Sport

Muamba birti mynd af sér á Twitter

Fabrice Muamba er á góðum batavegi eftir hjartastopp en í dag birtist fyrsta myndin af honum eftir að hann hneig niður í leik með liði sínu, Bolton, fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Enski boltinn

Chelsea mun ekki kvarta yfir leikjaálagi

Chelsea á erfitt verkefni fyrir höndum með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liðið er í fimmta sæti og fimm stigum á eftir Tottenham sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Enski boltinn

Suarez: Ég er ekki búinn að skora nógu mikið

Luis Suarez, framherji Liverpool, viðurkennir að leikmenn Liverpool séu reiðir þar sem þeim hafi ekki tekist að ná markmiðum sínum á þessari leiktíð. Úrúgvæinn viðurkennir einnig að hann hafi ekki staðið sig nógu vel við markaskorun í vetur.

Enski boltinn

Einvígi góðkunningjanna

Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson eru ekki að mætast í fyrsta sinn í úrslitakeppni en það eru æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson að gera. Tvö einvígi í átta liða úrslitunum fara af stað í kvöld.

Körfubolti

Ekki fenginn til að framkalla einhver kraftaverk

Það verður seint sagt að lukkan hafi leikið við örvhentu sleggjuna Einar Hólmgeirsson á atvinnumannaferlinum. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og lék sinn síðasta handboltaleik fyrir ellefu mánuðum. Þá héldu allir að ballið væri búið hjá Einari.

Handbolti

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Íslenski boltinn

Hjalti tekur við Fjölni - Gunnar ekki áfram með ÍR

Hjalti Þór Vilhjálmsson mun taka við þjálfun Fjölnisliðsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á karfan.is í kvöld. Fjölnir lét Örvar Þór Kristjánsson fara á dögunum. Karfan.is segir einnig frá því að Gunnar Sverrisson muni ekki þjálfa áfram lið ÍR.

Körfubolti

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Íslenski boltinn

Di Maria klár í bátana

Argentínski vængmaðurinn Angel di Maria, leikmaður Real Madrid, er búinn að jafna sig af meiðslum og verður klár í slaginn um helgina gegn Osasuna.

Fótbolti

Pogrebnyak vill ekki fara frá Fulham

Rússinn Pavel Pogrebnyak er ekki bara sláandi líkur Ivan Drago heldur er hann einnig sleipur knattspyrnumaður. Strákurinn hefur slegið í gegn hjá Fulham í vetur og hann vill vera áfram hjá félaginu.

Enski boltinn

Einar semur við Magdeburg á morgun

Afmælisbarnið Einar Hólmgeirsson staðfesti við Vísi í dag að hann muni skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg í fyrramálið. Einar mun skrifa undir samning til loka leiktíðarinnar.

Handbolti

Patrekur í viðræðum við Val

Samkvæmt heimildum Vísis eru verulegar líkur á því að Patrekur Jóhannesson verði næsti þjálfari karlaliðs Vals. Patrekur staðfesti við Vísi í dag að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað.

Handbolti

Wenger gæti fengið leikbann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti farið í bann í Evrópukeppnninni vegna hegðunar sinnar í seinni leiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Fótbolti