Sport

Sancho samdi ekki við Chelsea sem þarf að borga sekt

Chelsea komst ekki að samkomulagi um launakjör við Jadon Sancho og mun því ekki kaupa leikmanninn frá Manchester United, þess í stað mun Chelsea þurfa að borga fimm milljóna punda sekt fyrir að standa ekki við samkomulag félaganna. Sancho snýr aftur til United.

Enski boltinn

Var í góðum séns en missti af sæti á Opna banda­ríska

Dagbjartur Sigurbrandsson náði ekki að tryggja sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, hann endaði jafn í 38. sæti á lokaúrtökumóti í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum í gær. Dagbjartur var í tólfta sæti eftir fyrri hringinn en sá seinni reyndist honum erfiður.

Golf

Hóta Abramovich lög­sókn og vilja láta Úkraínu fá Chelsea peninginn

Breska ríkisstjórnin hefur hótað Roman Abramovic lögsókn ef hann er ekki tilbúinn að láta peninginn sem fékkst fyrir þvingaða sölu á knattspyrnufélaginu Chelsea árið 2022 til Úkraínu. Um er að ræða tvo og hálfan milljarð punda sem sitja á frystum bankareikningi. Abramovich vill að peningarnir fari til allra fórnarlamba stríðsins milli Rússlands og Úkraínu.

Enski boltinn

KA fer beint í aðra um­ferð

Bikarmeistarar KA græða á góðum árangri íslenskra liða í Evrópukeppnum undanfarin ár og sitja hjá í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Framkvæmdastjóri félagsins segir um stórtíðindi að ræða, KA sé búið að tryggja sér væna summu.

Fótbolti

„Getum al­veg fundið glufur“ gegn Frakk­landi

Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti

Heið­rún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss og Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hömpuðu bæði Hvaleyrarbikarnum í fyrsta sinn í gær. Heiðrún vann afgerandi sigur í kvennaflokki en Jóhannes tryggði sigur í karlaflokki í bráðabana.

Golf