Fréttir Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Innlent 24.8.2023 08:34 Þrjú ungmenni grunuð um sleðahundadrápin Þrjú ungmenni, öll undir sakhæfisaldri, eru grunuð um að hafa drepið sleðahundana tíu sem fundust dauðir á eyju við grænlenska bæinn Qasigiannguit aðfararnótt mánudagsins. Erlent 24.8.2023 07:50 Japanir byrjaðir að dæla geislavirku vatni í sjóinn Yfirvöld í Japan hófu í nótt að sleppa geislavirku vatni út í sjóinn við Fukushima kjarnorkuverið þrátt fyrir áköf mótmæli umhverfissinna og nágrannaríkja. Erlent 24.8.2023 07:40 Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin. Erlent 24.8.2023 07:38 Víða bjartviðri en von á rigningu um helgina Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og víða bjartviðri. Austanlands verður skýjað en þurrt að kalla. Veður 24.8.2023 07:17 Þrír réðust á ungan dreng og reyndu að ná af honum munum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rán í gær en þar höfðu þrír einstaklingar reynt að ná munum af ungum dreng og beitt hann ofbeldi. Vildu þeir meðal annars fá skó hans, skartgripi og fleira. Innlent 24.8.2023 06:23 Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta. Erlent 23.8.2023 23:31 Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. Erlent 23.8.2023 22:08 „Nánast engar líkur“ á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna Ríkisstjórnin hefur ekki mælst með lægra fylgi frá kosningum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu, í 13 ár. Innlent 23.8.2023 22:08 Albert sagður neita sök Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum. Innlent 23.8.2023 21:07 „Hér er mannúðarkrísa“ Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum. Innlent 23.8.2023 20:41 Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Innlent 23.8.2023 20:30 „Afrekshugur” Nínu Sæmundsson kominn á Hvolsvöll Afsteypa af verki Nínu Sæmundsson, „Afrekshugur“ hefur nú verið komið fyrir í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli en það var forseti Íslands, ásamt leikskólabörnum, sem afhjúpuðu verkið. Frumgerð verksins prýðir innganginn að Waldorf Astoria hótelinu í New York en sjálf er Nína er úr Fljótshlíðinni. Innlent 23.8.2023 19:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig. Um er að ræða 14. hækkunina í röð, en stýrivextir eru um það bil tólf sinnum hærri í dag en þeir voru fyrir tveimur árum. Innlent 23.8.2023 18:00 Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. Erlent 23.8.2023 17:18 Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. Erlent 23.8.2023 16:37 Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni Engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Hópur vísindamanna fór að Öskju að rannsaka aðstæður og unnið verður úr gögnum næstu daga. Innlent 23.8.2023 16:26 Vaktin: Málefni fólks á flótta sem er synjað um alþjóðlega vernd Alls bjóða 23 félagasamtök til fundar í húsakynnum Hjálpræðishersins í Mörkinni í Reykjavík klukkan 17. Til umræðu er málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Innlent 23.8.2023 16:01 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. Innlent 23.8.2023 15:30 Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Innlent 23.8.2023 15:26 Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. Innlent 23.8.2023 14:34 Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. Erlent 23.8.2023 13:50 Lögregla rannsakar mannslát á Landspítalanum Lögreglurannsókn er hafin á andláti á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði. Andlátið var tilkynnt til embættis landlæknis og lögreglu samkvæmt reglum spítalans. Innlent 23.8.2023 13:34 Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Innlent 23.8.2023 13:31 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. Innlent 23.8.2023 13:00 Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. Erlent 23.8.2023 12:22 Hádegisfréttir Bylgjunnar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun, fjórtánda skiptið í röð. Þeir hafa ekki verið hærri í tuttugu og þrjú ár. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum. Innlent 23.8.2023 12:00 Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. Innlent 23.8.2023 11:42 Steypumót féllu af flutningabíl á Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut er lokuð við Kringlumýrarbraut í Reykjavík þar sem að farmur féll af flutningabíl. Engin slys urðu á fólki, en nú er unnið að því að fjarlægja þau af veginum. Innlent 23.8.2023 11:19 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Innlent 23.8.2023 10:29 « ‹ ›
Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Innlent 24.8.2023 08:34
Þrjú ungmenni grunuð um sleðahundadrápin Þrjú ungmenni, öll undir sakhæfisaldri, eru grunuð um að hafa drepið sleðahundana tíu sem fundust dauðir á eyju við grænlenska bæinn Qasigiannguit aðfararnótt mánudagsins. Erlent 24.8.2023 07:50
Japanir byrjaðir að dæla geislavirku vatni í sjóinn Yfirvöld í Japan hófu í nótt að sleppa geislavirku vatni út í sjóinn við Fukushima kjarnorkuverið þrátt fyrir áköf mótmæli umhverfissinna og nágrannaríkja. Erlent 24.8.2023 07:40
Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin. Erlent 24.8.2023 07:38
Víða bjartviðri en von á rigningu um helgina Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og víða bjartviðri. Austanlands verður skýjað en þurrt að kalla. Veður 24.8.2023 07:17
Þrír réðust á ungan dreng og reyndu að ná af honum munum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rán í gær en þar höfðu þrír einstaklingar reynt að ná munum af ungum dreng og beitt hann ofbeldi. Vildu þeir meðal annars fá skó hans, skartgripi og fleira. Innlent 24.8.2023 06:23
Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta. Erlent 23.8.2023 23:31
Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. Erlent 23.8.2023 22:08
„Nánast engar líkur“ á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna Ríkisstjórnin hefur ekki mælst með lægra fylgi frá kosningum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu, í 13 ár. Innlent 23.8.2023 22:08
Albert sagður neita sök Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum. Innlent 23.8.2023 21:07
„Hér er mannúðarkrísa“ Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum. Innlent 23.8.2023 20:41
Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Innlent 23.8.2023 20:30
„Afrekshugur” Nínu Sæmundsson kominn á Hvolsvöll Afsteypa af verki Nínu Sæmundsson, „Afrekshugur“ hefur nú verið komið fyrir í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli en það var forseti Íslands, ásamt leikskólabörnum, sem afhjúpuðu verkið. Frumgerð verksins prýðir innganginn að Waldorf Astoria hótelinu í New York en sjálf er Nína er úr Fljótshlíðinni. Innlent 23.8.2023 19:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig. Um er að ræða 14. hækkunina í röð, en stýrivextir eru um það bil tólf sinnum hærri í dag en þeir voru fyrir tveimur árum. Innlent 23.8.2023 18:00
Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. Erlent 23.8.2023 17:18
Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. Erlent 23.8.2023 16:37
Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni Engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Hópur vísindamanna fór að Öskju að rannsaka aðstæður og unnið verður úr gögnum næstu daga. Innlent 23.8.2023 16:26
Vaktin: Málefni fólks á flótta sem er synjað um alþjóðlega vernd Alls bjóða 23 félagasamtök til fundar í húsakynnum Hjálpræðishersins í Mörkinni í Reykjavík klukkan 17. Til umræðu er málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Innlent 23.8.2023 16:01
Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. Innlent 23.8.2023 15:30
Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Innlent 23.8.2023 15:26
Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. Innlent 23.8.2023 14:34
Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. Erlent 23.8.2023 13:50
Lögregla rannsakar mannslát á Landspítalanum Lögreglurannsókn er hafin á andláti á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði. Andlátið var tilkynnt til embættis landlæknis og lögreglu samkvæmt reglum spítalans. Innlent 23.8.2023 13:34
Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Innlent 23.8.2023 13:31
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. Innlent 23.8.2023 13:00
Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. Erlent 23.8.2023 12:22
Hádegisfréttir Bylgjunnar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun, fjórtánda skiptið í röð. Þeir hafa ekki verið hærri í tuttugu og þrjú ár. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum. Innlent 23.8.2023 12:00
Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. Innlent 23.8.2023 11:42
Steypumót féllu af flutningabíl á Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut er lokuð við Kringlumýrarbraut í Reykjavík þar sem að farmur féll af flutningabíl. Engin slys urðu á fólki, en nú er unnið að því að fjarlægja þau af veginum. Innlent 23.8.2023 11:19
Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Innlent 23.8.2023 10:29
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent