Sport

Logi með sextán stig í fjórða sigurleiknum í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru á sigurbraut í sænska körfuboltanum en liðið vann sinn fjórða sigur í röð í kvöld með því að leggja Brynjar Þór Björnsson og félaga í Jämtland að velli, 81-72. Solna-liðið vann þarna sinn annan útisigur í röð sem hefur ekki gerst áður í vetur.

Körfubolti

Spánverjarnir alltof sterkir - myndir

Íslenska handboltalandsliðið átti litla möguleika á móti sterku liði Spánverja eftir að hafa nánast gefið þeim spænsku sjö mörk í forgjöf í upphafi leiks. Ísland tapaði leiknum á endanum með fimm marka mun.

Handbolti

Ásgeir Örn: Vorum ekki nógu grimmir

"Þeir voru miklu betri en við í dag. Þeir byrjuðu sterkar, voru ákveðnari og vissu betur hvað þeir ætluðu að gera í byrjun leiksins. Þá náðu þeir strax fínu forskoti og við vorum að elta það forskot allan leikinn," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem hefur verið að spila vel fyrir íslenska liðið í Serbíu.

Handbolti

Þórir: Við getum alveg unnið þetta lið

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson tók minni þátt í leiknum gegn Spánverjum í dag en hann hefur gert á mótinu til þessa. Ástæðan er að hann gengur ekki alveg heill til skógar og gat ekki æft fyrir leikinn.

Handbolti

Ólafur: Var ekkert stressaður

Hafnfirðingurinn Ólafur Guðmundsson átti ágæta innkomu af bekknum í tapinu gegn Spánverjum í dag og náði að skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

Handbolti

Götze frá í tvo mánuði

Mario Götze, miðjumaðurinn stórefnilegi hjá Borussia Dortmund, er meiddur í nára og verður vegna þessa frá næstu tvo mánuðina.

Fótbolti

Aron er ánægður með nálastunguna

Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli sem hafa plagað hann síðustu daga á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Nálastungumeðferð hefur hins vegar reynst honum vel.

Handbolti

Arnór: Mun líða vel í leiknum

Hörkutólið Arnór Atlason lét ekki slæmt bak aftra sér frá því að æfa með landsliðinu í gær. Arnór er lítið fyrir að væla og kýs að láta verkin tala sem hann hefur heldur betur gert í Serbíu.

Handbolti

Úthlutun gengur vel hjá SVFR

Úthlutun veiðisvæða hjá SVFR gengur ágætlega. Vænta má þess að flestir drættir um veiðisvæði verði yfirstaðnir í lok þessarar viku.

Veiði

Pepe sleppur við bann fyrir að traðka á Messi

Pepe, portúgalski varnarmaður Real Madrid, fær enga refsingu fyrir að traðka á Lionel Messi leikmanni Barcelona í viðureign félaganna í Konungsbikarnum í síðustu viku. Spænska knattspyrnusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum á mánudag. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.

Fótbolti

Réttað yfir Harry Redknapp - sakaður um skattsvik

Réttarhöld yfir Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur, hófust í Southwark á Englandi í gær. Redknapp er sakaður um að hafa lagt greiðslur, sem hann fékk sem yfirmaður knattspyrnumála og knattspyrnustjóri Portsmouth, inn á reikning í Mónakó án þess að greiða af þeim skatt.

Enski boltinn

NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig.

Körfubolti

Vignir: Meiri innri ró yfir mér

Vignir Svavarsson segir að reynslan og þroskinn sé að gera hann að betri varnarmanni en hann var. Vignir hefur sýnt frábæra takta á báðum endum vallarins á EM og verið með betri mönnum íslenska liðsins.

Handbolti

Guðmundur: Ekki veikur hlekkur hjá Spánverjum

„Ég held að þetta sé besta liðið eins og staðan er í dag. Þeir eru taplausir og hafa sýnt ótrúlegan styrk. Það er ekki til veikur hlekkur í þessu liði. Hvorki í sókn, vörn né markvörslu. Við þurfum að eiga toppleik til þess að eiga möguleika," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson um andstæðing dagsins á EM, Spánverja. Liðin mættust einnig á HM fyrir ári síðan og þá fór spænska liðið illa með strákana okkar.

Handbolti