Sport

KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól.

Íslenski boltinn

Bonucci: Englendingar spila eins og Ítalir

Leonardo Bonucci, miðvörður Ítala og sá sem róaði niður Mario Balotelli í sigrinum á Írum, telur að enska landsliðið ætli að nota ítalska leikaðferð þegar þjóðirnar mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudaginn.

Fótbolti

James á sama aldursári og Jordan þegar hann vann fyrsta titilinn 1991

LeBron James er í fyrsta sinn á ferlinum aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum sem hann hefur dreymt um í níu tímabil. Miami Heat tekur á móti Oklahoma City Thunder í fimmta leik úrslitaeinvígsins. Miami er búið að vinna þrjá síðustu leiki og vantar því bara einn sigur í síðustu þremur leikjunum. Fimmti leikurinn fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Körfubolti

Cristiano Ronaldo: Núna brosa allir í liðinu

Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Tékklandi í átta liða úrslitum á EM í fótbolta. Ronaldo skapaði sér fjölda færa í leiknum en skoraði sigurmarkið með skalla ellefu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Enginn Portúgali í leikbanni í undanúrslitunum

Portúgalar glöddust ekki bara yfir því að vera komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitunum í kvöld því enginn leikmaður liðsins verður í banni í næsta leik á móti annaðhvort Spáni eða Frakklandi.

Fótbolti

Úlfar velur í landsliðsverkefni unglinga

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið unga og efnilega kylfinga sem munu keppa fyrir Íslands hönd í nokkrum landsliðsverkefnum sem framundan eru í sumar. Um er að ræða EM stúlkna í Þýskalandi, European Young Masters mótið í Ungverjalandi og Junior Open mótið í Englandi.

Golf

Kaninn frá Þór kominn til ÍR

Eric James Palm, sem spilaði með Þór í næstefstu deild karla á síðustu leiktíð, hefur gengið frá samningum við ÍR. Breiðhyltingar halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Iceland Express-deildinni á næstu leiktíð.

Körfubolti

Íslandsmótið í holukeppni hefst á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson, einnig úr GR, hafa titla að verja á Íslandsmótinu í holukeppni sem hefst á morgun. Að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli, heimavelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Alls eru 32 karlar skráðir til leiks og 15 konur.

Golf

Þór verður án Govens á næstu leiktíð

Bandaríkjamaðurinn Darrin Govens, sem lék með Þór Þorlákshöfn við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hefur samið við félagið Elitzur Ramla í Ísrael en félagið leikur í næstefstu deild í Ísrael. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Körfubolti

Englendingar byrjaðir að æfa vítaspyrnur

Dramatíkin hefur elt enska landsliðið uppi á stórmótum í gegnum tíðina. Englendingar hafa til að mynda fallið fimm sinnum úr leik í vítaspyrnukeppni á síðustu 22 árum. Aðeins einu sinni hefur England náð að vinna í vítaspyrnukeppni á stórmóti en það var gegn Spáni á EM árið 1996.

Fótbolti

Skrtel vill funda með Rodgers

Slóvakíski varnarmaðurinn hjá Liverpool, Martin Skrtel, vill fá að vita hvaða rullu nýi stjórinn hjá Liverpool, Brendan Rodgers, ætlar að láta hann leika áður en hann ræðir nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn

Veiðitölur úr öllum ám

Alls hafa 124 laxar veiðst í Norðurá það sem af er sumri. Landssamband veiðifélaga hefur birt nýjar tölur um veiði í laxveiðiám.

Veiði