarnir komnir á lúxushótel í Novi Sad

Strákarnir okkar máttu sætta sig við að dúsa á frekar slöppu þriggja stjörnu hóteli í Vrsac en í Novi Sad búa þeir við mikinn lúxus. Þeir eru á gríðarstóru, fimm stjörnu hóteli þar sem er allt til alls.

Handbolti

ÍBV, Stjarnan og HK unnu í dag

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag og voru úrslitin öll eftir bókinni. HK er í þriðja sæti með tólf stig eftir sigur á FH en ÍBV og Stjarnan koma næst með tíu stig. Bæði lið unnu sína leiki í dag.

Handbolti

Breivik: Ekki svindl eða óíþróttamannslegt

Marit Breivik, fyrrum þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik og sigursælasti landsliðsþjálfari Norðmanna í liðsíþrótt. Marit Breivik, fyrrum þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik og sigursælasti landsliðsþjálfari Norðmanna í liðsíþrótt tjáði sig um lokakaflann í leik Íslands og Slóvenínu á EM í gær.

Handbolti

Norðurlöndin 1 - Balkansskaginn 11

Heimavöllurinn hefur oft reynst mikilvægur í handbolta. Svo virðist sem að það hafi í það minnsta verið tilfellið á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu.

Handbolti

Tvær breytingar á landsliðinu | Rúnar og Aron koma inn

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að nýta sér þann kost að skipta um tvo leikmenn í milliriðlinum. Þeir Rúnar Kárason og Aron Rafn Eðvarðsson markvörður koma inn í stað Odds Gretarssonar og Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Handbolti

Arnór: Það vantar geðveikina í okkur

"Þetta er bara 5. flokks frammistaða hjá okkur. Án þess að ég muni það nákvæmlega þá held ég að þessi leikur sé eitthvað það lélegasta sem við höfum sýnt í langan tíma,“ sagði hundsvekktur Arnór Atlason eftir tapið gegn Slóveníu í gær.

Handbolti

Guðjón Valur: Komum okkur í þessa stöðu sjálfir

"Ég ætla að reyna að vanda orðavalið núna því ég vandaði það ekki í sjónvarpinu áðan,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Slóveníu í gær. Það sauð á fyrirliðanum og skal engan undra miðað við frammistöðu liðsins.

Handbolti

Stigalausir eins og Frakkar og Danir

Íslenska landsliðið komst áfram í milliriðla á EM í handbolta í Serbíu þrátt fyrir tap á móti Slóvenum í gær og spilar sinn fyrsta leik í milliriðlinum á móti Ungverjum á morgun.

Handbolti