Handbolti

Rakel Dögg: Þetta er hrikalega erfiður riðill

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir
Rakel Dögg Bragadóttir Mynd/Ole Nielsen
„Þetta er hrikalega erfiður riðill. Það verður að segjast eins og er því við erum að lenda í riðli með þremur algjörum toppþjóðum," sagði Rakel Dögg Bragadóttir sem var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta áður en sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu í lok síðasta árs.

Íslenska kvennalandsliðið lenti í Austur-Evrópu i í úrslitakeppni Evrópumótsins þegar dregið var áðan á EHF-þinginu í Mónakó. Ísland er í riðli með Rúmeníu, Rússlandi, Svartfjallalandi. Riðill stelpnanna fer fram í Vrsac eða sama stað og íslenska karlalandsliðið spilaði á EM í janúar.

„Við hefðum getað verið heppnari en að sama skapi er hver einasti riðill á EM gríðarlega erfiður því það eru allar þjóðir virkilega sterkar. Það er því erfitt að velja sér einhvern draumariðil á EM," sagði Rakel Dögg.

„Það eina sem er kannski fúlt er að vera að lenda alltaf á móti sömu þjóðunum því væri gaman að fá að spila við hinar þjóðirnar líka," sagði Rakel í léttum tón.

„Ég veit ekki hversu oft við erum búnar að spila á móti þessum þjóðum. Við vorum líka í riðli með Rússlandi og Svartfjallalandi á Evrópumótinu fyrir tveimur árum og við erum líka búnar að spila nokkrum sinnum við Rúmeníu í undankeppnum," rifjaði Rakel Dögg upp en hún er sammála að A-riðillinn sé sá léttasti.

„Norðmennirnir fara auðveldlega í gegnum þann riðli," segir Rakel en norska liðið er í riði með Úkraínu, Serbíu og

Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×