Þessir guttar eru enn hungraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2012 07:00 FH-ingar þurfa að hafa góðar gætur á Bjarka Má Elíssyni. fréttablaðið/daníel Í dag er á dagskrá fyrsti leikurinn í úrslitarimmu FH og HK um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. FH er ríkjandi meistari og hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitum en HK-ingar „sópuðu" deildarmeisturum Hauka úr leik í sinni undanúrslitarimmu. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, neitar því ekki að sú rimma hafi komið þeim sjálfum á óvart. „Það fer enginn í rimmu gegn Haukum og bókar 3-0 sigur. En við fundum ákveðin vopn sem við náðum að beita fullkomnlega gegn þeim," segir Vilhelm. Hann bætir við að menn séu ekki orðnir sáttir og vilji meira. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Þessir guttar eru mjög hungraðir og þá langar virkilega mikið til að fara alla leið. Þrátt fyrir allt var heilmikið í leikjunum gegn Haukum sem við getum bætt og höfum við farið vel yfir þau atriði." Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, segist finna fyrir minni stemningu í kringum liðið nú en fyrir ári síðan, þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í nítján ár. „Maður óttast kannski að menn séu svolítið saddir eftir þann titil en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér," segir Baldvin. „Rimman gegn Akureyri var þó ágæt og sérstaklega var gott að við vorum með alla leikmenn heila. Var það í eitt af fáum skiptum í vetur sem við gátum notað alla okkar bestu menn." Báðir eru þeir sammála um að úrslitarimman verði jöfn og spennandi. „Leikir okkar í vetur sýna að það er lítið á milli þessara liða. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði jafnir leikir," segir Baldvin. Vilhelm á í það minnsta von á erfiðari rimmu en gegn Haukum. „Mun erfiðari. Við höfum til að mynda ekki unnið FH enn í vetur og er það þröskuldur sem við þurfum að komast yfir." Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
Í dag er á dagskrá fyrsti leikurinn í úrslitarimmu FH og HK um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. FH er ríkjandi meistari og hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitum en HK-ingar „sópuðu" deildarmeisturum Hauka úr leik í sinni undanúrslitarimmu. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, neitar því ekki að sú rimma hafi komið þeim sjálfum á óvart. „Það fer enginn í rimmu gegn Haukum og bókar 3-0 sigur. En við fundum ákveðin vopn sem við náðum að beita fullkomnlega gegn þeim," segir Vilhelm. Hann bætir við að menn séu ekki orðnir sáttir og vilji meira. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Þessir guttar eru mjög hungraðir og þá langar virkilega mikið til að fara alla leið. Þrátt fyrir allt var heilmikið í leikjunum gegn Haukum sem við getum bætt og höfum við farið vel yfir þau atriði." Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, segist finna fyrir minni stemningu í kringum liðið nú en fyrir ári síðan, þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í nítján ár. „Maður óttast kannski að menn séu svolítið saddir eftir þann titil en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér," segir Baldvin. „Rimman gegn Akureyri var þó ágæt og sérstaklega var gott að við vorum með alla leikmenn heila. Var það í eitt af fáum skiptum í vetur sem við gátum notað alla okkar bestu menn." Báðir eru þeir sammála um að úrslitarimman verði jöfn og spennandi. „Leikir okkar í vetur sýna að það er lítið á milli þessara liða. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði jafnir leikir," segir Baldvin. Vilhelm á í það minnsta von á erfiðari rimmu en gegn Haukum. „Mun erfiðari. Við höfum til að mynda ekki unnið FH enn í vetur og er það þröskuldur sem við þurfum að komast yfir."
Olís-deild karla Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira