Sport

Joachim Löw: Klassaframmistaða hjá liðinu

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, var ánægður eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. Þjóðverjar mæta annaðhvort Ítalíu eða Englandi í undanúrslitunum í næstu viku.

Fótbolti

Tíunda skallamark Klose á stórmóti

Miroslav Klose fékk tækifæri í byrjunarliði Þjóðverja á móti Grikkjum í átta liða úrslitum EM í kvöld og skoraði eitt markanna í sannfærandi 4-2 sigri. Klose hefur skoraði 64 mörk fyrir þýska landsliðið og var þarna að skora sitt 17. mark á stórmóti.

Fótbolti

Níu ár síðan að besti leikmaður deildarinnar varð líka meistari

LeBron James var í nótt kjörinn besti leikmaður NBA-úrslitanna eftir að hann fór fyrir sínum mönnum Miami Heat sem unnu 121-106 sigur á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Miami vann þar með einvígið 4-1 og James er því loksins búinn að krækja í langþráðan meistarahring.

Körfubolti

Larlholm samdi við Pick Szeged

Sænski landsliðsmaðurinn í handbolta, Jonas Larholm, hefur ákveðið að söðla um. Hann er hættur hjá Álaborg í Danmörku og fluttur til Ungverjalands.

Handbolti

Brihault nýr forseti EHF

Frakkinn Jean Brihault var í dag kjörinn nýr forseti evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Hann tekur við af Norðmanninum og Íslandsvininum Tor Lian.

Handbolti

Vettel fljótastur í Valencia

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins.

Formúla 1

Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk í sannfærandi sigri á Grikkjum

Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í kvöld. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum. Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leiknum. Hin mörkin gerðu fyrirliðinn Philipp Lahm og miðjumaðurinn Sami Khedira.

Fótbolti

Baros leggur landsliðsskóna á hilluna

Tékkneski framherjinn, Milan Baros, tilkynnti eftir tap Tékka gegn Portúgal á EM í gær að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna. Baros, sem eitt sinn lék með Liverpool, er þó aðeins þrítugur að aldri en búinn að spila marga landsleiki.

Fótbolti

Rakel Dögg: Þetta er hrikalega erfiður riðill

"Þetta er hrikalega erfiður riðill. Það verður að segjast eins og er því við erum að lenda í riðli með þremur algjörum toppþjóðum," sagði Rakel Dögg Bragadóttir sem var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta áður en sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu í lok síðasta árs.

Handbolti

Stelpurnar í riðli með Rúmeníu, Rússlandi og Svartfjallalandi á EM

Íslenska kvennalandsliðið lenti í Austur-Evrópu riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Serbíu frá 4. til 16. desember næstkomandi en dregið var áðan á EHF-þinginu í Mónakó. Ísland er í riðli með Rúmeníu, Rússlandi, Svartfjallalandi. Riðill stelpnanna fer fram í Vrsac eða sama stað og íslenska karlalandsliðið spilaði á EM í janúar.

Handbolti

Hodgson ætlar ekki að biðja Capello um aðstoð

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir ekkert óeðlilegt við það að fólk beri hann og Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfara, saman. Hodgson segir ekki koma til greina að biðja um ráð frá Capello fyrir leikinn gegn Ítalíu í átta liða úrslitum EM.

Fótbolti

Íslandsmótið í holukeppni: Tveir bráðabanar í fyrstu umferð

Fyrstu umferð riðlakeppninnar í Íslandsmótinu í holukeppni er lokið. Leikið er á Leirdalsvelli í Kópavogi. Einir tveir leikir fóru í bráðabana. Selfyssingurinn síkáti Hlynur Geir Hjartarson lagði GR-inginn Árna Pál Hansson í bráðabana og slíkt hið sama gerði Keilismaðurinn Ísak Jasonarson gegn heimamanninum Kjartani Dór Kjartanssyni.

Golf

Zlatan fær tíuna hjá AC Milan á næsta tímabili

Zlatan Ibrahimovic fær treyju númer tíu hjá AC Milan á næsta tímabili en þetta kom í ljós á kveðjublaðamannafundi Clarence Seedorf í dag. Seedorf hefur verið í tíunni hjá AC Milan undanfarin ár en hollenski miðjumaðurinn tilkynnti í dag að hann væri á förum eftir heilan áratug hjá ítalska félaginu.

Fótbolti

Kobe Bryant seldi flestar treyjur utan Bandaríkjanna

Kobe Bryant er stærsta alþjóðlega NBA-stjarnan ef marka má sölu keppnistreyja utan Bandaríkjanna. NBA-deildin gaf út í dag út lista yfir þá leikmenn sem seldu flestar treyjur utan Bandaríkjanna á þessu tímabili en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur.

Körfubolti