Sport

Babbell byrjar á jafntefli

Dortmund og Bayern München unnu bæði sigra í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Hoffenheim gerði jafntefli við Werder Bremen á útivelli, 1-1.

Fótbolti

Ferguson: Suarez er Liverpool til skammar

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Liverpool í dag að Luis Suarez hefði verið sínu félagi til skammar og að hann ætti ekki að fá að spila fyrir liðið aftur.

Enski boltinn

Grétar Rafn í byrjunarliði Bolton

Grétar Rafn Steinsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Bolton í dag eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Bolton mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00.

Enski boltinn

Shearer: Gleymum EM í sumar

Alan Shearer, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Newcastle, segir að best væri að Englendingar hættu að hugsa um Evrópumeistaramótið í sumar og byrjuðu að undirbúa sig fyrir HM 2014.

Enski boltinn

Igropoulo leysir af Alexander hjá Füchse Berlin

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, hefur fengið öflugan leikmann til að leysa Alexander Petersson af hólmi þegar sá síðarnefndi heldur til Rhein-Neckar Löwen í sumar. Hann hefur gengið frá samningum við rússnesku skyttuna Konstantin Igropoulo, leikmann Barcelona.

Handbolti

Lagerbäck: Númer eitt að vinna leiki

Lars Lagerbäck hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund síðan hann var kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari seint á síðasta ári. Þar tilkynnti hann þá leikmenn sem munu spila í vináttuleikjunum gegn Japan og Svartfjallalandi ytra í lok mánaðarins.

Íslenski boltinn

Suarez og Evra hittast á ný

Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði.

Enski boltinn

U-21 spilar 4-4-2 eins og A-liðið

Samvinna þjálfara A-landsliðs karla og U-21 landsliðsins verður meiri en hingað til. Lars Lagerbäck sagði á blaðamannafundi KSÍ í gær að hann vonaðist eftir góðu samstarfi við bæði Eyjólf Sverrisson, þjálfara U-21 liðsins, sem og Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara kvennalandsliðsins.

Íslenski boltinn

Alonso fremstur á síðasta degi æfinga

Fernando Alonso, Spánverjinn knái hjá Ferrari, átti besta tíma dagsins á síðasta æfingadegi Formúlu 1 liða á Jerez-brautinni á Spáni. Tími Alonso er næst besti hringtími settur á Jerez brautinni á 2012-bíl. Það var kalt á Spáni í dag og hafði það veruleg áhrif á æfingar liðanna.

Formúla 1

Blanc gæti hætt með franska liðið fyrir EM

Þjálfaratíð Laurent Blanc með franska landsliðið gæti verið liðin eftir aðeins átján mánuði í starfi. Blanc tók við franska landsliðinu í mjög erfiðri stöðu þar sem leikmenn höfðu verið í stríði við þáverandi þjálfara liðsins.

Fótbolti

Nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar í beinni í kvöld

Það þekktu ekki margir körfuboltaáhugamenn nafnið Jeremy Lin fyrir rúmri viku en á aðeins nokkrum dögum er þessi 23 ára bandaríski strákur ættaður frá Tævan orðin nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar. Lin verður í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar lið hans New York Knicks tekur á móti Los Angeles Lakers í Madison Square Garden en leikur liðanna hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Körfubolti