Handbolti

Oddur á leið til Gummersbach

Oddur í leik með Akureyri.
Oddur í leik með Akureyri.
Akureyringurinn Oddur Gretarsson er á leiðinni til Þýskalands í fyrramálið en hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach næstu daga.

Oddur hefur stefnt að því að komast í atvinnumennsku og var meðal annars í viðræðum og skoðunum hjá nokkrum félögum síðasta sumar. Þar á meðal þýska félaginu Wetzlar. Ekki varð þó af því þá að Oddur færi út.

Gummersbach hefur góða reynslu af Íslendingum enda hafa margir Íslendingar staðið sig vel þar. Nægir að nefna menn eins og Guðjón Val Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverre Andreas Jakobsson. Alfreð Gíslason var svo þjálfari liðsins fyrir nokkrum árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×