Handbolti

Kiel meistari | Búið að vinna alla 29 leiki sína í deildinni

nordic photos/bongarts
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel urðu í kvöld Þýskalandsmeistarar í handbolta með glæsibrag. Þeir lögðu þá fyrrum félag Alfreðs, Magdeburg, með fimm marka mun, 32-27.

Kiel er búið að vinna alla 29 leiki sína í þýsku deildinni og ekkert lið í deildinni á lengur möguleika að ná þeim í síðustu fimm umferðunum. Kiel er því orðinn meistari með fullt hús sem er einstakur árangur.

Alfreð er búinn að búa til rosalegt lið hjá Kiel sem skrifar sig í sögubækurnar í hverjum leik.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í leiknum.

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Magdeburgar og varði rúmlega 20 skot. Það dugði þó ekki til gegn meisturunum sem voru frábærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×