Sport

Strákarnir spila um gullið - fóru illa með Norðmenn

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta er að gera góða hluti á Norðurlandamótinu í körfubolta í Solna í Svíþjóð en þeir eru búnir að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum eftir 41 stigs sigur á Norðmönnum, 83-42. Strákarnir höfðu áður unnið Dani og Svía á mótinu.

Körfubolti

Capello sækist eftir stjórastólnum hjá Chelsea

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er að leita sér að starfi í ensku úrvalsdeildinni og hefur nú gefið það út að hann vilji helst fá tækifæri til að stýra liði Chelsea. Þetta kemur fram í Guardian sem hefur heimildir fyrir því að Capello hafi látið forráðamenn Chelsea vita af áhuga sínum.

Enski boltinn

NBA: Útlitið svart hjá Miami eftir skell á móti Indiana

Indiana Pacers er komið í 2-1 á móti Miami Heat eftir öruggan 94-75 sigur í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í Indianapolis í nótt. Indiana hefur þar með unnið tvo leiki í röð og útliðið er orðið svart hjá Miami-liðinu.

Körfubolti

Saman með 16 mörk

Haukar komust í sögubækurnar þegar að liðið vann sannkallaðan stórsigur á Snæfelli í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld, 31-0. Tveir leikmenn skoruðu meira en helming allra marka í leiknum.

Íslenski boltinn

Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn

Mörg lið ætla að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna ef marka má úrslitin í 1. umferð. Íslandsmeistarnir og bikarmeistararnir töpuðu báðir sínum fyrsta leik sem hefur aldrei gerst áður.

Íslenski boltinn

Þjálfari Rúnars Kárasonar rekinn

Rúnar Kárason fær senn nýjan þjálfara hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Bergischer HC þar sem að HaDe Schmitz hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum.

Handbolti

Diarra verður áfram hjá Fulham

Miðvallarleikmaðurinn Mahamadou Diarra verður áfram í herbúðum Fulham í eitt ár til viðbótar. Hann kom við sögu í alls ellefu leikjum með liðinu á nýliðnu tímabili.

Enski boltinn

Robert Huth: Bayern vinnur Chelsea 3-1

Þjóðverjinn Robert Huth, varnarmaður Stoke, var fenginn til þess að spá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Bayern München og Chelsea sem fram fer í München á laugardaginn.

Fótbolti

Miði á Mónakókappaksturinn kostar formúgu

Það er draumur allra kappakstursökuþóra að keppa í Formúlu 1 kappaktrinum í Mónakó. Að sama skapi er það draumur allra kappakstursáhugamanna að fylgjast með Formúlu 1 kappakstri í Mónakó, ef ekki af lystisnekkju í höfninni, þá af svölum í einni af íbúðunum umhverfis brautina.

Formúla 1

Lyon vann Meistaradeildina annað árið í röð

Franska félagið Olympique Lyonnais tryggði sér sigur í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld með því að vinna 1. FFC Frankfurt 2-0 í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í München. Bæði mörk franska liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

Fótbolti

Marcelo Lippi farinn að þjálfa í Kína

Ítalinn Marcello Lippi hefur tekið við þjálfun kínverska liðsins Guangzhou Evergrande og hefur þegar sett stefnuna á það að liðið spili "ítalskan" leikstíl. Lippi er frægastur fyrir að gera Ítala að heimsmeisturum árið 2006 en hann gerði samning við kínverska liðsins til ársins 2014.

Fótbolti

Larry Bird náði einstakri þrennu

Larry Bird, forseti Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta, var í gær valinn besti framkvæmdastjóri deildarinnar, NBA's Executive of the Year, og náði því einstakri þrennu.

Körfubolti

Ari Freyr skoraði í útisigri Sundsvall

Ari Freyr Skúlason fagnaði landsliðssætinu með því að skora seinna marka GIF Sundsvall í 2-1 útisigri á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. IKF Gautaborg gerði á sama tíma 1-1 jafntefli á útivelli.

Fótbolti

Alan Hansen: Dalglish verður niðurbrotinn maður

Alan Hansen, fyrrum liðsfélagi Kenny Dalglish og góður vinur þessa fyrrum stjóra Liverpool, telur að það muni hafa mikil áhrif á hinn 61 árs gamla Dalglish að hann hafi þurft að taka pokanna sinn í gær. Eigendur Liverpool ákváðu að reka Dalglish þrátt fyrir að hann ætti enn eftir tvö ár af samningi sínum.

Enski boltinn