Sport

Jesper Nielsen lætur einn leikmann AG heyra það

Jesper "Kasi" Nielsen, eigandi danska stórliðsins AG frá Kaupmannahöfn, er allt annað en sáttur við einn leikmann AG-liðsins. Danski landsliðslínumaðurinn Rene Toft Hansen er á leiðinni til Kiel á næsta tímabili og Nielsen vill meina að hann sé ekki með hugann við núverandi verkefni hjá AG.

Handbolti

Pepsimörkin: Upphitunarþátturinn aðgengilegur á Vísi

Íslandsmótið í knattspyrnu 2012 hefst á sunnudaginn með fimm leikjum í Pepsi-deild karla. Í gær var upphitunarþáttur um Pepsideildina sýndur á Stöð 2 sport þar sem að Hörður Magnússon fór yfir málin með sérfræðingum þáttarins, Tómasi Inga Tómassyni, Reyni Leóssyni og Hjörvari Hafliðasyni. Vangaveltur þeirra um liðin 12 í deildinni eru nú aðgengilegar á sjónvarpshluta Vísis.

Íslenski boltinn

Minningarleikur um Steingrím á Hásteinsvelli

Sérstakur minningarleikur um Steingrím Jóhannesson verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. júní næstkomandi. Steingrímur, sem er einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, féll frá í mars, 38 ára gamall, eftir harða baráttu við krabbamein.

Íslenski boltinn

Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv

Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn.

Handbolti

Formaður ÍBV: Ekki rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist ekki vera hlynntur því að fjallað sé um einkamál leikmanna í fjölmiðlum þó svo hann hafi verið í viðtali við Eyjafréttir í morgun þar sem hann staðfesti að einn leikmanna félagsins, Tryggvi Guðmundsson, væri farinn í áfengismeðferð. Það kemur í kjölfar þess að Tryggvi var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Íslenski boltinn

Dempsey orðaður við Liverpool

Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum.

Enski boltinn

Svona verður miðjumoðið

Fréttablaðið spáir því að sumarið hjá Val, ÍBV og Breiðabliki verði lítt spennandi. Þau munu ekki verða í toppbaráttu og ekki heldur í botnbaráttu. Þau verða í þessu klassíska miðjumoði samkvæmt spánni og Willum Þór er því sammála.

Íslenski boltinn

Ingimundur: Eigum óklárað verkefni

ÍR verður nýliði í N1-deild karla næsta vetur og fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar silfurmennirnir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt.

Handbolti

Pepsimörkin: Fyrsti "hljóðnemaleikurinn" | FH - KR 1991

Pepsideildin í fótbolta hefst á sunnudaginn og upphitunarþáttur um deildina var sýndur á Stöð 2 sport í kvöld. Þar fór Hörður Magnússon yfir spá sérfræðinga þáttarins auk þess sem að sýnt var myndbrot úr gömlum íþróttaþætti Stöðvar 2. Þar var í fyrsta sinn settur hljóðnemi á dómara í leik í efstu deild og var Gísli Guðmundsson dómari þar í aðalhlutverki í leik FH og KR sem fram fór 26. maí árið 1991.

Fótbolti

Sir Alex hrósar Gylfa og félögum í Swansea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er hrifinn af því sem Brendan Rodgers er búinn að gera með nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United mætir Swansea á sunnudaginn og þarf helst að vinna stórt í baráttunni um enska meistaratitilinn við Manchester City.

Enski boltinn