Sport

Hodgson: Hápunktur allra enskra þjálfara

Nú rétt í þessu var haldinn blaðamannafundur þar sem ráðning Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands var staðfest. Enska knattspyrnusambandið sagði að þeir hefðu haft nokkra menn í huga varðandi starfið en á endanum hafi þeir einungis nálgast einn mann. Talsmenn knattspyrnusambandsins sögðu að reynsla Hodgson sem landsliðsþjálfara hafi verið gríðarlega mikilvægur þáttur í ráðningunni.

Enski boltinn

Roy Hodgson ráðinn þjálfari enska landsliðsins

Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem þjálfari enska landsliðins. Hodgson er ráðinn til fjögurra ára og nær samningur hans því yfir næstu þrjú stórmót. Hann mun því undir eðlilegum kringumstæðum stýra liðinu á Evrópumótinu í sumar, Heimsmeistaramótinu sem haldið verður árið 2014 og Evrópumótinu 2016.

Enski boltinn

Allar líkur á því að Roy Hodgson taki við enska landsliðinu í dag

Allar líkur eru á því að enska knattspyrnusambandið, FA, greini frá því í dag að Roy Hodgson verði næsti þjálfari enska landsliðsins. Hodgson fundaði með FA í gær í fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun hann stýra liði WBA í ensku úrvalsdeildinni í síðustu tveimur umferðunum áður en hann tekur við liði Englands sem leikur í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem hefst í byrjun júní í Póllandi og Úkraínu.

Enski boltinn

Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni.

Fótbolti

Suarez leikmaður umferðarinnar | öll tilþrifin úr 36. umferð á Vísi

Luis Suarez framherji Liverpool er leikmaður 36. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri liðsins gegn Norwich um helgina. Á sjónvarpshluta Vísis eru ýmsar samantektir frá ensku úrvalsdeildinni eftir síðustu umferð. Mörk umferðarinnar, lið umferðarinnar ásamt hápunktunum úr leik Man City og Man Utd sem fram fór í gær.

Enski boltinn

Veiddu sjóbirtinga í Skjálfandafljóti

Þrír sjóbirtingar veiddust í Skjálfandafljóti fyrir skömmu. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á sem selur laxveiðileyfi í fljótið í sumar, fór þangað í smá vísindaleiðangur fyrir rúmri viku síðan.

Veiði

Liam Gallagher: Maradona tók í hönd Guðs

Rokkstjarnan Liam Gallagher stal senunni á fundi með fréttamönnum eftir 1-0 sigur Manchester City gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tónlistarmaðurinn úr hljómsveitinni Oasis er harður stuðningsmaður Man City og hann gerði sér lítið fyrir eftir leikinn og settist í stól sem ætlaður var Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City á fréttamannafundinum eftir leik. Og þar lét hann allt flakka.

Enski boltinn

Miami 2-0 yfir gegn New York | Stoudemire missti stjórn á skapi sínu

Miami Heat er með góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í körfubolta eftir 104-94 sigur gegn New York Knicks á heimavelli. Miami er 2-0 yfir en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Austurdeildar. Amar‘e Stoudemire, einn besti leikmaður New York, slasaðist á hendi eftir leikinn og er útlitið því ekki gott fyrir þriðja leikinn sem fram fer í New York.

Körfubolti

NBA: Meistaralið Dallas í slæmri stöðu gegn Oklahoma

Dirk Nowitzki og félagar hans í meistaraliði Dallas Mavericks virðast ætla að fara fljótlega í sumarfrí en liðið er 2-0 undir gegn Oklahoma í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Dallas tapaði 102-99 á útivelli í nótt þar sem að Russell Westbrook skoraði 29 stig fyrir Oklahoma og Kevin Durant skoraði 25. Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas sem fagnaði sínum fyrsta og eina titli í sögu félagsins fyrir ári síðan. Næstu tveir leikir fara fram í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Vesturdeildar.

Körfubolti

Fjórtán ára afastrákur með veiðidellu

Ómar Smári Óttarsson er 14 ára Hafnfirðingur með veiðidellu á háu stigi, sem er gott. Hann byrjaði að veiða þegar hann var fjögurra eða fimm ára og hefur hnýtt flugur í þrjú ár.

Veiði

Þessir guttar eru enn hungraðir

Í dag er á dagskrá fyrsti leikurinn í úrslitarimmu FH og HK um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. FH er ríkjandi meistari og hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitum en HK-ingar „sópuðu" deildarmeisturum Hauka úr leik í sinni undanúrslitarimmu.

Handbolti

Bubbi: Geggjað fyrir börnin

Bubbi Morthens þekkir Meðalfellsvatn betur en flestir enda alinn upp á bökkum þess og sem drengur veiddi hann með föður sínum og bræðrum silung í matinn.

Veiði