Sport

Van der Vaart: Við elskum Adebayor

Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, er mjög ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns, Emmanuel Adebayor, og vill að hann verði áfram hjá félaginu. Adebayor er lánsmaður frá Man. City út leiktíðina.

Enski boltinn

Flugi AC Milan til Barcelona seinkað

Það gengur erfiðlega fyrir leikmenn AC Milan að komast til Barcelona þar sem liðið spilar í Meistaradeildinni á morgun. Flugi liðsins var seinkað í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Frakklandi.

Fótbolti

Fjórir svikarar í Preston-liðinu

Forráðamenn ensku deildarkeppninnar ætla ekki að aðhafast neitt í máli fjögurra leikmanna Preston sem eru sakaðir um að hafa um helgina lekið upplýsingum um taktík liðsins til mótherja Preston í Sheffield Wednesday.

Enski boltinn

Ewood Park hefur reynst Manchester United erfiður

Manchester United getur náð fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Blackburn á útivelli í kvöld en þetta er síðasti leikurinn í 31. umferð. Blackburn er í harðri fallbaráttu en einn af sjö sigrum liðsins kom í fyrri leiknum á móti United á Old Trafford. Leikurinn í kvöld er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.

Enski boltinn

Skoraði viljandi sjálfsmark og tók 50 milljónir fyrir

Nýjasti sökudólgurinn í stóra svikamálinu í kringum hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum er Atalanta-maðurinn Andrea Masiello en hann var handtekinn í gær grunaður um að hafa þegið dágóða upphæð fyrir að skora viljandi í eigið mark.

Fótbolti

Xavi gæti misst af seinni leiknum á móti AC Milan

Xavi Hernández, leikstjórnandi og varafyrirliði Barcelona, er meiddur á kálfa og það er óvíst hvort að hann geti spilað seinni leikinn á móti AC Milan á morgun en liðin keppa þar um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum en Xavi spilaði 90 mínútur í þeim leik.

Fótbolti

Liðsfélagar Balotelli hjá City búnir að fá nóg af honum

Það er aldrei lognmolla í kringum Mario Balotelli og nú heyrast sögur úr herbúðum Manchester City að liðsfélagar hans í City séu búnir að fá nóg af stælunum í framherjanum. Balotelli fór að rífast við félaga sína í miðjum leik um helgina og lenti síðan í hár saman við einn af reynsluboltum liðsins eftir leik.

Enski boltinn

Mahan þokaði sér upp í fjórða sætið á heimslistanum

Bandaríski kylfingurinn Hunter Mahan þokaði sér upp í fjórða sætið á heimslistanum í golfi eftir sigurinn á Shell Houston meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gærkvöld. Hinn 29 ára gamli Mahan er efstur á stigalistanum fyrir Fed-Ex úrslitakeppnina og hann fór upp um 10 sæti á heimslistanum með sigrinum í gær.

Golf

Ivanovic: Ánægður með Fernando Torres

Branislav Ivanovic segir að Fernando Torres eigi mikinn þátt í bættu gengi Chelsea-liðsins að undanförnu en spænski framherjinn er loksins farinn að skora mörk. Torres er búinn að skora 3 mörk í síðustu 5 leikjum og um helgina batt hann enda á sex mánaða bið eftir marki í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami

Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.

Körfubolti

Oddur á leið til Gummersbach

Akureyringurinn Oddur Gretarsson er á leiðinni til Þýskalands í fyrramálið en hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach næstu daga.

Handbolti

Ajax hirti toppsætið af AZ Alkmaar

Fjórir leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, stimplaði sig á ný inn í liðið þegar hann skoraði eitt mark í 6-0 sigri Ajax á Heracles Almelo.

Fótbolti

GUIF í góðum málum

Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, er einum leik frá því að komast í úndanurslit sænska handboltans. GUIF lagði Malmö, 29-31, öðru sinni í dag og er 2-0 yfir i rimmu liðanna.

Handbolti